Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 171 Man hún skáldið, er hann lama maður, eins og hann var lengi, strauk litlu lokkana hennar. Hún sýndi mér húsið, er ég var hér siðast, en nú er hún veik og þreytt, aldín að árum. Mikið missir Rune- bergshúsið, þegar hún fellur frá. Borgá er meira en menningar- og minningabær. Hið starfræna líf er þar einnig i fullu íjöri. Iðn- aður er mikill, einkum trjáiðnað- ur, og þó undarlegt sé í ekki stærra bæ, er þar mest bókaútgáía í Finn- Iandi. Eitt útgáfufyrirtækið heíur sjö hundruð manna í þjónustu sinni. Mun ekki fjarri því, að önn- ur hver bók, sem prentuð er í land- inu sé prentuð þar. Borgá var illa leikin í síðasta stríði. Þrettán meiri háttar loftár- ásir voru gerðar á hana, en loft- varnir litlar. Varð af nokkurt manntjón, og húsbrunar miklir. Sjást þar enn nokkrar leifar rúst- anna. í einni loftárásinni tættist sundur hús í námunda við Rune- bergshúsið. Stærðarsteinn úr því lenti á þakinu og braut það, en stöðvaðist á sterkum bjálka, án þess að meira tjón hlytist af. Er steinn þessi geymdur við húsið til minja. Telja það margir krafta- verk, að sfeinninn skyldi ekki valda meira tjóni en raun varð á. Og heitt bað Ida gamla fyrir hús- inu sinu þá. f Borgá er sérstakt smáhverfi, hermannabærinn, sem byggður hefur verið af bæjarbúum og gef- inn örkumia hermönnum úr stríð- inu. Eitt vandaðasta húsið er þó gjöf frá sænskum bændúm. Talar þetta hverfi skýru máli um mann- kærleika þann, sem finnska þjóðin sýndi og sýnir óhamingjubörnum stríðsins. í Borgá er einn stærsti og elzti lýðháskóli landsins, er starfar undir öruggri forystu Helmer J. Wahlroos. Hafa íslenzkir nemend- ur sótt skólann og látið vel af dvöl BRIDGE é K8 5 ¥ A 742 ? 7 5 + D654 *9 7 N ? D G 10 4 ¥5 3 V A ¥ 10 ? KD10964 ? a *K G 9 S * A'108 7 3 6 A 6 2 V KD G 9 3 6 ? ÁG 3 2 *------- Suður sagði 6 hjórtu og austur tvö- íaldaði. V sló út TK. Hvernig átti S nú að spila til þess að vinna? Sagnir höfðu verið þessar: S 1 hjarta, V 2 tígla, N 2 hjörtu og A 3 lauf. Nú var það ákveðið að spila í hjarta og þess spurði S með 3 tigla sögn. V sagði pass og N sagði 3 hjörtu þar sem hann hafði ekki fyrirstöðu í tigli. S spurði þá aftur með 3 spaöa sögn og N svaraði með 5 hjörtum til þess að sýna að hann heíði ásinn í hjarta og kóng i spaða. Þá hikaði S ekki við að segja hálf- slemm. Skulum vér nú lita á hvernig S spilaði. 1. hann tók TK með ásnum, 2. sló út HK og tók með ásnum i borði , 3. lauf úr bordi, trompað heima, 4. H6 slegið út og tekið með H7 í borði, 5. annað lauí úr borði, trompað heima, 6. lágspaði tekinn með kóng. í borði, 7. Iauf úr borði, trompað hcíma, 8. tekur slag á SÁ. Og nú skiílast spilin þannig á hendur: A 6 ¥ 4 2 ? 7 + D * 6 V G ? G 3 2 *------- 9. S slær nú út T2 undir T7 í borði. Ef V drepur með TD, þá er TG orðinn írí á hendi, því að S kemst inn með því að trompa lauf, og þá fer seinasti spaðinn í borði i TG. Annars er alveg sama með hvaða spili V drepur, hann getur ekki slegið út öðru en. T og S hlýtur að fá slag á gosann. sinni þar. Hitti ég þar nemanda norðan úr Skagafirði, sem var ný- kominn til skólans fyrir meðal- göngu Norræna félagsins hér- Ég ílutti erindi og sýndi kvik- myndir i hátiðasal skólans að kvöldlagi. Var þar troðfullt hús og ímkill hlýhugur í garð íslendinga, sem og annars staðar i Finnlandi. Mér var skammrar dvalar unnt i Borgá að þessu sinni, þar eð dög- um mínum var fyrirfram ráðstaf- að. En um morguninn áður en ég hvarí þaðan langaöi mig að koma á einn stað, sem ég haíði að vísu heimsótt einu sinni áður. Það var kirkjugarðurinn, sem að legu til og umgengni er nokkuð einstakur í sinni röð. Hann liggur handan ár- innar á hárri hæð, Nesbakkanum, umluktur háum og tígulegum íuru- trjám. Þar hvílir Runeberg undir miklum bautasteini, úr svörtum granít, og hefur sveigur verið lagður að honum. Og örskammt frá skáldið hugljúfa og mannvinurinn, Jarl Hemmer, er lauk æíi fyrir ald- ur fram 1944. Einn aí þessuni ógleymanlegu mönnum, sem líða og þjást með öllum heiminum, og kvölin verður að lokum um megn. Og hér er nýr viðlendur reitur, sem ég heí ekki fyrr augum litið, Heljugrafir Borgábæjar. Hér hvila ungir menn, er í trúrri þjónustu létu lífið fyrir írelsi þjóðar sinn- ar og lands. Og hátt ofar ölluni Iágu, litlu marmaraheJIunum gnæfir hinn mikli, einfaldi tré- kross, sameiginlegt minnismerki um þá alla, tákn þjáningarinnar og hins hljóða, sigrandi kærleika. (Meira)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.