Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 11
119 C_ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS prófessor Johnson og Grímson dómara hefur háskólinn sæmt heiðursdoktors nafnbót. Hafa að ofan þó aðeins verið nefndir nokkrir hinna kunnustu úr hópnum, en auk þeirra eru margir aðrir íslendingar, sem brautskráðir hafa verið af Ríkisháskólanum, sem skipað hafa og skipa opinber- ar ábyrgðarstöður, lögfræðingar, læknar og kennarar, karlar og kon- ur, þó eigi verði nöfn þeirra talin að þessu sinni, enda er þá hætt við, að einhver verðugur yrði út- undan, því að um svo fjölmennan flokk er þar að ræða. Eitt er víst, að þeir stúdentar af íslenzkum ættum, sem stundað hafa nám í Ríkisháskólanum í Norður-Dakota, hafa, þegar út í starfslífið kom, staðið sig vel á vettvanginum vestur þar, „með al- þjóð fyrir keppinaut“, eins og Stephan G. orðaði það, og hitti, sem oftar, vel í mark. Þeir hafa sannað það í verki, að Örn skáld Arnarson fór ekki með neitt fleip- ur, fremur en hans var von og vísa, er hann fór þessum orðum um Vestur-íslendinga í stórbrotnu kvæði sínu til skáldbróður síns Guttorms J. Guttormssonar: „Þeir sýndu það svart á hvítu, með sönnun, er stendur gild, að ætt vor stóð engum að baki í atgervi, drengskap og snilld." Undanfarin ár stunduðu einnig þessir heimaaldir íslenzkir stúdent- ar nám í Ríkisháskólanum, en eru nú horfnir aftur heim til ættjarðar- stranda: Frú Ása Jónsdóttir, upp- eldisfræðingur, Ósvald Wathne, starfsmaður hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, Þorsteinn Thorsteins- son verkfræðingur og Páll Beck blaðamaður. öll búsett í Reykjavík. Ríkisháskólinn hefur einnig á síðari árum átt mörgum góðum gestum að fagna frá íslandi, á síð- ustu árum meðal annarra, þeim Hin nýja bygging verkfræðiskólans herra Sigurgeir Sigurðssyni, bisk- upi Islands, dr. Alexander Jóhann- essyni, rektor Háskóla íslands, Pálma Hannessyni, rektor Mennta- skólans í Reykjavík, og Þórarni Björnssyni, skólameistara á Akur- eyri. Hafa þeir með komu sinni, erindaflutningi í háskólanum, og framkomu allri, treyst vináttu- böndin milli íslands og háskólans. Vanþakklátt væri einnig að geta þess eigi hér, þó að þess hafi vitan- lega verið margoft getið, að Ríkis- háskólinn sæmdi Sigurgeir biskup heiðursdoktors nafnbót i humanist- iskum fræðum, og hafa aðeins tveir aðrir Norðurálfumenn, Ólaf- ur ríkiserfingi Norðmanna, og dr. C. J. Hambro, fyrrv. stórþingsfor- seti þeirra, hlotið slíka sæmd af hálfu háskólans. Ekki er það því ofmælt, sem sagt var nær byrjun þessa imáls, að Ríkisháskólinn í Norður-Dakota er tengdur íslandi fjölþættum bönd- um; námsfólk af íslenzkum ættum hefur þar mörg afrek unnið, sem orpið hafa bjarma á ættland þeirra; er svo enn og mun framvegis verða; nokkur rækt mun þar einnig um langa hríð verða lögð við varð- veizlu norrænna menningarverð- mæta, tungu, sögu og bókmennta, og hinn íslenzki þáttur þeirra einn- ig eiga sér þar griðastað; og síðast en ekki sízt þetta: íslendingar, sem þangað leggja leið sína, munu þar jafnan eiga vinum að mæta, og ber allt þetta bæði að meta og þakka. HINN nafnkunni brezki stjórnmála- maður, Disraeli, var Gyðingur. Þegar hann lagði fyrir þingið frumvarp um fjárveitingu til þess að gera Súez- skurðinn, þá var Gladstone því and- vígur og sagði meðal annars í ræðu í neðri deildinni, að í Súez-héraði þrif- ust ekki aðrir en Gyðingar og asnar. „Það er þá ákjósanlegasta landið fyrir mig og þig,“ sagði Disraeli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.