Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Aðalbygging ríkisháskólans, þar sem kennsla fer fram í tungumálum, bók- menntum og mörgum greinum visindanna, og kennarar i þeim fræðum hafa bækistöð sina. ugt fært út kvíarnar með aukinni margbreytni í námsgreinum og bætt við sig á siðari árum heilum fræðideildum. — Auk víðtækrar kennslu í tungumálum, fornum og nýum, sambærilegum bókmennt rum, og öllum helztu vísindagrein- um, eru þessir sérskólar innan vé- banda hans: Kennaraskóli, verk- fræðiskóli (að námuverkfræði meðtalinni), lagaskóli, læknaskóli, verslunarskóli og hjúkrunarfræða- deild; eins og almennt er um hin? stærri háskóla í Bandaríkjunum. er einnig í Ríkisháskólanum í Norð- ur-Ðakota, sérstök kénnsludeild fyrir þá stúdenta, sem framhalds- nám stunda (nám til meistara- og doktórsprófs) í ýmsum greinum („Graduate Dívision“), og Bréfa- skóli, þar sem fjöldi námsgreina eru kenndar, og hefur hann nem- endur um land allt, og enn víðar. Læknaskólinn hefur á síðustu ár- um Verið £efður að miðstoð þeirra fræða í rikihu með sérstoku fjár- framlagi, og því drjúgum vaxið fiskur um hiygg. ÍVÍa sviþað ségja um jarðfraéðideild haskólans, og uffi úirbúíraeðideildina, síða^ Norður-Dakota varð eitt af olíu- ríkjum landsins, og er sú fram- leiðsla þó enn sem komið er tiltölu- lega skammt á veg komin, enda stutt síðan hún hófst, en færist óð- fluga í aukana. Lagaskólinn, þar sem margir stúdentar Ríkisháskólinn nýtur mikils álits og sækja hann stúdentar frá mörg- um löndum, þó að allur þorri þeirra komi að vonum úr heimaríki hans og annars staðar úr Bandaríkjun- urn. Hafa nemendur hans yfirleitt getið sér ágætt orð, skipað og skipa virðingar- og ábyrgðarstöður eigi aðeins í Norður-Dakota, heldur einnig víða út um landið, enda margir víðkunnir á starfssviði sínu, og hafa með þeim hætti aukið á hróður háskóla síns og verið hon- um bezta auglýsingin út á við, því að ekki á það sízt við um skólana, að þeir þekkjast af ávöxtum sín- um. Ríkisháskólinn í Norður-Dakota hefur átt og á enn ágætu kennara- liði á að skipa, forsetar hans hafa einnig verið hæfileikamenn og starfi sínu vaxnir. Núverandi for- seti háskólans, dr. John C. West, sem skipað hefur þann sess undan- farin 20 ár, nýtur almenns trausts og vinsælda. Vér íslendingar meg- um einnig minnast hans fyrir _híý- af íslenzkum aattum hafa stundað nám.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.