Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 10
M r LESBÓK MOROUNBLAÐSINS aðs. Sarikamis stendur í 7000 feta hæð yfir sjávarmál og þar eru vet- urnir álíka kaldir og í Síberíu. — Meðalhiti ársins á þessum stað, sem er á sama breiddarstigi og New York, er hinn sami og í Hammerfest í Noregi, sem er norð- an við heimskautsbaug. Sarikams er mjög lík öðrum tyrkneskum þorpum um þessar slóðir, en í Kars, höfuðborg fylkis- ins, eru breiðar götur og beinar, og hefur borgin á sér rússneskan svip, enda er það ekki undarlegt, því að hún var rússnesk um 43 ára skeið, eða frá 1878 til 1921. í miðri borginni er stórt torg og þar hefur sennilega staðið áður lík- neski einhvers rússneska keisar- ans, en nú stendur þar líkneski Atatúrks, frelsara Tyrklands. Eftir dalnum fellur Kars-áin og rennur í aðra stærri á, sem Arpa heitir og fellur norður í Kaspíahaf. Handan við ána er brattur háls og uppi á honum gnæfir heljar mikið vígi, sem Murad IH. lét reisa fyrir mörgum öldum, en það hefur nú enga hernaðar þýðingu lengur, nema sem varðstöð. Handan við það er sumarbústaður, sem Nikulás II., seinasti keisari Rússa, átti. — Stundaði hann þar veiðar á sumr- in. Skammt frá gripamarkaðs-torg- inu í Kars rakst ég á gamlan skraddara, sem heitir Navrus Imir. Sonur hans er í Kóreustríðinu. — Gamli maðurinn sat í vinnustofu sinni, og í sömu vinnustofu var líka rakari. Þeir deildu húspláss- inu. Ég spurði Navrus hvað hann mundi gera ef Rússar réðust inn í landið. — Ég fer á móti þeim, sagði hann. Ég á hest og ég skal verða fyrstur til þess að veita þeim við- nám. Hann hafði sórstaka ástæðu til þess að hata Rússa. Hann hafði átt heima í Rússlandi, en orðið að flýa þaðan undan kommúnistum. Skammt frá Kars rakst ég á Haci Altmer, ungan mann, sem var ný- kominn heim frá Kóreu. Hann hafði særzt 14 sinnum í orustum þar og hafði fengið bandarískt heiðursmerki fyrir vasklega fram- göngu. — Hvernig stóð á því, sagði ég, að þú, sem áttir heima hér rétt við rússnesku landamærin, skyldir gerast sjálfboðaliði í Kóreustyrj- öldinni? — Félagar mínir gerðust sjálf- boðaliðar, sagði hann. Og mér fannst líka að bezta ráðið til þess að verja heiniabyggð mína væri að stöðva framrás Rússa í Kóreu. Viku eftir að ég lagði á stað frá Ankara, var ég kominn til landa- mæranna og stóð þar í lítilli tyrk- neskri varðstöð um 300 metra frá Rússlandi. Þaðan voru ekki nema 325 mílur til olíunámanna hjá Baku — rúmlega klukkustundar flug fyrir hreyfla flugvólar en mikiu skemmra flug fyrir þrýstilofts flugvélar. Stór tyrkneskur her- maður, með brezkan hjálm á höf&i, stóð í varðturninum og horfði í sjónauka. — Hvað sjáið þér þarna fyrir handan? spurði ég. Hann rétti mér sjónaukann og ég beindi honum til landamær- anna. Fram undan var grasi gróin slétta, eða skarð, um fimm mílur á breidd, og var eins og hlið inn í Rússland. Til beggja handa voru ávalar hæðir sem skyggðu á Kák- asusfjöllin. Tyrkir höfðu sagt mér að Rússar hefði 26 herfylki á Kákasussvæð- inu, eða meira lið en Tyrkir hafa alls. Ég hafði búizt við því að sjá heilmiklar víggirðingar, en þar var ekki annað en gaddavírsgirðing þvert yfir skarðið og nokkrar rúss- neskar varðstöðvar. Enga hermenn var að sjá, enga byggð og engan mann. Þetta var dapurlegt og hrjóstugt land og þar er hvergi skjól fyrir vetrarstormunum, sem blása norðan af Kákasusfjöllum. — Landið er veðurbarið og hvergi sést tré. Þarna var allt kyrrt og hljótt, nema hvað fuglasöngur ómaði í lofti. Allt í einu heyrði ég dyn í hreyfli og er ég leit í áttina, sá ég hvar jarðýta kom veltandi niður eina brekkuna handan við landa- mærin. Mér kom þetta álíka undar- lega fyrir sjónir eins og ég hefði mætt úlfalda á götu í Connecticut. Ég spurði tyrkneska hermanninn hvort margar jarðýtur væri að verki þarna handan við landa- mærin. Hann brosti. — Varðsveit okkar hefur eftirlit með 35 mílna löngu svæði á landa- mærunum og þetta er eina jarð- ýtan, sem við höfum séð og hún er alltaf þarna beint á móti þess- um varðturni. Rússar hafa margsinnis gortað af því að þeir væri að breyta armenisku héruðunum, sem næst liggja Tyrklandi, í jarðneska para- dís með landbúnaðarvélum. Eng- inn hefur þó fengið að koma þang- að til að sjá þetta með eigin aug- um. Og Tyrkir eru sannfærðir um, að þessi jarðýta er höfð þarna að- eins til þess að sýnast. Ég gekk nú á fund liðsforingjans þarna og lagði ýmsar spurningar fyrir hann. — Koma margir flóttamenn hérna yfir landamærin? — Nei, ekki núorðið- Þeir komu áður, en fyrir tveimur árum skutu Rússar átta menn, sem voru að laumast yfir landamærin, og síðan hefur enginn þorað að hætta á það. — Hafa Rússar gert flugvelli við landamærin? — Já, að minnsta kosti einn stór- an flugvöll hjá Leninakan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.