Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 3
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 111 stikla á steinunum yfir. Var þetta hin mesta glæfraför, grjót allt svellað og flughált, en bráður bani búinn ef hanmmissti fótfestu og fell í ána. Löttum við Jón hann, en ekki tjáði það- Batt Bjarni byss- una á bak sér, þreif þvörustafinn og tók að skafa af fyrsta steininum fram í ánni. — Ekki höfðum við haft neinn vað með okkur niður í gilið til að setja á Bjarna til að draga hann upp, ef hann hefði fall- ið í ána, enda hefði slíkt líklega orðið til lítils gagns; snarstreng- urinn hefði þegar tekið hann og kastað honum á hamravegginn eða stórgrýtið, sem þarna er alls staðar fyrir neðan. Bjarna gekk allvel að skafa gler- unginn af steinunum og fóta sig á þeim, og var kominn drjúgan spöl áleiðis. en þá gerðist nokkuð óvænt, sem sýndi okkur, að út í ófæru var stefnt. Allt í einu heyrðist hark uppi í hömrunum, og skæðadrífa af lausagrjóti þeyttist niður geil- ina, og skall niður í ána skammt fyrir framan Bjarna. Ef hann hefði verið kominn litlu lengra, var auð- sjáanlegt að hann hefði orðið fyrir grjótfluginu, og líklega beðið' bana samstundis. Var það ætlun dkkar, að kindin upp á sillunni hefði orðið hans vör og tekið að hreyfa sig eitt- hvað, cn lausagrjót ruðst undan fótum hennar fram af skcið þcirri cr hún stóð á. Er Bjarni fekk þessa dembu nær því á sig, sneri hann við 9g komst klaklaust til okkar aftur. —#— Þótti okkur nú.sýnt, að hér niðri í gljúfrinu.yrði ckkcrt gert, sení að gagni mætti vcrða. Snerum við þ\u' við sönni leið og við höfðum farið, og komumst heilu og höldnu upp úr gilinu. Tókum við hcsta okkar og hcldum út fyrir gljúfrið, og fram.með því að austan, þar til við konrom þangað er við vissum að kindin var ustlir. — Settumst við þar og ræddum málið. Kom okkur saman um, að ekki væru nema tveir kostir fyrir hendi; annar sá, að snúa frá við svo búið, og þótti engum okkar það góð úrræði, hinn var sá að síga niður, en á því var sá hængur, að enginn okkar hafði nokkuru sinni séð bjargsig, og viss- um þess vegna ekki hvern útbúnað þurfti til þeirra hluta. Bjarni vildi óvægur síga í bjarg- ið. — Sagðist hann þó áður vilja fara svo tæpt á bjargbrúnina, sem möguiegt væri og athuga hvort ekki mætti þaðan skjóta kindina. Fellumst við Jón á þetta. Tókum við báða kaðlana, og bundum enda þeirra við jarðfastan stein, sem svo heppilega vildi til að var þarna skammt frá gilbarminum. Síðan bundum við annan kaðalinn undir hendur Bjarna, og höfðum stög líkt og axlabönd yfir axlir hans. Man ég nú ekki glögglega hvern útbúnað við höfðum á þessu, en líklega hefur hann verið af mikilli vankunnáttu. Tók nú Bjarni byssu sína, en við Jón lögðumst á bakið ofan við steininn og heldum í kað- alinn, sem festur var við Bjarna. Var steinninn hin ákjósanlegasta viðspyrna- Bjarni lagði svo á stað til að skyggnast niður í hamrana, og sáum við að hann fór alveg fram á brún. Vorum við viðbúnir ef hann skyldi missa íótfestu og hrapa niður. Svo varð þó ekki, og' kom hann til okkar eftir litía stund. — Hafði hann þær fréttir að færa, að séð hefði hann til kindarinnar, fyr- ir jteðan sig, cn enginn kostur rnundi að koma banaskoti á hana. Greip lrahn nú liinn kaðalinn, setti lykkjit á cnda lians og bjó rammlega um, gckk síðan aftur fram á gilbannhm og renncli hon- um niöur til kindarinnar. — Að siðustu tók hann færið, batt öðrum enda þess ura iætur okkar, þat sem við lágum og spypntum. í steminn. Var gert avo rað fyrir, að þegar víð skyldum hætta að láta kaðalinn síga niður kippti hann einu sinni í færið, en tvisvar aftur ef upp skyldi draga. Að lokum tók hann þvörustafinn með sér, og kvaðst mundi reyna að nota hann til að taka af sér sveiflur, sem ef til viil kæmu á sig í siginu. Er hann l:om fram á klettabrúnina kastaði b?mn færinu niður, settist á brúninr. og mjakaði sér fram af. Ekki leið okkur Jóni vel mcðan þetta fór íram, en nú varð að duga vel, ef ekki átti illa að fara. Létum við káðalinn síga hægt og hægt, en ekki var það auðvelt fyrir okkur tvo. Leið svo nokkur stund, en þá heyrðum við allt í einu að kindin jarmaði hátt. — Vissum við ckki hverju slíkt sætti, en töldum þó, að líklega væri Bjarni farinn að nálg- ast hana. Jafnframt heyrðum við að grjót fór að hiynja niður í ána. Fór ónota hroilur um okkur félaga við það, en samt heldum við áíram að láta kaðalinn síga. Leið nú enn stund, en þá íund- um við allt í einu að kippt var í færið, sem bundið var um fætur okkar, en það var merki þess að nú skyldum við liætta að láta kað- alinn síga. Lcið svo enn stund, cn þá var kippt tvisvar í færið. Þá þóttumst við vita, að nú vildi Bjarni komast upp, hvernig sem íerðin hefði lánazt. Færðumst við Jón nú þaukana og tókum að draga ai' öllum kröftum; var það erfitt, en smátt og smátt þokaðist kaðall- inn upp af gljúfurbarminum, og mikil var gleði okkar, er við eítir mikið strát og átök sáum kollinum á félaga okkar skjóta upp fyrir bjargbrúnina. Þegar Bjarni kom til okkar, ?Tar liann hinn hressasti, og sagði aö nú væri allt í bezta lagi- Þegar hann lrefði komið niður undir silluna, hefði vesahngs skepnan nsið upp I’ramh. a bls. 122

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.