Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 10
166 LESBÓK MORQUNBLAÐSINS um í stríðinu af völdum loftárása, en vart sér nú þeirra lengur stað. Eigi dylst mér að hún er miklu finn-finnskari en áður, enda hefur setzt þar að upp á síðkastið fjöldi manna utan af landsbyggðinni, þar sem aðeins finnska er töluð. Þar á meðal margt landflótta Kyrjála, sem urðu að yfirgefa heimkvnni sín að fullu eftir stríðið. Það er sagt að nú á tímum séu allar stór- borgir að verða líkar hver annarri og íbúar þeirra einnig, og er nokk- ur sannleikur í því. Sérkennin hverfa sí og se fyrir vaxandi við- skiftum og samgöngum, sem auk- ast ár frá ári. Helsingfors er ungur bær. Að vísu var hann stofnaður á 16. öld af Gustaf Vasa, en ekki fór hann að vaxa neitt að ráði fyr en á 19. öld. Fátt er þar gamalla húsa, enda hafa eldsvoðar herjað hann hvað eftir annað. Gamall bæarhluti er ekki til. — Helsingfors er fallegur bær. Þar er margt glæsilegra stór- hýsa, og mun hann að húsagerð til vera einn fegursti bær á Norður- löndum. Þá er lega hans skemmti- leg. Hann stendur að mestu á skaga er gengur út í Finnska flóann. Göt- urnar eru breiðar og reglulegar og víða meðfram þeim trjáraðir- Torg eru víða með svipmiklum minnis- merkjum, og margir skemmtigarð- ar. — Helsingfors er höfuðborg Finnlands um allt. Hún er aðsetur æðstu stjórnar landsins, menningar og menntaborg. Þar er höfuðsetur iðnaðar og verslunar, og mesta innflutningsborg landsins er hún, þó að hafnir hennar lokist stund- um nokkra vetrarmánuði vegna lagísa. Af merkustu byggingum Hels- ingfors má telja: Ríkisdagshúsið, eina fegurstu byggingu á Norður- löndum, Stórkirkjuna og Háskól- ann. Þá er forsetahöllin mjög stíl- hrein og virðuleg bygging. Þar býr nú forsetinn Paasikivi (hornsteinn- inn, eins og það er útlagt úr finnsku). Er það mjög táknrænt, því að á engum einum manni fram- ar hvílir heill Finnlands nú og hefur hann alveg óskift traust þjóðar sinnar. — Þykir mörgum Finnum sem vandfyllt verði hans skarð. Er hann nú 82 ára gamall, en þó í fullu starfsfjöri. Paasikivi forseti er lögfræðingur að mennt og gerðist ungur stjórnmálamaður. Sendiherra var hann lengi í Moskva, og er talið, að hann sé eini stjórnmálamaðurinn finnski, er Rússar virði. Hann er þrautreyndur og laginn samningamaður og mik- ill ættjarðarvinur. Af forsetum Finnlands er hann sjötti í röðinni. — Sagt er, að Paasikivi sé ekki búinn að útvelja sér eftirmann, og þyki hann vandfundinn. Er ég var í Savolaks heyrði ég eftirfarandi sögu um hann og Sibe- lius. Ekki veit ég um áreiðanleik hennar: Þegar tónskáldið mikla, Sibelius, var 85 ára (1950) heimsótti Paasi- kivi forseti hann. — Öldungarnir ræddu margt. Kom þar, að samtalið barst að framtíð Finnlands, og var Paasikivi ekki með öllu áhyggju- laus, og segir loks: „Verst er, Sibe- lius, að það eru engir menn til að taka við af okkur, er við föllum frá“. Svaraði þá hinn, og brá á glens: „Vertu alveg ókvíðinn, Paasikivi, þú hefur Kekkonen og ég Malm- sten“. Kekkonen er núverandi for- sætisráðherra Finna, duglegur maður, en umdeildur. Hann þykir metorðagjarn og keppti við Paasi- kivi í síðustu forsetakosningum, en hlaut miklu minna atkvæða- magn. Malmsten er talinn einn af smæstu spámönnunum meðal finnskra tónskálda. í Helsingfors er fjölskrúðugt menntalíf. Þar er höfuðháskóli landsins með tíu þúsund stúdent- um, en auk hans eiga Finnar tvo minni háskóla í Ábo. — Fjöldi sér- skóla er í bænum og má segja, að þar sé miðstöð alls finnsks mennta- lífs. — Háskólinn er mikil og virðu -leg bygging og stendur við Stór- torgið, eins og margar þekklustu byggingar bæarins. — Fegursti skemmtigarður borgarinnar er Brunnsparken; þar fagna finnskir stúdentar sumri við mikil hátíðn- höld fyrsta dag maímánaðar. Ur skemmtigarðinum sér vítt yfir bæ- inn og til hafs. í suðaustri rís hátt hið sögulega, fornfræga virki, Sveaborg. En um það hef ég áður skrifað hér í blaðið allítarlega grein, sem ég sé ekki ástæðu til að bæta við. Staður mikið sóttur utan við Helsingfors, einkum á sumrin, er Högholmen (Háihólmur). Þar er dýragarður Finnlands. Eru þar fyrst og fremst geymd innlend dýr- — Merkasta gata borgarinnar er Mannerheimvegurinn, kenndur við Mannerheim marskálk, þjóðhetju Finna, er dó snemma árs 1951. — Við þá götu standa ýmis fegurstu stórhýsi Helsingfors, er risið hafa upp á seinni árum, og tala sínu þögla máli um snilli Finna í húsa- gerðarlist, er þeir hafa orðið kunn- ir fyrir víða um heim. — ★ — Gamall draumur hafði rætzt. Eg var aftur kominn til Finnlands eftir 13% ár. — Ég vakna að morgni 18. október af værum svefni úti á Brándö, sem er í útjaðri Helsing- fors. Það var fallega gert, Finlandia, að gefa mér síðkomnum gesti ofur- lítinn smekk af þínu unaðslega hausti. Ég hef aldrei átt vor eða sumar með þér, og vanséð að svo verði. Loftið er hlýtt og hressandi tært. Glugginn er opinn. Ennþá syngur lítill kór í skóginum. — Greinar trjánna hafa goldið nokkurt afhroð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.