Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 4
LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS [ SÖ i alrlrei unnið á bm» á honum, or* ekki mun hann heldur hafa breyzt við kynblöndun. Hefir og þessi fjárstofn flest þau einkenni, sem sauðfjárfræðingar nútímans telja að hafi verið á fé því er landnáms- menn fluttu hingað í öndverðu. — ★ — Eftir hálftíma töf á Þingvöllum var okkur leyft að halda áfram. Var nú komið kalsahret og storm- ur. Tjaldað var yfir bílinn meir en til hálfs og undir tjaldinu gat maður staðið uppréttur. Þar er bíl- lampi, sem lýsir „eins og leiftur um nótt“, svo að vel sést yfir lambahópinn. Ég tók eftir því að það var eins og þreytudrættir kæmi á svip einstaka lambs og svo spyrnti það við framfótum og lét sig síga að aftan eins og það vildi aka sér. Helt ég fyrst að þetta væri af því að það klæjaöi, en komst að raun um að svo var ekki. heldur mundi þetta vera af þreytu og var það ekki óeðlilegt. Ég gaf þeim öllum nánar gætur og gat ekki betur séð en að þeim liði yfir- leitt vel. Og þar sem nú seig að leiðarlokum, var sem þungu fargi væri af mér létt og ég varð svo glaður að ég söng við raust. Við förum yfir Sandlækjarós. Þar eru hreppamörkin. Þarna nemur bílstjórinn stað. —. Hvað er nú að? kalla ég hátt- — Loftur á Sandlæk er kominn hér með mjólk handa okkur. Við tökum þessari hugulsemi og góðgerðunum fegins hendi og slok- um nýmjólkina eins og við værum nýkomnir úr sólbruna á eyðimörk. Fleiri menn ber þarna að. Allir vilja fá fréttir af ferðalaginu og sjá kindurnar. Þeir höfðu ekki séð sauðkindur í heilt ár, og þarna var nýi fjárstofninn að koma. Það var því engin furða þótt þá lang- aði til að sjá blessaðar skepnurnar og hvernig hann væri útlits þessi nýi fjárstofn. Mér er ekki um töf- ina og með góðu móti slæ ég botn í samtalið og læt bílinn aka á stað. Klukkan var orðin hálf ellefu þegar við höfðum losað bílinn hjá Skaftholtskofa á Harðabakka. Þá höfðu lömbin verið 14% klukku- stund í bílnum, þar af 12% klukkustund í akstri. En það sá ekki á þeim. Allt var í lagi. Og þá þakkaði ég guði í hjarta mínu fyr- ir það hve giftusamlega þessi för hefði tekizt. ÖNNIIR NORDURFÖR Morguninn eftir, laugardaginn 20. sept., vaknaði ég klukkan 5 alhress í huga og fann hvergi til þreytuverkja eftir ferðalagið. Ég hafði ákveðið að fara þrjár ferðir norður, en samferðamaðurinn tók dauft undir það í gærkvöldi að leggja á stað aftur. Hann þóttist dasaður og er þó maður á bezta aldri. Ég lofaði honum að sofa til klukkan 7. Komumst við svo á stað laust fyrir kl. 8. Á Selfossi lét ég smyrja bílinn og athuga hanri. Ýmsir, serri höfðu ótrú á honum og spáð illa fyrir okkur áð- ur, hrósúðu nú bílnum á hvert reipi og þótti hann hafa dugað vel. Segir nú ekki af för okkar fyr Cn við komum að Varmahlíð. Þá var svo áliðið að ég ákvað að fara ekki lengra, vildi ekki eiga það á hættu að þurfa að vekja upp á Akureyri. En snemma vorum við á fótum næsta dag. Talsverð hálka var á Öxnadalsheiði og þorðum við ekki annað en setja keðjur á bílinn fyrir ofan Bakkasel. Til Akureyrar vorum við komnir um miðjan morgun og hittum Guð- mund á Efri-Brú. Hafði hann þa hugsað sér að láta okkur ekki fara suður þann dag, og þótti mér vænt um, þar sem nú var sunnudagur, því að ég vil helzt halda sunnu- daga helga og hvílast þá eftir vel unnin vikuverk. Um klukkan 6 á mánudagsmorg- un vorum við komnir að réttun- um í Staðarey. Var þá enn eigi farið að birta, en nokkrir bílar voru komnir og sá fyrsti að leggja á stað. Urðum við því enn seinast- ir, en komumst þó 40 mínútum fyr á stað en áður. Við höfðum nesti með okkur og þurftum því hvergi að staðnæmast. Veður var gott, en vegurinn var mjög farinn að skemmast vegna vætu. Hafði ég tekið að mér að tala við vegaverkstjóra Skaga- fjarðar og jafnvel Húnvetninga líka og fá þá til að hefla veginn og fylla holur. Fór ég því í síma í Varmahlíð, en náði í hvorugan. Sendi ég svo skeyti til húnvetnska vegaverkstjórans, en mér var sagt að sá skagfirzki væri skammt frá veginum á leið minni og mundi ég geta náð í hann þar. Það reyndist rétt. Tók hann málaleitan minni vel og kvaðst þegar skyldu senda menn með bíla til að gera við veg- inn í Blönduhlíðinni, en veghefill sinn væri norður í Fljótum. Við állt þetta töfðumst við um hart- nær tvær klukkustundir. Hjá Stóra Ósi vorum við orðn- ir bensínlausir, höfðum því eytt jafn miklu þangað og okkur hafði dugað að Fornahvammi í fyrri ferðinni. Má bezt á því sjá hvað vegurinn hafði versnað og var nú þyngri en fyr. Næst fengum við bensín hjá Skarði í Lundarreykjadal. Þá var komið norðaustan rok og farið að skyggja. Nýi vegurinn yfir Uxa- hryggi var orðinn ójafn og erfið- ur. En alltaf var haldið áfram og ekki numið staðar fyrr en á Harðabakka. Höfðum við þá verið 15% klst. á leiðinni frá Staðarey. Allt hafði þó gengið vel eins og fyrri daginn og við skiluðum lömb- unum öllum óskemmdum og furð- anlega hressum. Sjálfur var ég ó- þreyttur, en fagnaði því þó að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.