Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS { 128 viðureignar o£ varla ómrksvert að draga þær kindur við líf, er með þeim hætti sýktust, þótt etið gæti. Þá voru enn nokkrar, sem bólgu fengu í höluðið og gróf úr aug- um og fellu af horn, bólgnuðu var- ir og tunga, og þurfti þeim ei lif að ætla“. Eftir þessari lýsingu að dæma virðist svo, sem hér hafi verið um meira en kláða að ræða, og hafi ' gin- og klaufasýki einnig borizt með þessum ensku hrútum til Is- lands. Bendir til þess bólga í munni og fótum og að horn og klaufir leysir af hinum sýktu kindum. Enn fremur það, að kjötið af þessum pestarkindum var helblátt. Hró- bjartur getur þess líka á einum stað, að önnur kýrin sín hafi veikst á sama hátt og sumar kindurnar, en hafi batnað aftur af sjálfu sér. Pestin breiddist út með ótrúleg- um hraða og hafði á skömmum tíma lagt undir sig fé austur að Jökulsá á Sólheimasandi að sunn- an og Skjálfandafljóti að norðan, að undanteknu nokkru svæði á Vestfjörðum. Hún bitnaði þannig á Magnúsi Gíslasyni amtmanni, að hann missti allt fé sitt, og á fjö’da mörgum öðrum bæum var sömu sögu að segja. En ýrnsir ruku til og skáru fé sitt þegar þeir sáu að hverju fór. En sú hörmungasaga skal ekki rakin hér, heldur sagt frá því hvernig fór um fjárbúið á Elliðavatni. » í Þjóðskjalasafni eru nokkur bréf frá Hróbjarti til Magnúsar Gíslasonar amtmanns og eru þau auðvitað beztu heimildirnar um hvað þar fór fram. Verður því efni þeirra rakið hér í réttri röð- 8. nóv. 1762 skýrir Hróbjartur frá því að heyskapur hafi gengið sæmilega um sumarið, en rétt eft- ir veturnætur hafi á fáum dögum komið fram allmikill kláði f öllu ■fénu. Kveðst hann hafa látið slátra nokkrum kindum er verst voru farnar og ekki fundið að neitt væri að þeim innvortis, heldur muni sjúkdómur þessi vera í skinn- inu milli hárrams og holdrosu. Hafi sér því þótt ísjárlegt að skera féð niður í hrúgu, eins og flestir bænd- ur í nágrenninu hafi gert, en held- ur viljað fara eftir ráðum Hast- fers að reyna að lækna féð og láta það fá góða aðhlynningu. Að vísu hafi hann engin meðul, en búist fastlega við að geta fengið þau hjá landlækni. Síðan segir hann: „Kúnum hefi ég 2 með afarkostum komið á fóður, en fleirum hvorki gat né mátti án þess að fólkið liði stærri nauð. En þeim framandi hrútum, þó þurftarmiklir sé, hlýt ég að' sjá farborða, þar hvergi verður fyrir komið“. — í sam- bandi við þetta má geta þess, að 15 manns var þá í heimili á Elliða- vatni, þar af 5 vinnumenn og 4 vinnukonur. Tvær kýr hefir Hró- bjartur eftir heima og veitir auð- vitað ekki af, handa slíkum mann- fjölda. 12. des. 1762 segir hann: ,,Kláð- inn fer dagvöxtum í fénu, svo þó ég jafnóðum sé að taka það lak- asta, þá er að vörmu spori orðið eins og verra sumt það eftir var“. Einkum segir hann að pestin legg- ist þungd, á íslenzka féð, hið bland- aða standi sig betur. Hann segist jafnan alklippa þær kindur, sem mest beri á og noti við þær meðul bæði innvortis og útvortis. En þetta sé erfitt vegna húsaskorts, og telur hann að féð hafi eins gott af því að vera úti meðan góðviðri haldist. Síðan biður hann amtmann um holl ráð og leggur fyrir hann nokkrar spurningar. í fyrsta lagi hvort hann megi ekki leggja inn hjá verksmiðjunum í Reykjavík hina afklipptu ull, því að hún sé nothæf nú, en verði máske ónýt við geymslu. í öðru lagi hvort hann eigi að hleypa til hinum sýktu ám, þar sem hrútarnir sé líka sýktir, því að það muni að- eins verða til armæðu. 19. febrúar 1763 segist hann ekki hafa þorað að hleypa til neinni á vegna veikindanna. Engum eða fáum sé enn fullbatnað, þrátt fyrir aðhlynningu, en sjúkdómurinn sé í rénun á allmörgu, en þegar ullin sé af því tekin sé ekki undir nema ber kvikan. „Eftir er nú lifandi rúmt stórt hundrað fullorðið og 40 lömb, sem ég held flest allt af lifi, nema því lengri harðindi geri, svo ég verði heylaus, því undrun gegnir hvað upp gengur“. Spyr hann því hvort amtmaður vilji ekki gefa fyrirskipun um, að þeir bændur, er hey hafi, láti sig fá hey ef þess þurfi. 28. marz 1763 segist hann ha*a verið of vongóður og bráðlátur í seinasta bréfi sínu, „því síðan hefir féð strádáið niður af óbeskrifanleg- um pestagtugum sjúkdómi, sem byrjaði fyrst í þeim sterku kuld- um, sem gengu seinast í febrúar. Féð hefir dáið án mismunar, það feitasta og magrasta, út um allan kroppinn fengið stórar bólur með þykkum greftri í, svo þétt sem á mönnum í almennilegri bólusótt* en miklu stærri. Ég hefi ætíð smám saman sprengt á þeim og kreist út materíuna, en hafa orðið jafnóðum fullar, þar til kindurnar hafa um síðir lagt sig með stórum harm- kvælum til að deya, með ofboðs- legri uppþembu og sudda útslætti um allan búkinn, svo af hefir rok- ið sem heitu vatni og mátt strjúka ullina af skinninu með hendi manns. — Ég hefi reynt öll upp- þenkjanleg ráð og líka látið sumt sjálfrátt. Ég hefi verið í þeirri sýsl- an vakinn og sofinn. Aldrei hefi ég þózt gera betur, en aldrei hefir *Bólusótt gekk þá um landið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.