Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 6
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS oo í Ijós að það voru eingöngu hrútar og stórar gimbrar, sem okkur var ætlað að flytja. Hinir bílstjórarnir höfðu valið úr minnstu lömbin, vegna þess að íleiri komust af þeim á bíl og flutningsgjald var miðað við höfðatölu. Lömbin voru alls 35 og þegar við höfðum kornið þeim fyrir á bílnum var kl. 6 (4 um kvöld. Var nú farið að dimma og komin stinn norðanátt með þoku og rigningu. — Drungaleg nótt fór í hönd og langur ljósatími. Ég var milli von- ar og ótta um það hvernig raf- hleðslan mundi ganga, því að sennilega var rafgeymirinn tómur. Við heldum vestur í Öxnadal. Allt virtist vera í lagi. Bíllinn hlóð allt að 20 með öllum venjulegum Ijósum og stóru ljóskeri á palli hjá gæzlumanni og lömbum. Nú var komið niðamyrkur og úr- felli og ekki girrlilegt að leggja á Öxnadalsheiði. Þegar upp úr daln- úm kom var þar slydda og sindr- uðu ljósin í henni eins og neista- llug svo að varla var hægt að sjá skil lofts og láðs. Samferðamað- urinn situr við stýrið. Hann er gætinn og öruggur ökumaður. Ég er aftur á palli og gæti lambanna. Hvað eftir annað tel ég hve mörg sé í hverri kró, til þess að vera öruggur um að ekkert þeirra hafi lagst og troðist undir. Það er hæfi- lega rúmt um þau. Sum sofa stand- andi, en önnur jórtra. Sumum líð- ur þó sýnilega hálfilla, því að þau þola misjafnt hristinginn á holótt- um vegi. Samt standa þau öll og hafa stuðning hvort af öðru. Ekk- ert bar á hósta í þeim, enda var gott loft í þessum bíl, ekki tjaldað yfir allan pallinn og grindur til hliða svo að loft lék þar undir. Ég tel nauðsynlegt í slíkum fjár- flutningum að svalt loft leiki alt- af um kindurnar, þá standa þær betur og er síður hætt við van- líðan- Við urðum að setja keðjur á bíl- inn fyrir ofan Bakkasel og urðum að fara ósköp hægt yfir heiðina vegna dimmviðris. Segir svo ekki annað af því ferðalagi en að sex klukkustundir vorum við á leið- inni til Blönduóss, í staðinn fyrir fjórar stundir í báðum hinum ferð- unum. Muggan og myrkrið hafði þannig tafið okkur um tvær stund- ir á þessum vegarkafla. Við ætluð- um að fá bensín á Stóra-Ósi, en þar var engan afgreiðslumann að finna og tafði þetta okkur nokk- uð/ Þarna var einnig fólksbíll frá Akureyri og ætlaði að fá bensín. Við ókum svo báðir að Laugar- bakka í Hrútafirði og vöktum þar upp. Afgreiðslumaðurinn segir þá við okkur: — Hafið þið heyrt um slysið, sem varð í gær? — Hvaða slys og hvar skeði það? spurði ég. — Það er sagt að maður hafi fallið af lambabíl í Norðurárdal og beðið bana, hefir sennilega lent á símavír. — Hvaða maður var það? spurði ég- — Talið var að það hefði verið aldraður bóndi úr Grímsnesi. Meira vissi maðurinn ekki. En það var nóg að frétta þetta. Það var rækileg viðvörun til okkar að fara varlega á þeim slóðum þar sem símalínur og rafmagnslínur liggja yfir veginn, því að yfirleitt eru þær allt of lágar fyrir nútíma flutninga. (Ég skal hér til dæmis skjóta því inn, að í fyrra var flutt 50 fermetra hús, einlyft með risi, frá Ósabakka að Selfossi. Það er 35 km leið eftir Skeiðavegi og Suð- urlandsvegi og á þeirri leið voru 28 hindranir af síma og rafleiðsl- um). Nú var þokunni létt fyrir nokkru og veður gott í Vestursýsl- unni, en nokkur kuldasaggi uppi á Holtavörðuheiði. Við ökum all- greitt og það er farið að birta a( 'degi þegar við komum niður í Norðurárdal. Birta og ylur hins upprennandi dags vekur allt nema Vigfús á Hreðavatni. Ég verð að vekja hann upp og tilkynna: „Allt í lagi“. Ekki gátum við fengið morgunkaffi þar, því að allir voru í svefni. Því er haldið áfram. Það er kominn yndæll haust- morgunn er við komum upp á Blá- skógaheiði. Þar er hrímblæja á bliknuðu lyngi og laufblöðum. Við ökum eins greitt og vegurinn leyf- ir. Þegar austur í Þingvallahraun- ið kom skein hin upprennandi sól beint framan á bílinn og blindaði mig í bili. Og þá varð mér hugs- að um það hvernig mundi fara ef maður sofnaði við stýri eða yrði bráðkvaddur, meðan bíllinn væri á fullri ferð. Ég þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda — vissi að 37 líf voru í veði ef eitthvert slys yrði. — Þegar að Selfossi kom talaði ég við Hjalta Gestsson, sagði honum frá ferðalaginu og að ég væri til- búinn að fara enn norður næsta dag. En hann sagði mér að það hefði verið ákveðið að stöðva alla þá bíla er hefði farið þrjár ferðir, og það bann bitnaði nú á mér fyrstum. Ferðin gekk vel að Harðabakka. Þar voru lömbin tekin af bílnum, öll lifandi og jafngóð að sjá eftir ferðavolkið. Kom ég svo heim kl. 12(4 og hafði þá verið á ferð í 18 stundir og lengst af í þoku og nátt- myrkri. En gott er heilum vagni heim að aka. Vegarmælir bílsins sýndi nú að hann hafði farið 2070 mílur í þess- um þremur ferðum, en það sam- svarar 3312 km.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.