Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 8
Séra Sigurjón Guðjónsson; ÞIJSIifMD VATIMA LJIJFA LAIMD Ferðaþættir frá Finniandi A LGIÐ TIL FINNLANDS SKIPSBJÖLLUM cr hringt, og Finnlandsfarið leggur frá bryggju i Stokkhólmi. Það er síðla dags um miðjan október. Skipið siglir út úr skerjagarðin- um og hefur hægan á. Er þarna þröng sigling 'og mikil umferð. — Létt rökkurmóða færist yfir, en hallir og turnar höíuðborgarinnar hverfa smám saman. Skipið er fullt af fólki, flest eru það Finnar og Svíar, einnig nokkrir Norðmenn og Danir. En mesta athygli vekur ung- ur Kínverji, sem er að halda heim til sín að loknu háskólanámi í Eng- landi, og á harla drjúgan spöl fyrir f» — . W »—i ii • —---- « - Dómkirkjan í Abo höndum. Veðrið er yndislegt. Haf- ið blýgrátt og kyrrt, og margir á þiljum uppi. Enn eru eyar, hólmar og sker til beggja handa. Þau virð- ast aldrei ætla að taka enda, því að heita má aö skerjagarðarnir nái saman á siglingaleiðinni, Stokk- hólmur — Ábo. Það er aðeins mið- leiðis að" komizt er á opinn sjó. — Tunglið kemur upp og varpar sinni töirabirtu um lognvært Álandshaf- ið. — Fáir geía sér tíma til að sofa. — Eini viðkomustaðurinn á leið- inni er Marinchamn (Maríuhöfn), liöluðstaður Álandseya, sem eru nú að mestu sjálfstæðar og aðeins í lausum tengslum við Finnland, og liaía sitt eigið þing. Álendingar eru iikari Svíum en nokkrir aðrir Finnar og tala sænska mállýzku. Hávaxnir og grannvaxnir eru þeir og ljósir yíirlitum, glaðlyndir og talsverðir sundurgerðarmenn í klæðaburði. Þeir cru miklir sæfar- ar, stunda iiskveiðar og verslun, auk þess sem verulegur landbúnað- ur cr á eyunum. Fra Álandseyum er kvenrithölundurinn Sally Sal- minen, er gat sér mikið frægðarorð fyrir skáldsöguna Katrinu, er marg -ir íslendingar kannast við. Eyarnar eru þvi nær óteljandi, og ekki ncma 100 þeirra byggðar. Eru eyaskeggjar um 30 þúsund talsins. — Það cr skömm viðdvöl í Marinehamn, og lítið á lienni að græða, þar sem hánótt er. Nokkr- um íarþegum er hleypt í land, og við öðrum nýum tekið, sem ætla með okkur hinum til Finnlands. * Kista Katrínar Mánadóttur i Abodómkirkju — Þegar Marinehamn er að baki, ganga flestir til náða, því að ekki verður komið til Ábo fyrr en kl. átta að morgni. — Alls staðar eru farþegar, i malsal og göngum, tröppum og stigum. Hvar sem er stóll eða eitthvert hægindi er sofið eða dottað. Fáeinir vaka, flestir þeirra við skál. KOMID TIL FINNLANDS Það.er glóbjartur haustmorgun. Skipið þokast inn skógi vaxinn skerjagarðinn, og litbrigðin, er aug- anu mæta verða ekki talin. Gamla Ábo blasir við skammt fram und- an, og klukkan hálfníu eru land- íestar leystar, og ferðafólkið stígur á íinnska grund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.