Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1953, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 146 Árnason tilkvnnti stiftsyfirvöldun- um þetta sama dag með bréfi og maeltist til þess að stiftamtmaður legði fram 20 rdl. af því fé sem á fjárlögum var ætlað til óvissra út- gjalda, „til þess að fornmenjar þess-, ar verði geymdar á þann hátt, sem slíka hluti er vant að geyma er- lendis, í lokuðum skápum með glerhurðum fyrir, þar sem hlutirn- ir geta sézt, en engi handleikið þá, því við því mega þeir ekki“. Stiftsyfirvöldin brugðust vel við þessu og veittu umbeðna fjárhæð upp á væntanlegt samþykki stjórn- arinnar. Gjöf séra Helga Sigurðssonar kom hingað í ágúst og síðan fóru munir að streyma til safnsins. „Þjóðólfur“ bauðst til þess að birta skrá um allt er safninu bærist. Fyrsta gjöfin, sem þar er nefnd, var frá séra Halldóri Jónssyni á Hofi. í næstu skrá (25. jan. 1864) eru svo taldir 20 forngripir, sem Sig- urður málari hefir gefið. Og í þriðju skránni eru taldir 10 gripir, er Jón Árnason hefir gefið safn- inu. Hinn 5. ágúst 1864 er skrá um merka gripi er fundizt höfðu í Þjórsárdal 20 árum áður og Sig- urður Sverrisson sýslumaður sendi safninu. En það er fyrst 28. jan. 1865 að í skránni um þá forngripi, sem bor- izt hafa, fylgir hverjum grip það númer, sem hann hefir í safninu. Og eftir þeirri skrá að dæma eru gripirnir þá komnir nokkuð á 5. hundrað. Ilver á heiðurinn af stofnun safnsins? Það hafa stundum verið skiftar skoðanir um það hverjum beri heiðurinn af því að hafa verið frumkvöðull að stofnun safnsins. Sigurður Guðmundsson málari hóf fyrstur allra máls á þeirri nauð- syn að stofna hér forngripasafn. Átta mánuðum seinna skrifar séra Helgi Sigurðsson hvatningargrein, um að safnið sé stofnað og gefur til þess 15 gripi. En Jón á Gaut- löndum hafði fyrst, með áhuga sín- um fyrir Baldursheims-fundinum vakið Sigurð Guðmundsson upp til að fara á stað með hugmynd sína, og Jón á Gautlöndum verður fyrstur allra manna til þess að senda safninu gripi. 25 ára afmæli safnsins var haldið hátíðlegt með veizlu í Hótel Alex- andra hinn 24. febr. 1888. Segir dr. Jón Helgason biskup að þá hafi orðið „allmikið blaðaþras“ út af því hvern bæri að telja stofnanda safnsins, séra Helga Sigurðsson eða Sigurð Guðmundsson málara. „Endanleg niðurstaða fékkst engin, en um það urðu menn á eitt sáttir, að hugmyndin um stofnun safns- ins væri í fyrstu frá Helga runnin". Aftur á móti segir svo í „ísafold“ um hóf þetta: „Samsætisalurinn var prýddur með fánum og skjaldarmerkjum, og í miðju mynd Sigurðar heitins Guðmundssonar málara, er mest allra vann að safninu meðan hon- um entist aldur til..Mælt var fyrir minni séra Helga Sigurðsson- ar, sem aðalfrumkvöðuls að stofn- un safnsins o. s. frv. og' Jóns Árna- sonar, fyrrúm bókavarðar, er einn- ig hafði átt bezta þátt í stofnun þess, og þjónað því lengi sem um- sjónarmaður, launalaust að kalla. Sömuleiðis Jóns Sigurðssonar alþm. á Gautlöndum, er hafði að nokkru levti lagt grundvöll til safnsins með hinum merkilega Baldursheimsfundi“- Það mun sannast mála, að allir eiga þessir mætu menn heiðurinn af því í bróðerni að hafa komið þessari merkilegu stofnun á lagg- irnar. Þeir geta vel notið hans all- ir í félagi, án þess að nokkrum þeirra sé óréttur ger. Helzt hefir hlutur Jóns á Gautlöndum verið fyrir borð borinn og hans sjaldn- Draugagangur rannsakaður ÝMISLEGT HEFUR KOMIÐ í LJÓS, SEM VÍSINDIN GETA EKKI SKÝRT UM fjögurra ara skeið hefur ensk- ur lögreglumaður, Ted Henty að nafni verið að fást við rannsóknir á draugagangi og reyna að finna eðlilegar orsakir til hans. Á þessu var ekki vanþörf, því að fjölda mörg hús í Englandi eru alræmd fyrir draugagang. Eigendur hús- anna vilja gjarna aflétta þessari plágu, ef unnt er, og þess vegna hafa þeir flykkzt til Henty og beð- ið hann að rannsaka draugagang- inn í husum sínum. Á þessúm fjór- um árum hefur hann verið beðinn að rannsaka draugagang í 1000 hús- um, og enn streyma til hans beiðnir um hið sama. Henty byrjaði rannsóknir sínar með tvær hendur tómar, ef svo mætti að orði kveða. En brátt sá hann að það dugði ekki. Fekk hann sér þá nokkra aðstoðarmenn og nýustu rannsóknatæki, svo sem stálþráð, hljóðmagnara, ljósmynda- vélar sem taka myndir við inn- rauða geisla og ótal rafmagnsáhöld. Tilgangur hans var að sanna, að ekkert yfirnáttúrlegt væri við draugagang, allt sem menn þætt- ust sjá og heyra hefði eðlilegax or- sakir. Fyrst í stað virtist svo* sem ast getið í sambandi við stofnun safnsins, en honum ber eigi síður að þakka en þeim Sigurði Guð- mundssyni og séra Helga Sigurðs- syni. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.