Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1953, Blaðsíða 1
10. tbl. Sunnudagur 15. marz 1953 bék XXVIII. árg. Uppruni Þjóðminjasafns NÍUTÍU ÁR eru nú síðan Þjóð- minjasafnið var stofnað. Áður höfðu forngripir verið sendir úr landi, ýmist til Oldnordisk Muse- um í Kaupmannahöfn, eða seldir og gefnir erlendum ferðamönnum, er hingað lögðu leið sína- fslend- ingar voru sjálfir gjörsneyddir á- huga fyrir því að varðveita þessa gripi og höfðu ekkert dálæti á þeim. Þá risu upp tveir mætir menn, Sigurður Guðmundsson málari og Helgi Sigurðsson á Jörfa (síðar prestur á Melum) og ýttu svo ræki- lega við þjóðinni að hún rumsk- aði og áttaði sig á því, að þetta mætti ekki lengur ganga. Verður hér nú í stórum dráttum rakinn aðdragandi að stofnun safnsins og birtar lögeggjanir þeirra Sigurðar og Helga. Sumt í þeim á erindi til íslendinga enn í dag, því hörmu- legt er hvað þeir eru tómlátir og kærulitlir yfirleitt um fornminjar sínar. Á hverju einasta ári fer hér meira og minna til spillis af grip- um, sem bezt væri komnir í Þjóð- minjasafninu. Þetta er handvömm, og er hugsunarleysí og kæruleysi um að kenna. Vitað er, að fátt er nú orðið um t. , '.'\r ;.... /.-**.** ,„.J ,,.,./??, <,,</,-. / . / </- . — / r // ' ', * / ; / / '/////'/*% J//*r// ý/'fYtrtJt/fétd///*/ , '.; ¦ ÍÍL /» ... /},!> ....... sy///? /)&:' / ,/ '** Löggilding á fyrstu skrá safnsins: ,.Bók þessi að stærð 82 — attatíu og tvö — arkarblöð, gegnumþrædd og inr/sigluð með innsigli Stiftamtsins, lög- gildist hér með sem Dagbók Forngripasafnsins í Reykjavíkur kaupctað. — Stiftamtmannshúsi þann 24. júlí 1864. Th. Jónasson". — Stiptamtmannshús kallast nú Stjórnarráð. Þórður Jónasson háyfirdómari var þá settur stiftamt- maðui'. mjög gamla gripi í eigu^einstakra manna. En fleira á heima í safninu en margra alda gamlir gripir. Hver gripur verður forngripur um leið og hætt er að nota hann í daglegu lífi. A þessari öld hefir aragrúi gripa horfið úr notkun, og þetta eru orðnir forngripir um leið, vitn- isburður um menningu þjóðarinn- ar og breytta lifnaðarháttu á þess- ari öld, og ómetanlegur hlekkur í hinni táknrænu menningarsögu, sem Þjóðminjasafnið er. Þar • til má telja allskonar búsáhöld úr skemmu, smiðju, fjósi, búri, eld- húsi, baðstofu o. s. frv. Þessa gripi má ekki ónýta, þeir eiga að fara í Þjóðminjasafnið. Þegar menn skilja þetta, þá finna þeir eflaust að hvatningarorð þeirra Sigurðar og Helga eru einnig til þeirra töl- uð, og taka vonandi brýningunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.