Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 1
9. tbl. Sunnudagur 8. marz 195:5 XXVIII. árg. arbuio a tllioavafni Hvernig fjárkláðinn barst hingað. Kom gin- og klaufaveiki með honum? M A Ð U R er nefndur Friedrich Wilhelm Hastfer og var barón að nafnbót. Hann hafði verið liðsfor- ingi í her Svía, en lét af her- mennsku 1749 og fór að gefa sig við sauðfjárrækt. Ritaði hann síð- an bók um sauðfjárrækt og kyn- bætur sauðfjár og var það talin merkasta bók um það efni allt fram á 19. öld. Þessi maður kom til Danmerk- nr veturinn 1756 og bauðst til að fara til íslands og setja þar upp kynbótabú og koma upp nýum fjárstofni er gæfi af sér miklu betri og meiri ull, en áður hafði átt sér stað. En það setti hann upp, að konungur greiddi allan kostn- að, sem af þessu leiddi. Sauðfjárræktin var þá aðal at- vinnuvegur íslendinga og ullin helzta útflutningsvara bænda. Það gat því gjörbreytt hag þeirra, ef þeir gæti fengið meiri ull af fé sínu og þar að auki ull, sem keypt var miklu hærra verði á heimsmarkað- inum heldur en íslenzka ullin. FJÁRBÚ þetta átti konungur og var það kallað „Schæíferiot paa Vatne". Það var stofnað í góðum tilgangi, til viðreisnar íslenzkum landbúnaði, en varð hið mesta óhappa fyrirtæki. í Sögu íslendinga VI er sérstakur kafli um það, en þessum samtíningi er þó ekki ofaukíð. — EUiSavatn. Konungur felzt því á að gera þessa tilraun og 26. apríl er gefin út kon- ungleg tilskipun þar um. Er Hast- fer ráðinn til þess að koma á fót kynbóta fjárbúi á íslandi og er kostnað og flutningskostnað. Auk (Mynd úr fcrðabók Gaimards). ráðningartími hans þrjú ár. í kaup á hann að hafa 200 rdl- á ári, 100 rdl. fær hann til að launa aðstoðar- mann og 100 rdl. fær hann í ferða-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.