Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 10
LESBÓR MORGUNBLAÐSINS na hug hans í vorn garð, sem fram heiur komið í vinsamlegum og höfð -inglegum viðtökum góðra gesta frá íslandi, og með mörgum öðr- um hætti, enda var hann í viður- kenningar skyni fyrir þann góðhug sinn hjörinn heiðursfélagi í Þjóð- ræknisfélagi íslendinga í Vestur- heimi fyrir nokkrum árum, og cr einn af mjög fáum erlendum mönimm, sem sá sómi hefur verið sýndur. Ýn.sir íslendingar hafa í liðinni tíð kennt við Ríkisháskólann, með- al þcirra íslenzkir lögfræðingar og læknar búsettir í Grand Forks, þar sem háskólinn er í sveit settur, eins og kunnugt er. Sveinbjörn John- son, sem síðar verður getið, flutti t. d. á lögfræðingsárum sínum þar í borg fyrirlestra um stjórnfræði og lögfræði í lagaskólanum á árun- um 1913—1921, og Guðmundur Thorgrimsen læknir í Grand Forks hefur á síðari árum flutt fyrir- lestra við læknaskólann. Þessir íslendingar hafa verið fastakennarar í Ríkisháskólanum í seinni tíð: Bjöm Björnsson blaða- maður, er kenndi þar blaða- mennsku um skeið; Thomas Thor- leifson (nú látinn), er um allmörg ár var kennari í verslunarfræði; ekkja hans, Margrét Thorleifson, sem kennir í leikfimisdeild kvenna; og loks dr. Richard Beck, sem verið hefur prófessor í Norður- landamálum og bókmenntum og forseti þeirrar háskóladeildar sam- flevtt síðan haustið 1929- Átti norrænudeild háskólans 60 ára afmæli í fyrra haust, og var starfs hennar þá getið í íslenzkum blöðum beggja megin hafsins; verður saga hennar því eigi rakin hér á ný. Samt skal það endur- tekið, að jafnframt því að mest áherzla er lögð á kennslu í norskri tungu og norskum bókmenntum, vegna þess, að allur þorri nemend- anna er af norskum ættum, er ís- lenzka einnig kennd þar og fyrir- lestrar fluttir um íslenzkar bók- menntir samhliða bókmenntum hinna Norðurlandaþjóðanna. Og á liðnum 60 árum síðan deildin hóf starfsemi sína, er það hreint ekki orðinn lítill hópur námsfólks af ís- lenzkum ættum, sem lagt hefur þar einhverja stund á tungu feðra sinna. Jafnhliða norskunni er ís- lenzka einnig kennd í Bréfaskóla háskólans; mun hann vera eini há- skóli í Bandaríkjunum, sem slíka fræðslu veitir, og hafa eigi allfáir fært sér hana í nyt, meðal þeirra ýmsir, sem ekki eru af íslenzkum stofni. Ríkisháskólinn á allstórt íslenzkt bókasafn, einkum frá 19. öldinni og fram á þá 20., en takmörkuð fjár- ráð hafa torveldað kaup nýrra ís- lenzkra rita stórum meir en æski- legt hefði verið. Skylt er að geta þess, að það voru íslenzkir háskóla- stúdentar, sem áttu frumkvæðið að stofnun hins íslenzka bókasafns laust eftir aldamótin. Frá því á allra fyrstu árum Ríkis- háskólans hefur ungt fólk af ís- lenzkum stofni stundað þar nám, enda er meginbyggð íslendinga í Pembinahéraði í Norður-Dakota tiltölulega stutta vegalengd frá Grand Forks. Framan af árum voru íslenzkir nemendur svo fjölmennir í háskólanum, að þeir höfðu með sér Stúdentafélag, og gekkst það fyrir stofnun íslenzka bókasafns- ins, eins og fyrr er vikið að. Enn er í háskólanum nokkur hópur íslenzk-ættaðra stúdenta, eins og verið hefur jafnan síðan hann hóf starf sitt, þó að þeir dreifist nú meir en áður var, því að margt námsfólk úr íslenzku byggðinni sækir, að vonum, Landbúnaðar- háskóla ríkisins í Fargo, Norður- Dakota. Hitt má fullyrða, að ekki fjarri 300 stúdentar af íslenzkum ættum hafi stundað nám í Ríkis- háskólanum, og hafa þeir yfirleitt getið sér hinn bezta orðstír og orð- ið ættjörð sinni og ættþjóð til sóma. Einari Páli Jónssyni skáldi og ritstjóra Lögbergs fórust meðal annars þannig orð í ritstjórnar- grein um 60 ára afmæli Norður- landamála- og bókmenntadeildar háskólans: „Ríkisháskólinn í North Dakota kemur mjög við þróunar- sögu íslendinga vestan hafs og hef- ur brautskráð ýmsa okkar lærð- ustu og beztu menn, er sett hafa varanlega svip á félagsmúlastarf- semi okkar; við eigum því á- minnstri menntastofnun djúpa þakkarskuld að gjalda og þá ekki hvað sízt vegna ræktarsemi hennar við menningarverðmæti hins nor- ræna anda, og fer þá að vonum, að blóðið rennur til skyldunnar.“ Þetta er vel mælt og drengilega, og jafnframt réttilega, því að eins og löngu er vitað, eru í hópi þeirra íslendinga, sem nám hafa stundað í Ríkisháskólanum í Norður-Da- kota, margir þeir landar vorir, sem hæst hafa borið merki íslenzks manndóms vestan hafs og þá jafn- framt varpað ljóma á þjóðstofn sinn. Má þar fyrstan telja hinn lang víðkunnasta þeirra allra, dr. Vilhjálm Stefónsson, hinn heims- fræga landkönnuð og rithöfund; því næst þá mikilsvirtu og kunnu lögfræðinga, prófessor Sveinbjörn Johnson, fyrrum dómsmálaráð- herra og hæstaréttardómara í Norður-Dakota, Guðmund Gríms- son, núverandi hæstaréttardómara þar í ríkinu, Hjálmar A. Bergman, fyrrum yfirréttardómara í Mani- toba, Níels (Nels) Johnson, fyrrv. dómsmálaráðherra í Norður-Da- kota, Barða Skúlason, lögfræðing og ræðismann íslands í Portland í Oregonríki, og úr flokki kennara og menntamanna, dr. Albert F. Árnason, fræðslumálastjóra æðri skóla í Norður-Dakota- Þrjá hinna fyrstnefndu, þá dr. Stefánsson,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.