Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [ 90 til Ísaíjarðar og þar var duflið gert óvirkt (21.) Sendiferðabíll rakst á símastaur hjá Engidal við Hafnarfjörð og skemmd- ist mikið. Auk bílstjórans var stúlka í bíLnum og skárust þau bæði á gler- brotum (23.) Þýzkur togari leitaði hafnar í Reykja- vík vegna áfalls, sem hann hafði orð- ið fyrir í hafi (31.) Átján ára piltur í Vestmannaeyum, sem var á leið til vinnu á vörubíl, féll af bilnum og beið bana (31.) l'INGRAFARA RANNSÓKNIR Innbrot var framið í búð Kaupfólags Fáskrúðsfjarðar og stolið þar sælgæti um 3000 kr. virði. Sýslumaður fékk sérfræðing frá lögreglunni í Reykjavik til að athuga fingraför þjófsins, og síðan voru tekin fingraför allra karl- manna í þorpinu (15.) Þá var framið innbrot í verslun í Sandgerði og fundust þar fingraför þjófsins. Sérfræðingur lögreglunnar í Reykjavík fór þangað og hafði upp á þjófnum (31.) LOFTSJÓNIR £ Skipverjar á togaranum Sólborgu, sem var að veiðum á Halanum, þótt- ! ust sjá ljósmerki í norðvestri. Var skipinu siglt í áttina, en kom þá að isrönd og komst ekki lengra (6.) Fólk á Hvallátrum sá Jjós, er líkt- ust neyðarmerki. Var skotið flugeld- um í landi og virtist þeim svarað. Fóru þá nokkur skip að leita og kom Sig- urfari fyrstur á vettvang. Sá hann Ijósinu bregða fyrir nær landi en hann var og sigldi þá beint á það. Rétt á eftir sá hann ljós dýpra og sneri þá i við, en það var siglingaljós. Daginn I eftir fór flugvél frá Keflavíkurflug- velli að leita og jafnframt leituðu mörg skip og eins var leitað meðfram sjó, en ekkert fannst, enda talið að • ckkert skip hafi verið á þessum slóð- um, er Jjósið sást (9.) í Ingólfsfirði sást furðuljós, tæplega eins stórt og tungl í fyllingu til að sjá. Horfðu menn á það í 8 mínútur, en þá hvarf það buk við fjall (13.) f' r L>I MENN OG MÁLEFNÍ John D. Greenway, sem verið hefir | sendiherra Breta hér, lét af því starfi f og kvaddi í útvarpi með ágætri ræðu ( á íslenzku. Eftirmaður hans verður f James THyne Henderson, sem verið hefir ræðismaður í Texas (31.) Einar H. Kvaran verkfræðingur, sem vcrið hefir hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins, gerðist tæknilegur ráðu- nautur hjá alþjóðastofnuninni FAO. Var hann sendur til Ceylon til að koma nýskipan á bátaflota eyar- skeggja og mun dveljast þar eitt ár (6.) Ásgrímur Jónsson málari var út- nefndur heiðursfélagi í sænsku akad- emíunni (6.) Guðmundur Halldórsson . sjómaður frá Bæ í Steingrímsfirði var sæmdur silfurmerki hins íslenzka lýðveldis fyr- ir frábæra aðstoð við björgun félaga sinrta þegar togarinn Vörður fórst 29. jan. 1950 (12.) Trúboðshjómn Felix Óláfsson og Kristin Guðleifsdottir fóru héðan til Englands og dveljast þar um hríð áður en þau halda suður til Etíópíu, þar sem þeim er ætlað að starfa. Var þeim haldið veglegt kveðjusamsæti áður í húsi KFUM (15.) Kristján Guðlaugsson Jögfræðingur Jét af ritstjórn „Vísis“ eftir að hafa gegnt því starfi í 16 ár (15.) Jónas Gíslason cand. theol. var kos- inn lögmætri kosningu prestur Víkur- safnaðar í Mýrdal (20.) Séra Jóhann Hannesson kom heim frá Kína (24.) Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri Jét af embætti 22. jan. og var enginn útvarpsstjóri til mánaðamóta, en þá var embættið veitt Vilhjálmi Þ. Gisla- syni skólastjóra (22.) Magnús Þorláksson, sem haft hefir næturvörzlu á langlinumiðstöðinni í Reykjavík 31 ár, lét nú af því starfi. Erik Bidstvd, danskur listdansari, sem fenginn var til þess að stjórna dansskóla Þjóðleikhússins, samdi ,,bal!et“ út áf lcvæði Jónasar Hall- grímssonar ,,Ég bið að heilsa“, og var hann sýndur í Þjóðleikhúsinu og fékk ágæta dóma. En á þriðju sýningu varð dansmeistarinn fyrir því óhappi að hásin slitnaði í fæti hans, er liann var i erfiðum dansi, og varð að flytja hann í sjúkrahús. Frekari sýningum var þá aflýst (21.) Tveir sænskir kvikmyndamenn, Arne Mattsson og Rune Lindström, komu hingað í þeim erindum að semja um fyrir hönd Nordisk Tonefilm að gera kvikmynd af Sölku Völku, skáld- sögu Kiljans, sem franskt félag ætlaði að kvikmynda í fyrra, en gafsl upp við (10.) Átthagaíélag Kjosarsýslu hefir látið taka kvikmynd af hverju býli í Kjós og fólki þar (19.) Stúdentafélag Suðurlands var stofn- að að Selfossi og nær til stúdenta i Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V- Skaftafellssýslu (9.) Norskur hershöfðingi, Bjarne Öcn, kom hingað til að ráðgast við- ríkis- stjórnina um ýmis atriði varðandi At- lantshafsbandalagið (8.) Verkfalli trésmiða í Rcykjavík, sem hófst 4. des., lauk 5. jan. AFMÆLI H/f Shcll átti 25 ára afmæli. í til- efni af því færði það Dvalarheimili aldraðra sjómanna 25 þús. kr. gjöf (15.) Slysavarnafélag íslands átti 25 ára afmæli. Það á nú 92 björgunarstöðvar víðsvegar um land. Þar af er 51 full- komin björgunarstöð með nýtízku björgunartækjum, 15 stöðvar 2. og 3. fl., og 26 skipbrotsmannaskýli. Á þess- um aldarfjórðungi hefir félagið bjarg- að 5251 manni úr lífsháska, þar af hefir 796 verið bjargað með björgun- artækjum félagsins (29.) SÉNINGAR Syning á 24 myndum eftir kunna franska málara var haldin í Listvina- salnum í Reykjavík (16.) Sýning var haldin í Kaupmannahöfn á 30 fornum íslenzkum handritum í áróðursskyni til þess að Danir verði ekki við óskum íslendinga um að af- henda handritin. I sýningarskránni var sagt að „handritin sé mesti fjársjóður Dana“ og án þeirra hefði Danir ekki getað verið sjálfstæð þjóð. Mörgum þykir þetta cinkennileg viðurkenning og .undarlegt hvernig hún er not- uð (18.) Nýtt blað hóf göngu sína og hcitir ,,Suðurland“. Ritstjóri Guðmundur Daníelsson rithöfundur. Blaðinu mun aðallega ætlað að ræða áhugamál hér- aðahna á Suðurlandi (12.) Til vegamála var vari(5 41 millj. kr. árið sem leið, þar af rúmlega 17 milij. til nýrra vega og brúa (21.) Hyljir í tjörninni. Unnið var að því að gera hylji á 4 stöðurri i tjörninni í Reykjavík, svo hægt sé að ná þar vatni ef bruna ber að höndum — ann- ars var tjörnin of grunn (24.) Bilasmiðjan i Reykjavík hefir smíð- að hús á strætisvagn, er þyktr fegiura

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.