Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Side 11
HT* 167 W* liESBÓK MORGUNBtAÐSINS --- ------- -w,. því lauffallstíðin er löngu byrjuð. Enn er skrúð þeirra all ríkulegt, þó að bliknun sé á blöðunum. Og þarna bærist þú, tígulega grön, drottning allra ássins trjáa. Hve starsýnt verður mér á þig þessa fáu samverumorgna. Svo lif- andi! Svo lifandi! Það hlýtur að búa í þér álfur eða dís, eða einhver önnur dularfull vera. — Og efst í ásnum stendur kirkja Brándöbiia, byggð á bjargi, og á sjálfri ásbrún- inni, eilítið hærra, klukknaturninn, hár og tígulegur. Hér er gott að vera. Hingað nær ekki hark og skarkali stórborgarinnar. — Það er stutt niður að Brándövíkinni- — Hafið er blátt og kyrrt. Fagrir og friðsælir skemmtigarðar liggja upp frá henni. Fáklædd börnin leika sér og hlaupa fram og aftur. Flest tala þau finnsku, sænskan er á undanhaldi. Er ég var hér síðast voru sænskumælandi Finnar (Finn -Svíar) í verulegum meiri hluta á Brándö. Nú er þessu snúið við. í nokkrum teygum drekk ég í mig unað þessara fögru haust- stunda, sem hraðfleygar halda á braut fyrir nepju og næðingi kom- anda vetrar, er þurrkar út á svip- stundu síðustu merki Hðins sum- ars. Fuglasöngurinn hljóðnar, og síðustu laufin falla af trjánum. Þau hvirflast eftir héluðum vegum, og brátt sér enginn þeirra stað. HRINGFERÐIN SKAMMA Það er þriðjudagur 23. október. Haustrigning er á og þoka í lofti. Ég er staddur á langferðabílstöð- inni miklu í Helsingfors þaðan sem stórir áætlunarbílar aka út um allt sunnanvert Finnland. Einn bíllinn er að leggja af stað til Ekenás í Nýlandi, þar sem ég á að flytja fyrsta erindi mitt um ísland á veg- um Norræna félagsins (Pohjola- Norden) í Finnlandi. Ég stíg upp í bílinn með pjönkur mínar. — Rík eftirvænting býr í huga mín- um um það, hvernig ferðalagið muni heppnast. Eftir tvo tíma nem- ur bíllinn staðar í Ekenás, þar sem ungur, rösklegur kennari tekur á móti mér. — Ekenás er fremur lít- ill bær, fjögra alda gamall, stofn- aður af Gustaf Vasa. Hann stendur á tungu eða odda, sem gengur út í Finnska flóa. Skerjagarður er til beggja handa, alsettur eyum, sem ekki verður tölu á komið- Höfn er þarna góð og lengst af íslaus. íbúar hfa einkum á iðnaði, svo sem al- gengt er í bæum Finnlands. í bæn- um er annar af tveim kennaraskól- um Finn-Svía. Hinn er í Nýkarla- bæ í Austurbotnum. — Gamall menntaskóli er í bænum, og sóttu hann m. a. Elias Lönnrot, höfundur Kalevalakvæðanna og Aleksis Kivi, faðir finn-finnskra bókmennta. — Það má heita, að bærinn sé finn- sænskur, er þar örfátt Finn-Finna, og er hann sagður sænskasti bær í landinu. Náttúrufagurt er þarna og er Ekenás ferðamannabær all- mikill. Ég tala um kvöldið í kennara- skólanum fyrir fullu húsi og hlaut hinar hlýustu viðtökur sem annars staðar í Finnlandi. Snemma næsta dags varð ég að halda ferð minni áfram, svo að ég fekk minna að sjá af bænum en ég hefði óskað. Ég fer með járnbraut- arlest til Hangö. Fremur skammt er á milli, og tekur ferðin ekki langan tíma. — Bærinn Hangö stendur á syðsta odda Finnlands og telur um sjö þúsund íbúa. Eins og nafnið ber með sér, var hér áður um ey að ræða, en öll strönd landsins hefur hækkað að mun á seinni öldum, og er nú víða þurrt land þar sem áður var sjór. — Hangö er mikil verslunarborg, bæði hvað út- og innflutning snert- ir. Hún liggur vel við siglingum og er þar ísminnsta höfn landsins. — Hangö er einn af þeim bæum Finnlands, sem verst urðu úti í stríðinu. Varð hann fyrir mjög hörðum loftárásum Rússa í „vetr- arstríðinu“ og skemmdist mikið, þó að nú sjái ekki lengur miklar minjar þess, nema á skóginum um- hverfis bæinn, sem er stórskemmd- ur, og þó mest af því, að Rússar hjuggu hann mjög, meðan þeir höfðu þar aðsetur, frá því við frið- arsamningana 1940 og þar til stríð- ið brauzt aftur út milli Finna og Rússa rúmu ári síðar, og var þá bærinn fyrir loftárásum að nýu. Á höfninni er margt skipa og ber þar allt vott um líf og framkvæmd- ir- Margt nýrra og glæsilegra húsa er í bænum, og eru þar minnis- stæðust ráðhúsið og heilsuverndar- stöðin. Hvortveggja byggingin er bænum til mikils sóma. Ég flyt erindi mitt í gömlu og rúmgóðu menntaskólahúsi og var þarna allmikil hátíð. Hljómsveit spilaði og kórar sungu. í bænum hitti ég G. Bergquist, íslenzkan konsúl, er var mér í öllu vel sem aðrir Hangöbúar. Daginn eftir aka tveir stjórnend- ur Pohjola-Norden mér í einkabíl á næsta áfangastað, sem er Lárk- kullaskólinn í Karishéraði. Lárk- kulla þýðir Lævirkjahæð. Þar hef- ur finnsk-sænska kirkjan komið sér upp merkilegri stofnun, sem um margt minnir á Sigtuna í Sví- þjóð. Lindvall skólastjóri frá Eke- nás, faðir núverandi biskups Finn- Svía, átti hér fyrrum sumarbústað, er brann. Á rústum hans er skólinn reistur. Lindvall gróðursetti þarna á sínum tíma nokkur lævirkjatré, og af þeim dregur hæðin nafn. — Skólinn tók til starfa 22. okt. 1950. Hann er eign finn-sænsku kirkj- unnar, og er byggður fyrir sam- skotafé. Er verulegur hluti þess kominn frá Finnum í Ameríku, auk þess sem Svíar veittu málinu lið. Forstöðumaður skólans er H. Went- zel, ungur prestur, en formaður skólanefndar er finn-sænski bisk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.