Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 7
'■ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 115 loftfari, var það að hverfa í fjarska. Engan vélaþyt heyrði hann í því og sá ekki heldur neinn útblásturs- mökk--------- Þetta eru þrjár öruggustu frá- sagnirnar um hinar fljúgandi kringlur. Eru nú fjögur ár síðan þetta gerðist, en sumt í þessum frásögnum hefur ekki verið birt fyr en alveg nýlega. — Það voru reyndir og áreiðanlegir menn, sem þarna komu við sögu, menn sem þekktu flest ljósafyrirbæri í lofti. Frásagnir þeitra eru enn merki- legri þess vegna. En upp úr þessu greip um sig sú veiki, sem nefnd hefur verið „sauc- eritis“ og hefur valdið því, að fjöldi manna um allan heim, ^allt frá Svíþjóð austur í Kóreu, hefur þótzt sjá óteljandi fljúgandi kringl- ur á lofti. Mest kvað þó að þessu í Bandaríkjunum. í Kaliforníu sáu menn hóp af þessum kringlum á flugi yfir Kyrrahafi. Texas-búar hafa séð stærstu kringlurnar, og er það að vonum, því að allt er mest hjá þeim. Kenneth Arnold lagði eið út á það að hann hefði séð „sjálfsagt fimm mílna langa runu af hinum fljúgandi kringlum“ inn á milli fjallanna hjá Rainer í Washington- fylki. (Það var þessi Arnold, sem fann upp nafnið „fljúgandi disk- ar“). Blöðin voru full af kynjasögum um alls konar loftsjónir, og til- kynningar streymdu hvaðanæva til herstjórnarinnar og flugmálastjórn -arinnar um alla vega flugtæki, sem sézt hefði á lofti. Flestar þess- ar sýnir reyndust hafa verið flug- belgir, ljós á flugvélum, ljósaend- urkast í skýum, eða þá stjarnan Venus, þegar farið var að rann- saka þetta. En til slíkrar rannsókn- ar valdi flugmálaráðuneytið sér- staka nefnd, sem nefnist „Opera- tion Saucer“. Enn streyma tilkynningar að þessari nefnd og blöðunum. Stund- um hafa þær við eitthvað að styðj- ast, en oftast er um tóma ímyndun að ræða- Sumir hafa gert sér leik að því að ljúga upp slíkum sögum. Maður að nafni Frank Scully og tveir kumpánar hans, þóttust hafa séð fljúgandi kringlu falla til jarð- ar og hafa náð brotum úr henni. Scully skrifaði svo bók um fljúg- andi kringlur og græddi vel á henni. En brotin úr kringlunni reyndust vera venjulegt alumin- íum og þeir félagar svikarar. Ann- ar maður, Ed. Sullivan að nafni, stofnaði „rannsóknarnefnd leik- manna“ til þess að komast fyrir um hvað hinar fljúgandi kringlur væri. Stofnaði hann svo tímarit til þess að útbreiða þekkinguna og græddi vel á því vegna þess að fólk var sólgið í að kaupa það. Sjálfur þótt- ist Sullivan hafa séð fljúgandi kringlur, og þegar hann átti að gera frekari grein fyrir því, vísaði hann til manns, er Victor Black heitir, að hann hefði séð þær líka. En Black neitaði algerlega og kvað þetta allt uppspuna úr Sullivan. Þannig reyndu menn að auðga sig á trúgirni fjöldans. Til þess að fá sem greinilegastar og áreiðanlegastar sagnir af þess- um fyrirbærum, sneri ég mér til höfuðstöðva flughersins í Was- hington, og fekk þar upplýsingar hjá John A. Sanford major general, sem er manna kunnugastur öllu þessu, því að hann er formaður rannsóknarnefndarinnar. Hann var mjög hreinskilinn. Hann sagði meðal annars: „Flugherinn hefur aldrei haldið að sögurnar um hinar fljúgandi kringlur væri uppspuni einn, er stafaði af hjátrú. Slíkt næði ekki neinni átt. En nákvæm rannsókn hefur sýnt, að um 80% af þessum furðusýnum eiga sér eðlilegar or- sakir“. En þá er fimmti hlutinn enn eft- ir. Og er ég spurði hann hvort nokkur líkindi væri til þess að hér væri um að ræða flugför utan úr geimnum, svaraði hanþ: „Mennirnir þekkja alheiminn enn svo lítið, að það væri fásinna að fullyrða að ekki geti verið til á öðrum stjörnum mannverur, er hafa aflað sér svo mikillar þekk- ingar, að þær geti heimsótt oss. En ég skal taka skýrt fram, að rann- sóknarnefndin heíur enn eigi nein- ar fullgildar sannanir fyrir því, að um slíkar heimsóknir sé að ræða. Og ég skal einnig taka fram, að allar athuganir og rannsóknir benda til þess, að Bandaríkjunum sé ekki nein hætta búin af þessum óþekktu geimförum “ Hann sagði mér, að meðal ann- arra ráðstafana, sem rannsóknar- nefndin hefði gert, væri að senda sérstaklega útbúnar myndavélar til allra stöðva flughersins. Þessar vélar ætti að geta náð myndum af öllum fyrirbærum í lofti og sýna jafnframt hvers eðlis þau sé. Jafn- framt er svo lagt fyrir að vörður sé haldinn nótt og dag við allar stjörnusjár í landinu og haft eftir- lit með því hvort nokkur nýung sjáist á lofti. „Það er skoðun mín,“ sagði her- foringinn enn fremur, „og það er skoðun flugmálastjórnarinnar, að fyrir fjölda áreiðanlegra manna hafi borið óskiljanlegar sýnir“. Þessi er þá sannleikurinn um hinar fljúgandi kringlur, eins og málið horfir við í dag. Það hefur enn eigi fundizt eðlileg skýring á fimmta hluta fyrirbæranna. „Vér vonum, að þegar fram í sækir verði allt þetta skiljanlegt,“ sagði herforinginn að lokum. En það er meira að frétta en Frh. á bls. 122

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.