Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1953, Blaðsíða 13
 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS nzr i3? Ziat Khan í fararbroddi riddaraliðs síns vera hjá Shir eins og hjá Malek Mansur, en það var engu síður skemmtilegt. Shir Ali var eins og ílestir bændur þarna, hvorki fá- tækur né ríkur. Hann átti 160 kindur og úr þeim fekk hann nægi- lega mjólk og osta handa heimil- inu. Svo átti hann sex þesta og átta úlfalda. Þegar þau fluttu sig riðu þau hjónin, móðir hans og þrjú börn á hestunum, en úlfaldarnir gátu borið allan farangur þeirra. Tjald þeirra var 14 fet á annan veg og 25 á hinn. Því var skift í tvennt með ofnu tjaldi. Öðrum megin var sofið, hinum megin snætt og setið. Ali á 40 ekrur hér í sumarbeiti- landinu. — Niður hjá Persaflóa á hann 60 ekrur lands og leigir tvær ekrur af áveitulandi af Nassir Khan. Þar ræktar hann hveiti og hrísgrjón á veturna og flytur upp- skeruna með sér í pokum þegar hann fer til fjalla á vorin. Það er víst ekki stór munur á lifnaðarháttum Shir Ali og forfeðra hans fyrir 2000 árum. Hann fer á fætur með birtu og klæðist þá heimagerðum fötum úr ullinni af kindum sínum. Og á fætur sér dregur hann heimagerða skó. — Morgunverður hans er gróft brauð, geitostur og te. Að loknum morg- unverði fara svo þeir feðgarnir þrír með féð á haga. Þar sitja syn- irnir yfir því, en Shir Ali fer með vinum sínum á akurhænsaveiðar. Hann á bæði byssu og riffil, en notar hvorugt við veiðarnar, „því að skotin kosta meira en akurhæn- urnar,“ sagði hann okkur. VOPNLAUSIR VEIÐIMENN Ég fór með þeim á veiðar. Hann setti undir mig gráan arabiskan fola. Það var farið að eins og áður. Flokkurinn þeysti upp í hlíðarnar og fældi akurhænsin upp. En svo var riðið í sprettinum á eftir þeim og þau fæld upp öðru sinni þar sem þau höfðu sezt. Þetta gekk þrisvar sinnum, en þá voru akur- hænsin uppgefin og gátu ekki haf- ið sig til flugs. Þá stukku menn af baki og eltu þau uppi. í þetta skifti var veiðin fjórir fuglar á mann. Þá var komið fram á dag og mik- ill hiti. Við námum því staðar í skógarlundi, áklæði var breitt á jörðina og matur fram reiddur, brauð og ostur. Þegar við höfðum matazt var farið að spila hið þjóð- kunna persneska „ásaspil“. Það er ekki ósvipað „póker“ og er spilað á skrautleg tréspil. Fimm eru há- spilin: ás, shah (kóngur), drottn- ing, stríðsmaður og dansmey. — Kashgais-menn hafa gaman að spila og leggja oft mikið undir. Shir Ali vann þarna þrjár akur- hænur af vinum sínum. HEIMILISHÆTTIR Kindurnar hans Shir Ali voru hýstar í rétt á hverri nóttu. Eftir kvöldmat kenndi hann sonum sín- um, því að hann var „skriftlærður“ maður. Sátu þeir þar við tólgar- týru og voru að pára hina vand- lærðu arabisku stafi, en á daginn æfðu þeir sig í hjásetunni. Gamall maður með þjóðlegan hatt. Uppbrotin á hattinum eru notuð sem e.vrnaskjól þegar kalt er Kvöldmaturinn var aðalmáltíð dagsins. Móðir Shir Ali og kona hans elduðu og báru á borð,. en ekki snæddu þær með okkur. Hrís- grjón voru aðalfæðan og matreidd á svo margan hátt, að maður varð aldrei leiður á þeim. Svo var annað hvort steikt eða soðið lambakjöt, akurhæns, steingeitakjöt og villi- fjárkjöt. — Kjötið af villifénu er miklu dekkra en af alifé og það líkist meir nautakjöti. Að kvöldverði loknum fór Shir Ali að flétta reipi úr geitarhári, eða þá hann gerði við skó fjölskyld- unnar, eða þá hann vann að því að súta sauða- og steingeitarskinn. — Synir hans sátu hjá honum og at- huguðu hvernig hann fór að hverju einu, til þess að læra þetta og hann sagði þeim nákvæmlega til. Allir eru vingjarnlegir við börn og ung- linga á þessum slóðum. Jean var oftast hjá konunum og hún sagði að þær væri aldrei iðju- lausar. Á hverjum morgni mjólka þær geitur og ær og gera síðan smjör og osta úr mjólkinni með mjög frumstæðum aðferðum. Þá er farið með mjólkurílátin niður í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.