Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Side 4
160 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þeim handritin, þar sem ísland hefur nú komið fótum undir sig og á sinn eigin háskóla, sem er eini staðurinn þar sem fullnægjandi rannsókn á handritunum getur farið fram. Það er ekki annað en undanbrögð, þegar nokkrir pró- fessorar við háskólann í Kaup- mannahöfn setja sig á móti af- hendingu handritanna á þeim for- sendum, að meðan þau sé þar, sé Kaupmannahöfn rannsóknamiðstöð fyrir fornnorræn fræði, því að með sárfáum undantekningum hafa það aðeins verið íslendingar sem hafa kunnað að gefa þessi handrit út. Þessi hefur verið reynslan bæði hér og í Svíþjóð síðan á dögum þeirra Árna Magnússonar og Jóns Eggertssonar. Árnasafn hefur í raun og veru um aldir verið ís- lenzkur háskóli við hlið þess danska, og þau eru fá handritin sem þar hafa verið gefin út, að ekki hafi íslendingar um þau fjall- að- Að vísu má nefna Kr. Kaalund, sem meðal annars fullgerði safn- skrána, sem Jón Sigurðsson hafði byrjað á. Yfirleitt hafa Danir glápt í forn- norrænni hrifningu á hinar gömlu skinnbækur, Eddu og Sögu. En það er minnsti hluti safnsins og að mestu leyti hafa komið út vísinda- legar útgáfur af þeim. En í safninu eru einnig handrit er sýna andlega íslenzka menningu allt fram að 1750. Þar eru hinar auðugu mið- aldabókmenntir frá kaþólskum sið (og þar í er Lilja), sem á engan hátt standa að baki því sem kallað er Edda og Saga um listrænt bók- menntagildi. Þar eru Maríuvísur og sálmar. Og þar er fyrst og fremst hið mikla rímnasafn, en rímurnar voru þær óþrotlegu lind- ir, er við heldu andlegri íslenzkri menningu, þar sem Eddu og sögur þraut. Rannsókn á þessu mikla við- fangsefni hefur fram að þessu ver- ið stopul og handahófsleg. Hvergi N noma á íslandi getur slík rannsókn farið fram, og til hennar þarf marga menn. í Kaupmannahöfn er nú aðeins einn maður (Jón Helga- son) og hann hlýtur að kafna í þessu mikla verkefni. En við há- skóla íslands eru sjö sérfróðir pró- fessorar og vaxandi fjöldi stúdenta, sem fást við íslenzka og norræna málfræði. Hér verð ég að nema staðar. En margt er enn ósagt og marga .hleypidóma frá hinni „oldnordiske“ rómantík þarf enn að kveða niður. Ég skora á hið norræna ráð að leggja sér þetta mál á hjarta. Áður en vér förum að stofnsetja norrænt bandalag, verðum vér að skifta hreint og heiðarlega sameignarbúi þeirra landa, sem nú eru frjáls og fullvalda. Og þá sérstaklega að gera hreint fyrir vorum dyrum gagnvart þeim, sem sameignarbú- skapurinn kom þyngst niður á: Noregi og íslandi. Slésvíkurmálið Annað norræna vandamálið snertir Suðurslésvík. Frá voru sjónarmiði er það höfuðmál, dönsk þióðarbarátta á gamalli danskri grund sunnan við landamærin. Og hinum æstu prófessorum, sem ekki vilja afhenda íslenzku handritin, vil ég benda á að hér er mál fyrir þá að fást við. Hér er mál þar sem þjóðlegur eldmóður þeirra gæti notið sín. Hér er ekki um það að ræða að sölsa undir sig andlegar eignir annarra, heldur að styðja danska þjóðerniskennd, þar sem hún á í harðri baráttu. Og við nor- ræna ráðið vil ég segja: Engum af hinum norrænu þjóðunum á að blanda inn í landamæradeilur vor- ar, eins og á dögum „skandinavism- ans“. Auðvitað ekki. Vér og Suður- slésvíkurbúar eigum að leysa það mál. En vér biðjum um andlegan styrk, samúð, skilning og fylgi í þessari menningarbaráttu, sem ger- ir þær lágmarkskröfur að Danir og Þjóðverjar njóti hins sama réttar þar. Og það mál varðar allar nor- rænar þjóðir, ekki síður en afhend- ing íslenzku handritanna. Finnar þurfa að vera með í norrænni samvinnu Svo er það Finnland. Það þarf ekki að fara 'í neinar grafgötur um það hvers vegna enginn fulltrúi frá Finnlandi er í Norðurlandaráðinu. En Finnar berjast í dag undir skugga einveldisins fyrir þeim hug- sjónum og norrænum réttarhug- myndum, sem eru hinn siðferðilegi grundvöllur norrænnar samvinnu. Og Finnar hafa greitt dýrari blóð- fórnir fyrir þessar hugsjónir heldur en nokkurt hinna norrænu ríkj- anna. Barátta þeirra á vígvellin- um og eigi sízt það hvernig þeir tóku ósigrinum og greiddu hernað- ar skaðabæturnar, hefur vakið að- dáun um allan heim — einnig í Rússlandi. Norðurlandaráðið getur auðvitað ekki blandað sér í stórpólitík, en skilningur hinna Norðurlandanna á menningarbaráttu Finna, getur verið gegnlegur. Hér er einnig um bakhjarl að ræða þar sem ekki er hægt að veita beina aðstoð. En menn hafa ekki skilið vel hvað Finnland á við að stríða innbyrðis. í landinu búa tveir þjóðflokkar, sænsk-finnskur og finnsk-ugriskur, og þar eru talaðar tvær tungur. Lengi var sænskan aðalmálið. En hin þjóðlega vakning, sem Snell- man hóf, hóf finnskuna til vegs og breytti henni úr alþýðumáli í bókmál. — Nú tala um 9—10% sænsku í Finnlandi, hinir finnsku. Nú er sænska þjóðarbrotið í al- gerum minni hluta. Það hefur úr- slitaþýðingu fyrir Norðurlönd að skilja sigur finnskunnar og hver þjóðarnauðsyn hún er, og það get- ur haft úrslitaþýðingu fyrir nor- rænu félögin að þau skilji þetta-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.