Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Page 16
172 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I ÁRNASAFNI Lifnar og glæðist lífsins þrá, léttast tekur sporið, þegar guðar gluggann á geislaprúða vorið. Sést, við upptök sólarflóðs sælubros á túnum; það er eins og lindir ljóðs Ieiki á fjallabrúnum. Iliminlindin, björt og blá burtu hrindir trega. Glóev tindum tiíar á titt og yndislega. Glóðarkögur gyllir og geislabogans liti, sveipar ögur, vik og vog vafurloga-gliti. Brotnar varla bára á sjó, blána f.iallakleifar; efst i hjalla eru þó ennþá mjallarleifar. Laufr'ast runnar, grasi grær grundin, engið, móinn. Áin, lygn og loga-skær liðast út í sjóinn. Litast tangar, lón og ver Ijóss af angan-skrúða. Að himins fangi hallar sér hlíðin vangaprúða. Hressa og næra huga minn, hafið, blærinn, sundin, litli. tæri lækurinn. lítill bær og grundin. Yndi margt um sjónarsvið Suðrið skarta lætur. Alltaf bjartast er þó við íslands hjartarætur. EINAR EINARSSON. w / t -64>. <r 1 t >' ' 'L- •4W’ /, f* "ýA ’** }* é'- ^ %•»■+* U Po^i'rv rrEíi&ST- Ar/£ £*,* c' f* *& r'/'' U -PWf í v** u/f** -4 * k fö* <S^» P ■ huf, & ýsT- fSm ; íat> -N' ffi <y** 3”** *? *>*//( m*£'\ nofrt lf- +S> /**%" /t? í bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar (AM 242, 4to) er m. a. skrifað upp áminningarbréf sem biskup hefur sent Þórunni á Grund, dóttur Jóns biskups Arasonar, líklega á árinu 1574. Hann ber þar á hana þær sakir að hún hafi farið með lygar um Jón Sigmundsson móðurföður biskups, þérar hana framan af, en smám saman þykknar í honum: „Djöfullinn er lyginnar faðir að upphafi, því ættu góðfús hjörtu hana að forðast. Eg bið guð þér að fyrirgefa og hreinsa þitt hjarta af slíku. Lúttu þá hina framliðnu liggja í sinni hvikl. Hans dómur er úti, þinn er eftir....“ Góð tíð. Mönnum hefir að vonum orðið tíð- rætt um hið framúrskarandi góða tíð- arfar, sem hér hefir verið síðan í haust. Telja sumir að önnur eins ár- gæska hafi ekki komið í manna minn- um. Þó er það vafasamt. Um árið 1880 segir svo; — Frá ársbyrjun allt til hausts var hin mesta árgæska og blíð- viðri um land allt. Mundu menn ekki jafn gott ár. Öndvegistíð til lands og sjávar um veturinn, svo að varla festi snjó á jörðu. Tún voru orðin algræn fyrir sumarmál og vorið hið indælasta. — Og um 1926 segir: Veturinn frá ný- ári til marsloka var góður (meðalhiti í jan. 1,5 stig, í febr. 2,7 st. og í marz 0,8 st. Stormar voru sjaldgæfir. Vorið var gott, en úrkoma allmikil og hvass- viðri í maí. Vorgróður byrjaði snemma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.