Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 6
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sa'nnleikuiinn um hinar FLJÚGAND! VEÐRIÐ var bjart og heiður him- inn hvelfdist yfir grænum grund- um Kentucky. Hátt yfir Godman- flugvellinum hjá Fox-vígi voru „P-51“ hernaðar flugvélar á æf- ingu, undir stjórn Thomas F. Man- tell kapteins og stóðu í stöðugu tal- sambandi við llugturn vailarins. Klukkan nákvæmlega 2,45 þagn- aði Mantell skyndilega. Quinton Blackwell liðþjálfi, sem var á verði í flugturninum, kallaði þá í sím- ann: „Hvað er þetta? Er nokkuð að?“ „Nei, það er ekkert að“, svaraði Mantell þá, „en það er eitthvað hér framundan. Ef til vill er það ekki annað en ljósbrot“. Einn af liðsforingjunum í turn- inum, J. F. Dassler kapteinn, greip þá fram í: „Geturðu lýst því, Man- tell?“ „Nei, ekki vel. Það er eins og það sé úr málmi“. Og rétt á eftir hrópaði hann: „Jú, það er úr málmi og gljáir á það- Þetta er stórkostlegt. Ég er nú í 15.000 feta hæð og það er rétt yfir mér.“ „Nú fjarlægist það mig upp í loftið og fer með hér um bil 350 mílna hraða,“ sagði Mantell svo. „Ég ætla að elta það og .fer upp í 20.000 feta hæð, ef nauðsyn krefur.“ Mennirnir í flugturninum stóðu á öndinni og enginn þeirra mælti orð. Svo heyrðist enn rödd .Man- tells: „Ég ætla að reyna að komast KRINGLUR að því hvað þetta er. — Ég elti það.... “ Þetta voru seinustu orð hans. Um sama leyti hafði bóndakona nokkur horft á flugvél Mantells hvernig hún geistist áfram, en „sundraðist svo“, eins og hún komst að orði. Það var eins og eitthvert yfirnátt- úrlegt vald hefði molað flugvélina með einu höggi----------- ** Nokkrum mánuðum seinna voru tveir flugmenn „Eastern Airlines“, C. S. Chiles kapteinn og John B. Whitted siglingafræðingur, á flugi yfir borginni Mobile í Alabama. Þá sáu þeir „vænglausa flugvél“, sem var allt að því helmingi stærri en flugvél þeirra, „B-29“. Flugtæki þetta kom æðandi beint á móti þeim með eitthvað 500 mílna hraða. Á því virtist vera kúptur klefi með gluggum og út um glugg- ana lagði birtu eins og af „fluores- cent“-ljósi. Þeir sáu enga menn í klefanum. Flugmennirnir furðuðu sig mjög á þessu og voru að tala um sín á milli hvað þetta gæti verið- En í sömu svifum var engu líkara en að hið ókennda flugtæki hefði orð- ið vart við þá og vildi komast hiá árekstri, því að það geistist með óskiljanlegum hraða beint upp í loftið og hvarf þar í skýi. En svo stóð mikil stroka af því, að flug- vélin skalf og nötraði er hún fór í gegnum loftsveiflurnar. Um sama leyti sáu menn skammt frá Macon í Kaliforníu loítsjón, sem líktist mjög því er flugmenn- irnir höfðu séð, og geistist þetta flugtæki áfram með álíka hraða og stóð eins og logavöndur aftur af því. ♦ ** Og nú kemur merkilegasta sag- an, um 27 mínútna eltingaleik við eina af þessum furðuvélum. Sá, sem atti í höggi við hana var George F. Gorman liðsforingi, sem var á æfingaflugi á „F-51“ þrýsti- loftsflugvél. Gorman var í þann veginn að lenda hjá Fargo í Norður-Dakota. Þá sá hann skyndilega eitthvert furðuljós á lofti. Gorman lokaði augunum um stund, en er hann leit upp aftur, sá hann þessa sömu sjón, einhvern hvítan og mjög skín- andi hlut og var sem leiftraði um útjaðra hans. Þetta var ekki ólíkt því flugfari er þeir Chiles og Whit- ted höfðu séð, nema hvað það varð ýmist bjartara eða dimmra og að það virtist vera kyrrt í lausu loíti. Og nú er bezt að láta Gorman sjálfan segja frá: „Þegar ég nálgaðist hætti það að blossa og birtan varð stöðug. Svo þaut það til vinstri og flaug upp á við. Ég elti það, en gat ekki náð því. Svo var það skyndilega, er við vor- um í 7000 feta hæð, að það sneri til hægri og kom beint á móti mér. Þegar við vorum við það að rek- ast á, tók ég skyndilega dýfu og þetta bjarta ljós geistist yfir mig í eitthvað 500 feta fjarlægð.“ Gorman veitti því enn eftirför og elti það allt upp í 14.000 feta hæð- Flaug hann nú með 400 mílna hraða, en ekki • dró saman. Eftir nokkra stund sneri það enn við og stefndi beint á Gorman. Sá hann þá ekki annað fangaráð en taka nýa dýfu. Og er hann hafði rétt flugvél sína við aftur og fór að skyggnast eftir hinu ókunna GREIN þessi birtist í febrúarhefti „Magazine Digest“ og er eftir mann, sem Serge Fleigers heitir. Hér eru þær fyllstu upplýsingar, sem hægt er að fá um hinar „fljúgandi kringlur", og vegna þess hve mikið hefur verið um þær talað hér á landi, þykir rétt að birta greinina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.