Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 165 ELenas Tollskoðunin tekur drjúgan uma, þó að ekki sé hún ströng, þar eð íarþegarnir eru svo margir. Frétta- þyrstir blaðamenn sitja um fram- andi ferðalanga, eins og skrattinn um mannssál. Þrír sátu fyrir mér og spurðu mig frétta. Svaraði ég þeim með allri gát, og taJdi heppi- -legast, því að margt samtal viil skolast í frásögn blaðanna. Flest samferðafólkið ætlar áfram lil Helsingfors. Allar leiðir hér liggja þangað. Til Helsingfors má komast, bæði með járnbraut um Porkalahéraðið og stórum áætlun- arbílum langt norðan þess. Ég kýs bílinn. Hef ekki geð í mér til þess að vera lokaður inni sem fangi yfir þvéran Porkalaskaga- En síðan 1944 hefur hann venð setinn rúss- nesku herliði. Bilferðm milli Ábo og Helsmg- fors tekur fjórar klukkustundir. Eykst það mjög i Fihnlandi sem víða annars staðar að ferðast með stórurn almenningsvögnum, og standast járnbrautirnar þar illa samkeppnina og hafa viða gengið úr sér, þar sem Finnar hafa ekki haít efni á því að endurnya þær sem skyldi, enda engin furða. — Á miðri leiðinni er bærinn Saldó. Þat er staðnæmzl og drukkið kaffi. — Sá ég þar fyrsta manninn, er bar sýnileg merki stríðsins. Það var ungur maður eintættur, er gekk við tvær hækjur. Hryggileg sjón og eftirminnileg. Það er dálítið skritið að vera staddur i þúsund vatna landinu ug sjá naumast stöðuvatn, en það er lítið um þau á þessum slóðum. Víða eru á leiðinni myndarleg bænda- býli og nýrækt mikil. Þau gægjast út milli klettaasa og trjástóða for- vitnum augum. Slakkar og dalir eru hvarvetna ræktaðir. — Sums staðar gefur að líta nýfelldan skóg. Hér skal rísa nýbýli og bygging hafin. Bændurnir eru að taka upp og flytja heim fóðurrófurnar, sem þeir rækta mikið af i Suður-Finn- landi. Iðjandi fólk verður hvar- vetna á vegi manns. Vegurinn er góður, og bílstjórinu ekur með ærnum hraða í gegn um útbæi Helsingtors. En ekki kannast ég við mig lyr en ég er kominn á bilstöðina, sem er nærri miðbæn- um. Mér þykir alltaf óþægilegt að koma til erlendrar stórborgar, ef hvorki er vinum né kunningjum að mæta. En svo er ekki að þessu sinni. — Prófastshjónin Wirén á Brándö, og Islandsvinurinn góði, Maj Lis Holmberg rithöfundur, taka á móti mér af alúð og inni- leika, svo að ég finn ekki til þess að ég sé langt að kominn útlend- ingur. í HELSINGFORS líelsingfors (á finnsku Helsmki) er eina stórborgin í Finnlandi og hefur vaxið mikið frá því er ég var hér síðast, 1938. Telur hún nú um 400 þúsund íbua. Hún varð, eins og ætla má, fyrir miklum skemmd- Frá llaiigö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.