Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 1
bék 11. tbl. JltarjpiJiirMi^ itia Sunnudagur 22. marz 1953 XXVIII. árg. JORGEN BUKDAHL: norðurlandarAðið og íslenzku handrjtin JÖRGF.N BUKDAIIL er einhver snjallasti rithöfundur Dana o? mikill mælskumaður. Af helztu ritum hans má nefna: „Hovedströmninger i skandinavisk Litteratur 1890—1925", „Mellemkrigsbogene", „Danmark og Norge undir Krig og Besættelse" og „Norden og vi". Hann hefur gert sér ljósa grein fyrir menningarsögu Norðurlanda frá upphafi til vorra daga, eins og grein þessi ber ljóst vitni. — Er íslendingum því ómetanlegur styrkur að því að hafa eignazt slíkan. málsvara í Dan- mörku, þar sem um menningararf vorn er að ræða. NORÐURLANDARÁÐIÐ er sezt á rökstóla í Kaupmannahöfn. Það var He.dtoft sem dró tjaldið frá hinni miklu sýningu með áferðar- fallegri ræðu, þar sem hann dró fram sögulega þýðingu norrænnar samvinnu, er hann taldi að ekki hefði verið nægur gaumur gefinn. „Vér stæðum ekki hér í dag, ef það væri ekki vegna aðgerða for- feðra vorra fyrir hundrað árum". Og svo minntist hann á fund stúd- enta og borgara í ráðhúsinu 1845. Hann minntist einnig á vankant- ana á þeirri hreyfingu, að hún var ekki alþýðleg, afstöðuna til dönsku landamæradeilunnar og hve lítt hefði verið skeytt um þjóðarein- kenni. Og hann sagði að það væri lýðskólunum að þakka að norræna hugmyndin væri enn lifandi. Það var svo sem ekki mikið út á ræðu þessa að setja, annað en það, að mælskan skyggði alveg á þann reginmismun, sem er á draumórum gamla „skandinavism- ans" og þeirri raunsæi, sem hlýtur að vera grundvöllur norrænnar samvinnu nú, því að hún blessast því aðeins, að menn núi hinar rómantísk-norrænu gullstírur úr augunum og losi sig alveg við hin- ar gömlu grillur, sem fremur öllu standa nú norrænni samvinnu fyrir þrifum; þær setja á hana lyriskan loftkastalasvip, eru eins og þýður sumarblær, sem breytist í haglel þegar hann rekst á kletta raun- veruleikans. Hinn gamli „skandinavismi" var mergfúinn Fyrst og fremst var nú „skand- inayisminn" þröng yfirstéttahreyf- ing. Hann var borinn fram af stúdentum og borgurum og hann var pólitískur, því að af Dana hálfu átti hann að vera einn liðurinn í landamæraþrætu þeirra við Þjóð- verja. Þeir töluðu um suðurtak- mörk Norðurlanda, og þeir töluðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.