Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 11
£, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 135 inn dalinn og rétt á eftir heyrðist mikili vængjaþytur og stór hópur akurhænsa hóf sig á loft og hugðist flýa. Nú var sprett úr spori og hest- arnir fóru á harða stökki á eftir fuglunum. Veiðimennirnir slepptu taumunum, þrifu byssur sínar og miðuðu þeim. Svo gall við hvert skotið á eftir öðru og það var eins og akurhænsum rigndi til jarðar. Ég horfði á Malek Mansur. Það var eins og hestur og maður væri samgrónir. Þrisvar sinnum hleypti hann af belgisku hríðskotabyss- unni sinni, og þrjár akurhænur steyptust til jarðar. Eftir þessa fyrstu skothríð stöðv- uðu veiðimenn hesta sína en þjón- ar söfnuðu saman veiðinni. Fjöru- tíu og fjórar akurhænur voru bundnar við söðulboga. — Þetta verður að nægja í bili, sagði höfðinginn. Við kærum okk- ur ekki um að útrýma veiðinni, en næsta ár verður þessi hópur jafn stór og ,hann var nú. Síðan riðum við umhverfis hæð nokkra og kcrmum þá að hinum nýu bækistöðvum. Þar höfðu öll tjöldin verið reist að» nýu, og í okkar tjaldi var allt eins og iáður hafði verið. Miðdegisverður var fram reiddur og eftir konunglega máltíð fengum við okkur miðdegis- hvíld. Um nón voru allir korpnir á kreik aftur. Og þá gengu menn í skotbakka. En höfðinginn og helztu menn hans sýndu skotfimi sína og hún var nær ótrúleg. Meðal annars lék. Nassar Khan sér að því að skjóta fríhendis fimm krákur, sem * flugu fram hjá. Seinna var það í veiðiferð að ég sá Malek ríðandi á harða spretti leggja fimm antilóp- ur að velli með fimm skotum. GÓÐHESTAR Þótt ég væri hrifinn af veiði- mennsku þeirra, var ég þó enn hrifnari af hestunum þeirra, þess- um glæsilegu arabisku reiðskjót- um. Það var engu líkara en að þeir hefði mannsvit. Þegar veiði- maðurinn sleppir taumum á fullri ferð, stendur í stigreipunum og miðar byssu sinni, þá á hann allt undir viti hestsins. Líf mannsins er í veði ef hesturinn tekur viðbragð út á hlið eða staðnæmist skyndi- lega. Það var eins og hestarnir vissu þetta. Þeir gættu þess að fara ekki út .a neina ófæru og ef þeir þurftu að beygja, þá tóku þeir krókinn svo langan að manninum væri engin hætta búin. Seinna dvaldist ég um vikuskeið í tjaldbúðum Ziat Khan, eins af helztu foringjum kynflokksíns ,og þess mannsins sem aðallega sér um tamhíhgu hestanna. Hann er oft kallaður „Hestakóngur“ og hann er frægur um allt land fyrir hesta- mennsku sína. Hann hafði tamið hesta þeirra NasserKhan og Malek Mansur og hann át'ti bezta hesta- kynið í landihu. Það eru nú rúmlega, 300 ár síðan að Kashgai-þjóðflokkurinn keypti fyrstu hestana frá Arabíu og kyn- inu hefur verið haldið hreinu Síðan. Þeir eiga einhverja elztu ættarskrá hesta, er til er í veröldinni. Þegar við koinum til Ziat Khan urðum við forvíða á því að sjá fagprlimaða hryssu standa á dýr- indis dúk inni í tjaldi hans og' fol- ald hennar þar hjá henni. — Þessi foli er undan bezta hest- inum mínum, sagði Ziat Khan og klappaði á hálsinn á hinu háfætta folaldi. Hann verður listaskepna með tímanum, sá bezti, sem ég hef alið upp. Hann fær að búa í tjald- inu hjá mér og hann á að fara hvert sem ég fer. Góður reiðhestur er alltaf einn af fjölskyldunni. UPPRUNI KASHGAIS-ÞJÓÐFLOKKSINS Þegar við höfðum verið nokkra hríð hjá Nassar Khan, sagði Malek okkur að ráðstafanir hefði verið gerðar til þess að við skyldum dveljast nokkrar vikur í tjaldbúð- um bónda skammt þaðan. — Ykkur þykir eflaust fróðlegt að kynnast lífi alþýðunnar, sagði hann og ég býst við að ykkur komi það mjög á óvart hvernig þar er umhorfs. Flestir menn eru hér vel bjargálna. Þeir eiga góð íöt, hafa nóg að bíta og brenna og una hag sínum vel. Við erum frjálsir menn og óhaðir og alls ekki ólíkir Ame- ríkumönnum. — Velmenningin er enginn mælikvarði a lif þjóðanna, þar þarf dýpra að grafa og þa mun koma í ljós að margt er líkt um okkur. Þetta sama kvöld sátum víð í stóra tjaldinu og þeir Malek og Nasser Khan sögðu okkur sögu þjóðar sinnar. Hún hefur aldrei verið skráð, heldur hefur hún gengið frá föður *.túl sonar um margar aldir og 'hún hefur Verið sögð við þúsundir varðelda. Etijgifí þekkja hana þó betur en þeir bræður, því að þeir eru afkomend- ur fyrsta foringja þjóðflokksins, og ætt þeirra hefur ríkt þarna í rúm 400 ár. .Samkva^mt þessari ættarsögu eru; Kashgais-menn upprunnir austur í Kína, í Turkistan og þeir voru í fararbroddi hins mikla her- liðs Genghis Khan, þegar það flæddi vestur á bóginn. Þeir fóru þvert yfir Afganistan og settust að í norðurhluta Persíu. Ýmislegt bendir til þess að þetta sé rétt. Þeir tala ennþá Turkimál, er svipar mjög til mállýzkunnar, sem töluð er í héraðinu Kashgar í Turkistan. — Mörg orðatiltæki þeirra er og hægt að rekja þangað. T. d. kalla þeir „tadjik“ þann mann sem þeim líkar ekki við, og þar kemur fram forn og rótgróin skömm sem þeir í Kashgar hafa haft á nágrönnum sínum, sem nefnast Tadjik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.