Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 13
'LESBÓK MORGUNRLAÐSINS ^ 1221 ^ Kynþáita takmörk Bæði vísindamenn og almenn- ingur skifta mönnum í kynþáttu eftir hinum helztu einkennum og skeyta ekki um smærri mismun. En samt er hængur á þessu. Það, sem þú telur smámuni, finnst öðr- um vera áberandi einkenni. Og eins og vér höfum fyr getið, þá hafa sumir vísindamenn skiít mannkyn- inu í marga flokka, en aðrir í fáa flokka og sumir jafnvel í tvo flokka. En slíkt er með öllu gagns- laust. Það er hégómi að deila um það hvort t. d. norrænir menn og ítalir sé af sama bergi brotnir, eða tveir kynþættir. Á öllum landa- mærum blandast þjóðirnar. Ef vér ferðumst frá Noregi suður yfir Þýzkaland, Sviss og Ítalíu, þá mun- um vér sjá, að smám saman fækkar hinu bláeyga fólki og fjölgar þeim dökkeygu. En hvergi éru glögg skil þessa, þannig að hægt sé að segja að fyrir norðan þau búi bláeygir menn, en dökkeygir fyrir sunnan.. Hvergi eru glögg skil milli nor- rænna og suðrænna manna. . , . Það eru og undántekningar, ef hægt er að draga ákveðnar línur milli óskyldari þjóðflokka, og þá aðeins ef landslag hefur aðskilið þá. Norður-Afríkubúar eru talsvert frábrugðnir ítölum, þótt þeir telj- ist af sama kynstofni. En fyrir sunnan þá er eyðimörkin Sahara, sem alltaf hefur verið örðug yfir- ferðar. Þegar suður fyrir hana kemur býr þar fólk, sem er miklu hörundsdökkvara heldur en það fólk, sem býr fyrir norðan hana. Með því að fara yfir Sahara höfum vér yfirgefið land hvítra manna og erum komnir inn í land svartra manna. Fyrir þá, sem endilega vilja skifta mannkyninu í ákveðna flokka, er það óheppilegt að þeir skuli ekki aðskildir af torfærum álíka og Sahara eyðimörkin. er, þvx að hvar sem samgöngur eru auð- veldar milli þjóða, blandast þær á landamærunum, svo að meðal íbú- anna þar er að finna öll einkenni beggja þjóða- Og því lengur sem líður dreifíst þessi kynblöndun út og því erfiðara verður að skilja á milli þjóðanna. Og að lokum fer svo, eins og í Evrópu, að þar má alls staðar finna einkenni margra kynflokka. En þó-tt svo sé, mega menn ekki ætla að það sé út í bláinn að tala um kynflokka. Hjá öllum stórborg- um eru úthverfi, og það er oft erf- itt að ákveða hvar sveitin endar og hvar borgin tekur við. En af þessu værj ekki rétt að álykta að borgin væri ekki til. Kynflokkar eru til, hvort sem oss tekst nokkuru sinni að skilgreina þá, eður ekki. Það er:alkuhna, að hægt er að þekkja sundjurlnorræna menn pg suðræna, hvort sem maður telur þá til sama kynflokks eða ekki. Menn verða að hafa lxUgfast að það eru ættarerfðir einstak.linganna, sem skipa þeim í sérstaka kynflokka. Vér skulum gera oss alveg ljóst hvernig á því stendur, að hægt er áð drágá ákveðnar markalínur milli kynflokka, þar sem ófærur, eiös óg t. d. Sahara eyðimörkin, er á milli þeirra, en þjóðaeinkennin renna saman þar sem byggð þjóð- anna rennur saman. Þar sem dag- legar samgöngur eru og menn kynnast-,-fer oftast svo að vinátta tekst meðal einstaklinga af báðum þjóðum. Afleiðingin er sú, að gift- ingum fjölgar stöðugt, þar sem brúðhjónin eru sitt af hvorri þjóð. Hinir gömlu mannfræðingar og ættfræðingar sögðu að þá „bland- aðist blóðið“ og afkvæmin væri bastarðar. Enda þótt „blóð“-kenn- ingin sé röng, þá er hitt rétt að kynin blandast og sú kynblöndun stefnir .að því, er til lengdar lætur, að bræða saman tvær þjóðir. , Vér skulum hugsa oss tvær ná- grannaþjóðir. Hjá annari hefur tí- undi hver maður blá augu, hinir brún. Hjá hinni hefur tíundi hver maður brún augu, hinir blá. Ef þessar þjóðir blandast saman við giftingar, þá verður það mörgum sinnum tíðara en meðan fólk gift- ist innbyrðis, að annar makinn hafi brún augu en hinn blá. Þeir erfða- stofnar sem augnalit ráða, blandast auðvitað ekki hjá afkvæmunum. Afleiðingin verður sú, að brúneygu fólki fjölgar mjög í landi hinna bláeygu manna, og bláeygu fólki fjölgar mjög í landi hinna brún- eygu. Haldi blandaðar giftingar þannig áfram, fer svo að lokum, að jafn margt verður af bíáeýgu og brúneygu fólki í báðum lönd- um. Þjóðirnar hafa runnið saman. En erfðastofnarnir fara ekki for- görðum við kynblöndun. Og. það er vegna þess að þeir haldast.kyn- slóð eftir kynslóð, þrátt fyrir .kyn- blöndun þjóðanna, að enn er hægt að skifta mönnum í flokká eftir þeim erfðum, sem eru mest áber- andi. ★ ", ‘ , / Það er talsverður munur á erfða- stofnum hjá hinum ýmsu kyn- flokkum. Kynblöndun jafna.r þetta þangað til erfðastofnarnir erp orðnir jafnir hjá öllum. Vér..skul- um taka til dæmis tvo kynflpkka.. Hjá öðrum eru eingöngu hávaxnir langhöfðar með blá augu..Hjá„hin- um eru lágvaxnir stutthöfðar jngð brún augu. Ef þessar tvær. kyn- kvíslir blandast nú algerlega, munu þessir eiginleikar ■. víxlast alla vega, og þar mwnu korpa fram afbrigði, sem voru óþekkt.hjá;kyn- kvíslunum áður, eins og t..d, blá- eygir stutthöfðar og m.eðalmenn .á vöxt. Svertingjar í BandÆr.dtjun- um eru kynblendingar.. Þpir. eru afkomendur margra. aíríkanski;? þjóðflokka, sem hafa blandgst sám- an, og einnig er um no.kkra. blöndí umvið hvíta menn að .ræðg. Þessir Svertingjar hafa mjög ’mismun-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.