Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Síða 12
r LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS , upinn- Inntökuskilyrði eru þau að ; nemandi haíi verið í lýðháskóla. ( — Höfuðnámsgreinar eru kristin- fræði, móðurmál, saga þjóðarinnar, safnaðarstarfsemi og sjúkrahjálp. ( En á stefnuskrá skólans er það efst að ala upp góða, kristna þjóðfélags- þegna. — í skólanum eru haldin •v kirkjuleg mót og fundir á þeim tíma, er skólinn ekki starfar. Gestir t halda fyrirlestra við skólann. 70% ; skólakostnaðar greiðir ríkið. Bóka- \ safn á skóhnn nú þegar furðu gott. ( Hver dagur byrjar og endar með ; guðræknistund. — Fullyrða má, að Lárkkulla er fögur bygging, í ; fögru umhverfi, með fögur mark- L mið. — Auk innlendra nemenda voru í Lárkkulla 2 Svíar, 1 Dani og ; 1 Norðmaður. Sagði skólastjóri, að ; gaman væri að íá einn íslending í L hópinn. ; Skammt frá Lárkkulla stendur ; gamla kirkjan í Karis, helguð lieilagri Katrínu frá Siena. — Er k kirkjan frá miðri 15. öld, mjög ; vönduð grásteinskirkja með tígul- ; steinssúlum. Eru höfuðskip hennar ; þrjú. — Fyrir neðan hana rennur Svartá og örskammt til hliðar er einkar fallegt stöðuvatn, er heitir Kirkjuvatnið. Kariskirkja er talin meðal hinna elztu og virðulegustu kirkna Finn- lands. Þar er margt fagurra vegg- mynda (freskó), er hafa nú nýlega verið kallaðar fram og þykja góð listaverk. — Skynsemistrúarmenn höfðu málað yfir þær. í kirkjunni er margt helgimynda úr tró frá katólskri tíð, og þykir ein þeirra, af Jóhannesi skírara, afburða vel gerð, og er geymd í skrúðhúsinu. Skjaldarmerki gamalla aðalsætta ; hanga cnn á súlum. Á veggjum sitt ; hvorum megin í hverju skipi eru 'L inálaðar myndir af postula og spá- ; manni saman. Þá eru og málaðir rauðir hringar á veggi, og var L stökkt vígðu vatni á þá í katólsk- um sið. Veggir og hveliingar segja sögu þessa gamla helgidóms, sem Finnar eru hreyknir af. í gluggum eru fögur glermálverk með tákn- rænum myndum og er efnið ýmist sótt í biblíuna eða fornar helgi- sagnir. Umhverfis hinn ævaforna graf- reit er garður, hlaðinn úr steini, og minnti hleðslan á forna grjót- garða heima á Fróni, en hann virt- ist mjög sokkinn í jörðu. — ★ — Á björtum haustdegi held cg frá Lárkkulla með járnbarutarlest til Ábo, og liggur leiðin yfir frjóar lendur, ein beztu landbúnaðarhér- uð Finnlands. í Ábo hafði ég dvalizt 3 daga ásamt konu minni 1938. Það er sá bær, sem flestir íslendingar, er til Finnlands fara, koma fyrst til, og sá finnskra bæa er á lengsta og merkilegasta sögu. Höfuðstaður landsins fram á 19. öld. Háskóla- bærinn eini til svipaðs tíma, og að öllu leyti menningarsetur Finna öldum saman. í Ábo átti ég vinum og kunningjum að mæta, þar sem voru þeir Karl-Erik Forssell prest- ur við dómkirkjuna, Ottó próf. Andersson, Álendingur að ætt, er skrifað hefur margt um rímur vor- ar og rímnalög, og er mjög lærður söngfræðingur og tónskáld, og Vainö Marjanen prófastur, er var hér á prcstastcínunni 1950 ásamt lleiri kirkjufulltrúum írá NorðUr- löndum. Þá grciddi rithöf. Ole Tor- vaids, cr vcrið liei'ur hcr á íslandi og er blaðamaður við Ábo Under- ráttelscr, götu mína. — Einn ís- lending hitti ég í bænum, stúlku austan af Hcraði, er var þar við vefnaðarnám. Ábo (á finnsku: Turku) stendui; beggja mcgin Aurailjóts, þar scm það fellur til sævar. Hún er mikil verslunar- og iðnaðarborg. — Eru vetrarsiglingar þangað miklu auð- veldari en til Helsingíors, og höfn- mni haldið opinm allan vetunnn, sem stundum er því nær ógerlegt að því er viðkemur Helsingíors. Hún er í daglegu gufuskipasam- bandi við Stokkhólm allan ársins hring sem og flugsambandi. Iðnað- ur er þarna mjög mikill og bærinn vaxandi. Nú eru þar um 120 þús. íbúar og er hún næst stærsta borg landsins. Kepptu 3 borgir lengi vel um annað sætið: Ábo, Tammerfors og Viborg. Viborg misstu Finnar til Rússa ásamt Suður-Kyrjálahér- uðunum við stríðslok, og nú hefur Ábo náð nokkru forskoti í keppn- inni við Tammerfors- — Ábo var öldum saman miðstöð athafnalífs sem andlegs lífs í Finnlandi. Þar var háskóli frá 1640. Þar sat yíir- eða erkibiskup Finna, og er svo enn. Og þar eru tvær merkileg- ustu fornbyggingar landsins: dóm- kirkjan og slotið. Þar sem Ábo stendur var upp- haflega markaðsstaður, krossgötur milli Aurafljótsins og vegaslóða frá Nýlandi og Tavastlandi. Upp eftir ánni fluttu bátar útlenda vöru og fisk sem seld var í skiftum við grávöru, kjöt, korn og aðra mat- vöru. Smám saman settust þarna að nokkrir kaupmenn og iðnaðar- menn. Skipum af hafinu var gott að leita skjóls í skerjagarðinum. Kirkja er byggð og smáþorp mynd- ast. Á 13. öld var dómkirkja sú er enn stendur byggð, og í kring um liana og í skjóli hennar risu klaust- ur, skóli og sjúkrahús. — Sænska rikisvaldið eíldi bæinn sakir ágætr- ar legu hans, og tók að sér að vernda íbúana fyrir herskáum og heiðnum Tavöstum, er sóttu suður til strandarinnar. Meðal annars vegna þess var slotið byggt í lok 13. aldar. Það var varnar- og árás- arvirki gegn Tavöstum. Þar settist sænski landstjórinn að og starfslið hans. Áhrif Hansámanna urðu mikil í borginni á miðöldum sem viða annars staöar um Norðurlönd, og geynnr Abo enn í dag ýmis or-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.