Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1953, Blaðsíða 14
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [ 122 ' andi hörundslit. Sumir eru tinnu- svartir, sumir álíka ljósir og „hvít- ir“ menn. Nefið á sumum er flatt, aðrir eru með kónganef. Sumir hafa snarhrokkið hár, aðrir slétt. Sumir eru risar að vexti, aðrir dvergar o- s. frv. Ef allar þjóðir jarðar ætti að blandast saman af handahófi, mundi það mannkyn, sem út af þeim kæmi ekki verða blendingar, er hefði öll einkenni allra þjóð- anna, eins og sumir ætla. Fjöl- breytnin mundi verða miklu meiri. Kynslóð eftir kynslóð mundu sum- ir halda öllum þeim einkennum, sem einhver þjóð hefur nú, en hjá öðrum mundi koma fram sam- bland ótal einkenna, og þar mundu koma fram menn, sem nú eiga fáa sína líka. Sú kynflokkaskifting, sem enn helzt á jörðinni, stafar af því, að menn taka sér fremur konur af sínum kynflokki en annarra. Liggja til þess margar ástæður, en sú veigamesta er landshættir. Það er t. d. miklu algengara í stórborgum að menn taki sér konu úr sinni borg heldur en konu úr einhverri annarri borg. Það er líka venju- legra að menn taki sér konu af sinni eigin þjóð, heldur en af ein- hverri annarri þjóð. En eftir því sem samgöngur liafa aukizt og fjarlægðirnar stytzt, fer það æ meir í vöxt að hjón sé sitt af hverri þjóð, jafnvel sitt af hvorum heims- enda. Og það er vafalaust, að allt stefnir nú að því, hægt og bítandi, að allir kynþættir renni saman. — Sumir halda að slík kynblöndun væri hættuleg, en það er síður en svo. Það hefur verið útbásúnað að kynblendoingar sé afturúrkieist- ipgar og standi mjög að baki báð- um foreldrum sínum, en slíkt er aðeins hjátrú. \ Hitt er annað mal hvort alls- herjar kynblöndun se æskileg. Það yæri svo sem ekki æskilegt að allit menn væri eins, þótt sumir telji að það mundi vera hið mesta happ. Tvö þúsund milljónir manna, sem allir væri steyptir í sama mótinu, væri ekki heppilegt þjóðfélag, jafn- vel ekki hjá alheims einvaldsríki. Þar væri ekki gott að lifa. Mismunandi eðlisgreind og menn -ingarþroski hefur verið aðaldrif- fjöðrin í því að koma mannkyninu á hærra stig. Og mismunurinn á einstaklingum er meiri heldur en mismunur á kynflokkum og þjóð- um. Á sviði menningar er nóg svigrúm tjl þess að einstaklingar, kynþættir og þjóðir geti notið sín- Það er fásinna að ætla sér að gera þar upp á milli hvers framlag sé mest og hvers minnst. Það er eng- inn allsherjar mælikvarði til, sem hægt sé að leggja á verk skáld- anna, listamannanna, heímspeking- anna, vísindamannanna, eða hinnar einföldu hjartagæzku hins óbreytta manns. Mannkynið þarfnast þeirra allra. (Káflar þessir eru útdráttur úr bókinni „Heredity, Racé and Society“, eftir L. C. Dunn og Th. Dobzhansky). Gengið í yljúlrid Framhald af bls. 111. í klettinum á móti sér og jarmað hátt. Sagði hann að þá heíði sér tekizt að koma lykkjunni um horn hennár, og væri nú ekki eftir ann- að en draga hana upp, og vonandi brotnuðu ekki horn hennar, því þau væri þykk og sterk. Væri þetta tvævetur sauður, er nábúi okkar Tryggvi bóndi Ólafsson á Gilsá ætti. Gengum við síðan allir að þessu, og eftir skamrna stund var sauður- inn kominn þarna upp til okkar, og þar með fttllur sigur urrmnn. Er sauðurinn' var nú kominn í okkar hendur, færðum við hann á gras, og fór hann að bíta af mikl- um ákafa. Var auðséð að ekki hafði hann verið lengi á bergsyllunni, því lítið sem ekkert hafði hann lagt af, en var vitanlega hungraður og kviðdreginn. — Reiddum við hann heim til eigandans um kvöldið, og greiddi hann okkur vel fyrir förina. Mörgum getum var leitt að því, á hvern hátt skepnan hefði lent þarna. Öllum, sem sáu hana þarna í berginu, þótti það með svo mikl- um ólíkindum, sem framast mátti verða. Heldu jafnvel sumir, að ein- hverjar illviljaðar dularvættir hefðu fært hana þangað, til þess að slys hlytist af björgun hennar, þó gæfa okkar og fórnarlund yrðu yfirsterkari. Flúyuncfi kringlur Frh. af bls. 115 þetta. Um leið og þetta er skrifað, bárust fréttir til Sameinuðu þjóð- anna um að fljúgandi kringlur hefði nýskeð sézt í Rússlandi. — Sendiherrar, sem hafa verið á bak við járntjaldið, skýra svo frá að fyrir nokkru hafi hópur kven- stúdenta séð furðulega sjón skammt frá Leningrad. Um svipað leyti sáu nokkrir verkamenn í Don- etz svipaða sjón. Og menn á sam- vinnubúgarði skammt frá Tatarsk sáu hið sama. En frásagnir þeirra voru ekki birtar í sovétblöðunum og ekki var heldur sagt frá þeim í Moskvaútvarpinu. Rússar brugðu við á annan hátt. Fólkinu, sem séð liafði þessar sýhir, var smalað saman af stjórnarvöld- unum — og það hvarf. Sennilega heíur því verið komið fyrir ein- hvers staðar, þar serii það getur ekki sagt frá fyrirburðunum. Það er enn eitt af því dul&ríulla, sem gerist á þessari öld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.