Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1953, Blaðsíða 10
LESBÓK MOROUNBLADSINS 150 skarst liún á höndiim. Slökkviliðinu tókst að kæfa cldinn. en allt innan stokks brann í þeim enda hússins, þar scin eldurinn kom upp (8.) Kviknaði í strandferðaskipinu ,.Herðubreið“ er það var á siglingu til Austfjarða. Fljótt tókst að slökkva eld- ir.n, en skemmdir urðu nokkrar (14.) mannalAt 3. Helgi Jónsson, bóndi, Fagurhóli, Landeyum. 4. Kjartan Konráðsson, skrifstofu- maður, Reykjavík. 7. Jón Kristófersson, skipstjóri, Reykjavík. 11. Hróbjartur Árnason, kaupmaður, Reykjavík. 14. Sturla Jónsson, bóndi, Fljóts- hólum. Árnessýslu. 16. Einar E. Sæmundssen, skógfræð- ingur, Reykjavík. 1C. Sigurður Júlíus Sverrisson stud. art Keflavík. 17. Frú Lilja Jónasdóttir, Reykjavík. 18. Sæmundur Klemensson, óðals- hóndi, Minni-Vogum, Gullbringus. 19. Friðrik Jónsson póstur, Helga- stöðum, Reykjadal, Þing. 25. Guðmundur Gestsson, fyrrv. um- sjónarm. Menntaskólans í Reykjavík. 25. Frú Marín Jónsdóttir, Hafnar- firði. 27. Frú Pálheiður Árnadóttir Wendt, Kaupmannahöfn. ÍÞRÓTTIR Tveir erlendir íþróttaþjálfarar komu hingað til lands, norskur skautahlaup- ari, Reidar Lieklev og danskur bad- mintonkennari, Jörgen Buch (3.) Stórhríðarmót Akureyrar fór fram í stórhríð. Sigurvegari í A-flokki varð Sigtryggur Sigtryggsson (5.) Skjaldarglíma Ármanns var háð og voru keppendur 8. Sigurvegari varð Ármann Lárusson, lagði alla keppi- nauta sína glæsilega (6.) Jón Þorsteinsson varð skákmeistari Norðurlands (6.) Sundmót Ægis var háð. Þar setti Ólafur Guðmundsson nýtt íslandsmet í 50 metra drengjasundi (14.) Skautamót íslands fór fram að Espi- hóli í Eyafirði og kepptu þar eingöngu Akureyringar. Edda Indriðadóttir varð sigurvegari í kvennahópnum og setti tvö met. Bjöm Baldvinsson varð skautameistari íslands. Sjö ný íslands- met voru sett á mótinu (19.—24.) Lárus Johnsen varð skákmeistari Reykjavíkur (24.) FURÐITLJÓS Á Sigurðarstöðum á Molrakkasléttir sáu þrír menn fuiðuljós. Blossaði það ýmist upp cða dofnaði og stefndi til suðausturs. Það hvarf eftir svo sem eina mínútu (20.) Annað furðuljós sást á Húsavík, eld- hnöttur í vestri, sem minnkaði og stækkaði á víxl og virtist sindra úr honum. Eftir 10 mínútur hvarf hann í fjarska (25.) UTANFARIR Alþingi kaus þessa fulltrúa i Norð- urlandaráð: Gísla Jónsson, Bernharð Stefánsson, Sigurð Bjarnason, Jörund Brynjólfsson og Stefán Jóh. Stefáns- son. Fóru þeir síðan utan til að sitja stofnþing ráðsins í Kaupmannahöfn (Magnús Jónsson varamaður fór í stað Sig. Bjarnasonar). Helgi Elíasson fræðslumálastjóri og Jón Emil Guðjónsson skrifstofustjóri Menntamálaráðs, fóru í 3 mánaða kynnisför vestur um haf í boði Banda- ríkjastjórnar (5.) Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til þriggja skemmtiferða til Spánar á þessu vori (11.) Gunnar Bjarnason ráðunautur og Steinþór Gestsson bóndi á Hæli í Gnúpverjahreppi fóru til Edinborgar á alþjóðaþing þeirra, sem rækta smá- vaxna hesta (19.) Páll ísólfsson dr., fór til London til þess að leika þar Bach-verk fyrir hljómplötur „His Masters Voice“ (28.) NÝ FÉLÖG Nýtt tryggingarfélag var stofnað í Reykjavík og tekur við tryggingum þeim, sem Trolle & Rothe og Carl D. Tulinius hafa haft (12.) Félag áhugaflugmanna var stofnað í Reykjavík. Tilgangur þess er að iðka flug og auka þekkingu á flugmálum (12.) Býræktarfélag íslands var Stofnað í Reykjavík. Markmið þess er að vinna að býflugnarækt hér á landi (14.) Átthaga félag Strandamanna var stofnað í Reykjavík (24.) SÝNINGAR Sýning var haldin á 117 málverkum og teikningum eftir Emil heitinn Thoroddsen (8.) íslenzkir listamenn taka þátt í sam- norrænni sýningu, sem haldinn verður í Bergen og Ósló (25.) FJÁRMÁL Alþingi samþykkti lög um stofnun Framkvæmdabanka íslands. Stofnfé hans er 95 milljónir króna. Bankanum verður falin umsjá Mótvirðissjóðs, að sjá um öflun íjárfestingarlána innan lands, verzla með verðbréf, afla láns- fjár erlendis, annast rannsóknir í sam- bandi við fjárfestingarþörf atvinnu- veganna, greiða fyrir gagnlegum ný- ungum í atvinnurekstri, greiða fyrir atvinnuframkvæmdum o. fl. (3.) Fjárhagsáætlun Reykjavíkur var af- greidd. Heildar niðurstöðutölur eru 103,658,000 kr. Útsvör eru áætluð 86.480.000 kr. (7.) Fjármálaráðuneytið framlengdi á- kvæðin um söluskatt svo að segja ó- breytt með nýrri reglugerð (15.) Viðskiftasamningur var gerður við Pólland. Seljum vér saltsíld, freðsíld, fiskimjöl og gærur, en fáum í stað- inn kol, timbur, vefnaðarvöru, gler- vöru o. fl. (17.) Viðskiftajöfnuður varð óhagstæður um 26.2 millj. króna í jan. (18.) Vísitala framfærslukostnaðar var 157 st., eða óbreytt. Kaupgjaldsvísi- tala hafði lækkað um 6 st. (20.) ÁFENGISMÁL Atkvæðagreiðsla um héraðsbann í Vestmanneyum fór fram og var þar samþykkt með 650 atkvæðum gegn 439 að banna áfengisútsölu í Ey- um (24.) Ákveðið hefir verið að slík atkvæða- greiðsla fari fram í ísafirði innan skamms og á Akureyri um leið og alþingiskosningar fara fram. Átta bílstjórar í Reykjavík voru sektaðir fyrir óleyfilega áfengissölu. Fengu 7 þeirra 3000 kr. sekt hver (18.) GJAFIR Norska íþróttasambandið gaf ÍSÍ fagran krystalsvasa í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins í sumar. Sendi- herra Norðmanna afhenti gjöfina (1.) Gísli Jónsson alþingismaður og frú gáfu Suðurfjarðarhreppi allar lóðir sínar á Bíldudal, en þær munu vera um % allra lóða í kauptúninu (5.) Þjóðræknisfélag íslendinga í Vestur- heimi gaf Barnaspítalasjóði Hringsins 10 þús. kr. til minningar um herra Svein Björnsson forseta (22.) Rauði kross íslands gekkst fyrir samskotum hér á landi handa Hollend- ingum vegna þess ógurlega tjóns sem t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.