Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 14
r vn " LESBÖK MORGTTNBL'AÐSINS þar i sig fyrstu áhrifin um land og þjóð. — Sænska heyrist þar sjaldan, finnskan yfirgnæfir, og lætur undarlega í eyrum útlend- ingsins. SKKOPPIÐ TIL BORGÁ Ég er á leið til Runebergsbæar- ins — Borgá, frá Helsingfors. Leið- in tekur tvo tíma. Þar hafði ég dvalizt tvo daga 1938, og á síðan góðar minningar um þann merki- lega bæ, sem er eins konar höfuð- borg Finn-Svía. Borgá er gamall bær, „eldri en saga hans“, hefur sænskur sagnfræðingur komizt að orði. Aðeins tveir aðrir finnskir bæir eru honum eldri. Borgá átti sex alda afmæli fyrir fáum árum, og var þá mikið um dýrðir, eins og ætla má. — Margt er á huldu um uppruna Borgá. En eitt er víst, að við mynni árinnar myndaðist snemma markaðsstaður, þar sem farmenn og sveitabændur versluðu sín á milli. Skipalægi var þar ágætt og leituðu skip er um Finnska fló- ann sigldu þangað oft til hafnar. Talið er að norrænir víkingar, og þá helzt Danir, hafi hlaðið sér virki á Borgarhæðinni, og er enn að finna einhverjar minjar þeirra, þegar grafið er í hæðina- Smám saman verður Borgá höfuðsetur Austur-Nýlands, og því þaðan stjórnað. Á langri ævi hefur Borgá aldrei verið hættara komin, þó að margt hafi á daga hennar drifið, en á ríkisstjórnarárum Gústafs Vasa. — Hann stofnaði Helsingfors, svo sem áður er getið, og lagði svo fyrir, að íbúar Borgá og fleiri ná- grannabæa skyldu flytja þaðan til hins nýa bæar. Leit svo út um sinn, sem dagar Borgá væri nú taldir. En það fór á annan veg. Fólk tók að setjast þar að af nýu og festi rætur á hinum fagra staö. — Varla hafði hún náð sér, er oldur stríðs og elda skullu á henni. •— f Norðurlandaófriðnum mikla heldu Rússar herjum sínum til Borgá. Enginn skipulagður her var til varnar, og tóku borgarbúar sjálfir að sér vörnina. Vörðust þeir af hetjulund og hreysti, en úrslitin gátu ekki orðið nema á einn veg. Við lok bardaganna stóð ekkert eftir af Borgá, nema sótugir múr- ar hinnar fornfrægu grásteins- kirkju, er stendur enn í dag. Eftir þetta var bærinn í höndum Rússa í átta ár. — Við friðarsamninga Svía og Rússa, véku Rússar þaðan. Viborg, þar sem lengi hafði bisk- upssetur verið féll í hendur þeirra. En í stað þess var settur á fót biskupsstóll í Borgá og hefur verið síðan. (Frá 1923 situr þar biskup allra sænskumælandi Finna). Um sama leyti var reistur þar latínu- skóli, og við hann starfaði síðar sá maður, er mestum ljóma hefur varpað á Finnland, innanlands og utan, þjóðskáldið mikla og ást- mögur þjóðar sinnar, Johan Lud- vig Runeberg. Hljóða vornótt 1837 ók ungur menntamaður ásamt konu sinni og ungum börnum þeirra, vagni sínum inn í Borgá, og þar átti hann síðan heima í 40 ár, til dauðadags. Minningarnar um Runeberg mæta gestinum í hverju spori. f Borgá orti hann m. a. Fándrik Stál, er Matthías Jochumsson þýddi kaíla úr, og margir muna, eins og t. d. Svein Dúfu. Borgá er einn mesti ferðamanna- bær Finnlands. Veldur því bæði mikil náttúrufegurð, en eigi síður hitt, að Runeberg átti þar heima. Fæðingardagur hans, 5. febrúar, er þjóðhátíðardagur í Finnlandi, en hvergi er hann hátiðlegri en í Borgá. — Án efa heíur Runebergs- dýrkunin valdið því, að í bænum hefur jafnan átt heima margt skálda og listamanna Fínna, sem hafa tekrð Borgá fram yíír Hels- ingfors þrátt fyrir minni lífsþæg- indi. Eitt elzta húsið í bænum er kall- að Skáldhúsið (Diktahemm- et), og er gjöf stærsta útgáfufyrir- tækis í Finnlandi, H. Schildt, til finn-sænska rithöfundafélagsins. Skal þar jafnan, samkvæmt gjafa- bréfi, búa eitt frægasta skáld Finn- Svía. Meðal þeirra er átt hafa þar heima voru Bertel Gripenberg og Jarl Hemmer. Að vísu ekki mikið þekktir hér á landi fremur en önn- ur finnsk skáld. Af þeim húsum, er alla fýsir að sjá, er til Finnlands koma, eru Dómkirkjan og Runebergshúsið. — Dómkirkjan er virðulegasta og langelzta bygging bæjarins- Ég hef skoðað hana áður og verið þar viðstaddur prestvígslu. Nú er verið að gera við hana, en samt langar mig að koma þar inn og það er auðsótt mál. — Við súlu innarlega í kirkjunni er stytta í bronsi í meira en fullri líkamsstærð af Alexander I. Rússakeisara, sem vinsælastur var allra rússnesku keisaranna meðal Finna. Hún er sett niður á þeim stað, þar sem keisarinn gaf þjóðinni nýja stjórn- arskrá, og gerði Finnland að stór- furstadæmi. Styttan er gjörð af myndhöggvaranum Walter Rune- berg, syni þjóðskáldsins fræga. Walter hefur einnig gjört mikið minnismerki af föður sínum og stendur það á höfuðtorgi bæjarins, þar sem hátíðahöldin fara fram 5. febrúar ár hvert. í kirkjunni hanga enn nokkur skjaldarmerki frægra aðalsætta, sem heima áttu í Borgá, og koma mjög við sögu Finnlands. — Rune- bergshúsið er stórt, einnar hæðar timburhús með nokkru risi, eins og flest hús í eldri hluta bæjar- ins. Það er í eigu rikisins, eh um- sjá bæjarins. Húsvörður er þar enn Ida Strömberg, dóttir aldavin- ar og sambýlrsmanns Runebergs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.