Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞETTA ER ÁREIÐANLEGT uNap* — segir Eisenhov/er íorseti Eiscnhower ÞAÐ var hamingja mín, að ég var fæddur og upp alinn á kristilegu heimili. Foreldrar mínir trúðu því, að „ótti Drottins er upphaf vizk- unnar“. Biblían var daglega höfð um hönd og hún var leiðarstjarna þeirra í lífinu. Þurrkar og engisprettuplága gerðu föður minn öreiga, en ég heyrði hann aldrei kvarta né barma sér- Við tókum okkur upp og fluttumst á annan stað, til þess að hefja lífsbaráttuna þar að nýu. Þar var ekkert hik og enginn ótti við að illa mundi fara. Foreldrar mínir þekktu sína amerísku arf- leifð of vel til þess að þau léti nokkuru sinni hugfallast. Það gerðist ekkert sögulegt við uppeldi okkar bræðranna og við vorum sendir út í heiminn þegar við höfðum aldur til. Þetta hafa amerísk heimili alltaf gert síðan land var numið. Saga landsins og saga hinna trúræknu heimila er óaðskiljanleg og það er skýringin á uppgangi Bandaríkjanna. Þjóðin hefur stefnt að vissu markmiði. — Grundvöllurinn var lagður með fyrstu löggjöfinni. Lincoln lagði hann. Hann sagði að frelsisskráin veitti eigi aðeins þessari þjóð frelsi, heldur veitti hún öllum heimi von um alla framtíð. Það var fyrirheit- ið um að okinu mundi létt af herð- um allra þjóða þegar stundir liðu. Það er enginn mælikvarði til á stjórnfrelsi nema trúin. Forfeður vorir, sem gáfu oss frelsisskrána, urðu að byggja hana á guðs lögum, til þess að nokkurt vit væri í sjálf- stæðisbaráttunni. Það var vegna þess, að guð hefur gefið mönnum sérstök eigin réttindi, að menn hafa kjark til þess að vera frjálsir. Þess vegna tóku þeir trúna á guð al- máttugan inn í frelsisskrána, letr- uðu trú sína á hann á peninga landsins, og höfðu hana sem grund- völl allra þjóðarfyrirtækja. — Og þegar þeir gerðu mannréttinda- skrána, hvar settu þeir þá trúfrels- ið? Það var efst á blaði, grundvöll- urinn, sem allt annað byggðist á. Það var ekki tilviljun. Forfeður vorir sýndu það og sönnuðu, að aðeins sú þjóð er treystir guði fyllilega, er nógu sterk til þess að brjóta kúgun á bak aftur, gerast frjáls og gera aðr- ar þjóðir frjálsar. Og nú er það vort hlutverk að sýna, að guðstrú vor sé nógu sterk til þess að brjóta á bak aftur kúgunaröfl nútímans. Hvað er barátta vor gegn komm- únismanum ef hún er ekki stríð þeirra, sem treysta almáttugum guði, gegn hinum illu öflum? — Kommúnistar vita þetta- Þeir hafa orðið að afneita guði, því að hvar sem guð er, þar er enginn komm- únismi. Ef hver af oss þroskaði með sjálf- um sér hinar fornu dyggðir — rétt- læti, hugrekki, sjálfstraust og óbif- anlega trú á biblíuna — mundi þá ekki greiðast sjálfkrafa úr mörgum vandamálum vorum? Mundum vér þá ekki, er vér höfum gert það, sem í voru valdi stendur, óhræddir geta falið guði almáttugum að sjá um hitt? Ég held að slík afstaða mundi greiða götu vora stórkost- lega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.