Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MOROUNBLAÐSINS 147 þotta væri rétt, en svo rakst hann á ýmis fyrirbæri, er ekki verða skýrð út frá vísindalegri þekkingu nútímans. En nú er bezt að skýra frá þessu eftir frásögn hans sjálfs. Fyrsta húsið, sem hann rannsak- aði, var gamalt timburhús skammt frá Brighton- Þar hafði fólk heyrt undarlegan hávaða, sem það skildi ekkert í og var dauðhrætt. Það var alveg sannfært um að draugar væri í húsinu. Henty byrjaði á því að rannsaka allt húsið frá kjallara að mæni til þess að vita hvort þar væri ekki rottur eða mýs, er hávað- anum gæti valdið, eða þá að ein- hvers staðar væri dragsúgur. En hann fann engin merki þess. Og að lokinni þeirri athugun settist hann inn í stofu og beið þar ásamt öðr- um. Klukkan þrjú um nóttina byrj- aði draugagangurinn, og þeim varð ekki um sel. Þá heyrðist glögglega einhver urgandi hávaði uppi á lofti eins og dregin væri hlekkjafesti eftir gólfinu. Henty rauk upp á loft, en þar var ekkert að sjá né finna. Hávaðinn var hættur og hann varð einkis vísari þótt hann leitaði að nýu um allt húsið. Fór hann svo heim um morguninn við svo búið. Næst þegar hann kom þangað hafði hann með sér aðstoðarmenn og dreifðu þeir sér um húsið og hafði hver þeirra með sér hljóð- nema, sem var í sambandi við stál- þráð niðri í húsinu. Með þessu móti tókst þeim að komast fyrir hvað draugaganginum olli. — Það var grein á tré, sem stóð rétt hjá hús- inu. — Þegar vindkviða fór fyrir hornið, beygðist greinin og straukst eftir þakinu. Af því stafaði hávað- inn. Þannig hafði Henty tekizt að finna eðlilega skýringu á þessum draugagangi. Og á sama hátt fór í næstu tíu skifti á ýmsum stöðum í Kent, Sussex og Surrey. Það, sem draugaganginum olli á þessum stöðum, var ýmist dragsúgur, leki á vatnsleiðslupípum, hvinur í síma- vír, villtir kjúklingar, skógardúfur, sem höíðu gert sér hreiður undir upsinni, eða þá rottur. En svo var það árið 1950 að kunn- ur kaupmaður bað hann að rann- saka fyrir sig gamalt fjögurra hæða leiguhús, því að þrír umsjónar- menn þess hefði hlaupizt á brott hver af öðrum og ekki þótzt geta haldizt þar við vegna draugagangs- Henty byrjaði á því að yíirheyra þessa þrjá menn, sinn í hvoru lagi. Bar þeim öllum mjög vel saman. Þeir sögðu að einhver austurlenzk stúlka gengi ljósum logum í hús- inu. Henty komst líka að því að tveir þessara manna höfðu íarið þaðan nauðugir, og það sýndi glöggt að þeir höfðu ekki hlaupizt á brott að ástæðulausu. Henty fór nú einn um hábjartan dag til þess að skoða húsið. Þetta var mikið hús, eins og fyr getur, og hátt undir loft á öllum hæðum. Þar voru bæði stórar stofur og lítil herbergi og langir gangar. Undir rökkur var Henty staddur á ganginum á annarri hæð og var á leið að stiganum. Þá kom hún á móti honum þessi stúlka, sem mennirnir höfðu lýst. — Hún var dökk í andliti, með hvíta slæðu yfir sér og brosandi. Hann varð sem steini lostinn og gat sig ekki hreyft. Þarna var þá það, sem hann hafði afneitað og sagt að ekki væri til. Það var svo bjart á ganginum, að ekki gat verið um neina missýn að ræða. Hún kom þarna lítil og nett og eins og gagnsæ og gekk rétt fram hjá honum og inn í stórt svefnherbergi, sem var þar rétt hjá. Hann rauk á eftir henni, en þar var þá ekkert að sjá. Hann var algjörlega viss um að þarna hefði engin mannleg vera verið. Og hann varð nú að viðurkenna með sjálfum sér, að til væri eitthvað, sem ekki yrði skýrt á eðlilegan hátt. Daginn eftir fór hann með 12 menn með sér til þess að rannsaka húsið betur. Þeir byrjuðu á því að loka vandlega öllum gluggum og festa allar myndir á veggjum og festu bönd þvert fyrir allar dyr. Og um allt húsið, frá kjallara upp í mænikverk, komu þeir fyrir raf- magnsleiðslum og hljóðnemum, sem voru í sambandi við miðstöð á neðstu hæð- Henty sat sjálfur við miðstöðina, en menn hans voru dreifðir um húsið og allir voru með rafljós og myndavélar. Þarna biðu þeir alla liðlanga nóttina, en urðu einkis varir. Kominn var bjartur dagur er þeir gáfust upp og hugðu á heim- ferð. Þrír þeirra voru að hlaða far- angri á bíl úti fyrir húsinu. Þá kemur þar blaðaljósmyndari og tekur nokkrar myndir, þar á meðal mynd af mönnunum við bílinn. Þegar ljósmyndarinn kom heim og fór að framkalla myndir sínar, tók hann eftir því að einhver skuggi var á einni filmunni. Hann skildi ekkert í þessu. En er myndin var fullgerð, kom fram á henni mynd af lítilli stúlku í hvítum klæðum og með indverskt andlits- fall. Hún hafði staðið á milli Ijós- myndarans og mannanna hjá bíln -um. Enginn þeirra hafði séð hana þegar myndin var tekin. Og samt kom mynd hennar fram á filmunni. Henty þekkti hana aftur á mynd- inni. Þetta var sama stúlkan sem hann hafði séð í húsinu áður. Og mennirnir þrír, sem flúið höfðu húsið, þekktu hana líka. — Einn þeirra sagði að vísu að sér hefði virzt stúlkan, sem hann sá, vera stærri en þessi. Síðan hafa þeir Henty og menn hans rekizt á ýmislegt yfirnáttúr- legt í sambandi við draugarann- sóknir sínar, ýmislegt, sem hvorki þeir né náttúruvísindin geta skýrt afi svo komnu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.