Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 85 Varðstöð á landamærum Tyrklands off Rússlands. Ut um hliðið sér iuu i Rússland. hjá okkur. TÖtralegir, skeggjaðir fjárhirðar ráku á undau sér hópa af uxum og svörtum geitum eftir gotunum. Þetta var mjög ólíkt hinu fágaða lífi í Istanbul. Og hér var einnig allt með oðrum svip heldur en í Ankara þar sém eru nýtízku hús og fagrar götur. Hér var allt með fátæklegum brag, því að endur- reisnin, sem hófst 1920, heíur enn ekki háð til þesSa utkjálka. En hér eru sögurikir staðir. — Tvisvár sinnum á 75 árum tóku Rússar Erzerum herskildi, fyrst i strxðinu 1877 og síðan 1916, er Nikulás stórfurstí lét heri sína vaða irm í Tyrkland. Árið 1919 sátu bandamenn á ráð- stefnu í París og voru að hugsa um að taka Armeníu undan Tyrklandi og gera hana að sjálfstæðu ríki, og þá átti Erzerum að vera þar höfuðborgin, En þa hafði Mustafa Kemal (Ataturk) verið gerður að landstjóra í Erzerum. Þarna lengst inni í landi stóð honum ekki nein ógn af herskipum bandamanna, og hann hófst handa um að endurreisa Tyrkjaveldi. Hann stofnaði lýð- veldið og kom þjóðinni á nýtt menningarstig. Enn í dag er Erzerum hernaðar- miðstöð, eins og hún hefur verið um aldir. Á margra mílna svæði austan við borgina eru heræfinga- vellir og hermannaskálar. Eg sá tyrkneska hermenn vera að æfa sig í því að skjóta til marks á loft- belgi. Þeir vita, að ef Rússar gera árás, þá munu þeir senda fallhlífa- hersveitir. Þess vegna eru her- mennirnir sérstaklega æfðir til þess að taka á móti þeim. Allir tyrkneskir æskumenn eru herskyldir þegar þeir ná tvitugs aldri. Fábreyttan mat fá þeir og verða sjálfir að þjóna sér, en kaup- ið er ekki nema sem svarar 21 cent a mánuði- Þó sagði William H. Arnold yfirmaður hernaðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna í Tyrklandi að Tyrkir mundu vera beztu og hugrokkustu hermenn í heimi. Þeir rækja allar skyldur sínar með stakri samvizkusemi og af ást á landinu. Nú eru í Tyrklandi um 300 amerískir liðsforingjar, sem æfa þá í nýtízku hernaði. ★ Það er langt frá Erzerum til Kars og lándstjórinn nýi ók sjalíur jeppabílnum, sem við förum í. — B'yrstu 50 mílurnar var vegur góð- ur, en svo versnaði hann skyndi- lega, og var þá stundum greiðfær- ara að aka utan vegar heldur en eftir veginum sjallum. Hér lá leið- in yfir hrjóstrugt land, fcar s&m Þetta er viti, einn af mörgum á ianda- mærum Tyrklands. Það er um 100 feta hár stólpi vafinn þurru grasi. f ofurlitlu hólfi er steinolíuflaska. Ef Rússar ráðast inn í landið eiga verðir að helia olíu i grasið og kveikja í og þá berst hersagan langar leiðir á svipstundu. varla sést nokkurt tré. Nokkur beitarlond voru á hálsunum og bændabýli í dolunum. Eru þau með flötum torfþökum og steinum raðað á þau, svo að byljir rífi þau ekki af. En svo lá leiðm upp til fjalla, og þá brá mér í brún, því að þar í hlíðunum voru miklir furuskógar. í þessum furuskógum létu 30.000 Tyrkja líf sitt veturínn 1914—15. Sumir fellu í bardögum við Rússa, en aðra kol til bana. Þegar út úr skóginum kom sá út yfir dalitla lægð, eða sléttu og þar blasti við þorpið Sarikaniis. Þá vcrum við komnir til Karshér-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.