Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS l: 110 hvernig seppi lét, og undruðust það ekki síður en eigandi hans. Aldrei hafði í manna minnum sézt eða fundizt kind í gljúfrinu, enda talið ófært með öllu. Er þeir komu fram á gilbarminn og tóku að htast um, komu þeir auga á kind langt niðri í berginu að austan- verðu,. beint niður af hundinum, sem alltaf gelti og hamaðist. Gátu þeir á engan hátt skilið hvernig kindin hefði komizt þetta, því að hengiflug var í knngum hana. Ekki var samt um að villast, þarna stóð kind á dálítilli sillu í berginu, og gat sig lítið hreyft. Tóku þeir nú að athuga allar aðstæður, en allir urðu þeir á eitt sáttir, að ómögu- legt væri að ná henni, það eitt gæti komið til mála að stytta eymdar- stundir hennar með skoti, og þó sýndist þeim, að slíkt gæti mis- heppnazt með öllu. Er þeir komu úr leitinni tilkynntu þeir fjallskiia- stjóra hvers þeir hefðu orðið a- skynja. Brá hann þegar við, og leitaði hófanna við menn að reyna að bjarga þessu við á einhvern hátt. Urðu undirtektir daufar, og vildu engir Ieggja sig í slíka för. Þótti fjallskilastjóra illa horfa- —k— Þcgar þctta gcrðist bjó ég í Hleiðargarði. — Kom íjallsktla- stjóri þar sem víðar og bar upp erindi sitt. Er hann liafði lýst öll- um aðstæðum, leizt mér þunglcga á slika för, en þótti þó slæmt að geta ekki leyst úr þessum vard- ræðum hans, þvi honum bar skylda til að gcra allt, sem unnt væri til að bjarga skepnunni. Gat ég ekki til þess hugsað að hún yrði þarna hungurmorða. án þess reynt væri með einhverjum hætti að koma henni til hjaipar. Á heimiiinu voru tveir þaulvanir klettamenn, sem oft höfðu sótt kmdur í. ógongur, þar æm aðrir hofðu fra snúið. Voru það þeir Jón ÓLafssaa .meðuAróðir minn, &em að vísu var tekinn að eldast, en þrautreyndur kletta og fjallgöngu- maður; hinn var uppeldisbróðir minn, Bjarni Pálsson, er síðar var beykir hjá Kaupfél. Eyfirðinga í mörg ár og andaðist á Akureyri 1945. — Hann var alkunnur kletta- maður, gætinn og hugrakkur. Báð- ir voru þeir hinir ágætustu skot- menn. Lauk svo tali mínu og fjall- skilastjóra, að ég lofaði ferðinni, ef hann gæti fengið þá Jón og Bjarna til að fara. Hitti hann þá að máti, og kom þar að lokum að þeir hétu ferðinni. Fórum við nú þegar að búa okk- ur til fararinnar. Bjarni átti byssu, sem var með afbrigðum góð; var hún bæði langdræg og harðskevtt, en framhlæða og haglabyssa’, því kúlurifflar voru þá í fárra hönd- um. Tók hann hana um kvöldið og hreinsaði rækilega. — Tvo nýa og langa kaðla tókum við til fararinn- ar og nýtt færi er til var. Lögðum við svo af stað snemma morguninn eftir. — Er við vorum að fara, datt Jóni í hug að taka með sér þvöru- staf er hann átti, en þeir stafir voru eins og venjulegir broddstafir, að öðru lcvti en því, að broddurinn var sleginn flatur og cggmyndaður. Tiðkuðust slíkir stafir fyrir og um aldamótin og reyndust vel, að höggva sér spor yfir lijarnfannir og svell í klettum og fiöllum. Var það Iieppni að honum datt þetta i hug, eins og síðar verður sagt. —-k— Segir nú ekki af ferð okkar fyrr en komið var fram í dalbötninn, en þangað mun um þriggja tíma x’eið- Menn þeir er höfðu orðið kindar- innar varir, höfðu. verið svo for- sjálir að lxlaða litlar vörður á gil- barmana, á vesturbanninn þar sern hasgt var að sjá til kindarinnar, og á austurbarmmn þar sem hún-var undir. Hiðum. við félagar fratn að \ estan — Hvassafellsdal. — til. að &já sem beát að&toðu. f uudmii við brátt vörðuna, og sáum þegar kindina. Við illu höfðum við búizt, en ekki eins og nú blasti við. Var færi svo langt til hennar, að þeim Jóni og Bjarna þótti það vonlaust með öllu að reyna að skjóta hana til bana. Athuguðum við nú allt sem bezt, og kom loks saman um að gera tilraun að komast niður að ánni í gljúfrinu, ef ske kynni að þar opnaðist einhver leið til að komast í sæmilegt skotfæri við kindina. Fórum við nú að klifra niður hamrana, og gekk sú ferð seint og illa. Þó komumst við nið- ur að ánni alla leið, en þar varð fyrir okkur torfæra, sem við höfð- um ekki tekið með'í reikninginn. Allt grjót við ána var svellað og hált sem gler, svo ekki varð iótað sig á því. Kom sér nú vel að hafa stafþvöruna; skófum við klakann og svellið af með henni, og mjök- uðumst þannig spölkorn áfram. — Sáum við ekki langt frá okkur, að mikið stórgrýti hafði hrunið úr hamraveggnum, og stóð það upp úr iðunni. Virtist það svo þétt, að komast mætti frá cinum steini til annars, nokkuð fram í ána, og máske alla leið yfir að eystri veggn -um. Taldi Bjarni að þaðan mætli máske skjóta kindina. Ekki cr auðvelt að lýsa svo vel só, hvernig öllu var háttað þarna, cn auðséð var aó cinhveru tíma, og af cinhverjum ástæðum, ef til vill í jarðskjálftakipp, hafði þarna hrunið juikiö úr hömnxnum niður í ána. Við hrunið hafði myndazt geil inn í bergið, en klettadrangar gengu fram beggja megin, og voru báðir bogmyndaðir, einkum annar þeirra. Þar \’ar sillan sem kindin stóð á, en vegna þess að drangarnír voru sveigmyndaðxr, sá illa upp í geilina. Þumlunguðumst \dð áfrain meðíram ánni. þar tiL við komum að þessari halígerðu stembru. Hugðist rm Bjarni, sem engm sfccxunrtxU &áu&t á, að.yeyna að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.