Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 177 Lcsstofa í Widener-safni í Harvard- báskóla. í bókband og viógerðir. 55—59% ganga'í laun bókavarða og milli 7 og 8% í laun þeirra, sem annast bókhlöðurnar, byggingarnar sjálf- ar. Rúml. 13% fara í húsaleigu, ljós, hita o. fl. Starfslið bókasafnanna er venju- lega all-fjölmennt. Milli 37 og 38 þús. manns vinna við opinber söfn í Bandaríkjunum, en um 15 þús- þeirra vinna aðeins part úr degi, t. d. giftar konur eða studentar við nám. Nærri 14 þús. af þessu starfs- liði eru sérlærðir bókaverðir. Mörg stóru söfnin virðast hafa auð fjár. Talið er, að yfir 40 söfn hafi 200 þús. dollara hvert, eða meira, til arseyðslu. Stór bokasöfn eru annars ekki sérlega mörg, því ekki eru nema 25 opinber söfn, sem eiga Vz millj. binda eða fleiri. Stásrstu söfn eiga um eða yfir 5 miUj. Amerískir bókasafnsmenn segja, að ekki sé hægt að tclja opinbert safn méð söfnum, svo sæmilegt sé, nema það eigi að imnnsta kosti 6000 hjndi, alveg an tillits til þess, hve fámennt sveitar- félag þess kann að vera. Alls nema útlán almenningsbókasafna í Bandaríkjunum 330 til 340 millj. binda á ári. Það svarar til þess, að hver skrásettur notandi lesi um 15 bindi á ári. Svo eru allir þeir, sem ekkert lesa, og svo enn aðrir, sem sjálfir kaupa allt sem þeir geta. Þar hafa „vasa“-útgáfur og aðrar ódýrar al- menningsútgáfur hjálpað mörgum bókelskum manni með léttan sjóð til að eignast gott safn. Þær út- gáfur eru merkasta nvung í bóka- gerð seinustu ára og ekki síst fvrir ensk frumkvæði, en ágæt og ódýr amerísk söfn eru einnig til. Bæk- ur í einhverju formi geta nú verið allstaðar nálægar í daglegu lífi hvers manns. Þær geta leyst úr flestum vanda vanþekkingarinnar og veitt flestan þann auð, sem orðs- ins og myndanna )ist. á til- En „af bókum lítt ég lærði nýtt“, sagði Grímur Thomsen, en bætti því við: „en las hálf illa þó“. Það er satt, bækur eru ekki ein- hlítar, eiga ekki og geta ekki allt. Sú var tíð, að menn gátu þjáðst hér af bókahungri. Nú lifa menn í ofáti þeirra og ólyst. En hóf er bezt að hafa í allan máta. Þess má enn minnast, að blindur er bóklaus maður. Sem betur fer eru enn gefn- ar hér út og keyptar margar góð- ar bækur. En við íslendingar eigum nú ýmislegt ólært. og ógert í bóka- safnamálum. Það er önnur saga. Við skulum um fram allt ekki hætta að vera góðir bókamenn og fara með bókaútgáfu og bokasöfn af skynsamlegu viti. Afbókasöfnum Bandaríkjamaima má margt læra. Það er hka önnur saga. Og hvað sem henni líður, var það ánægja í sjálfu sér að sjá söfn þeirra og kymiast vinnubrögðum þeirra. Bókmenntir þeirra eru lika at- hyglisverðar um margt. Þeir eru ekki einungis vel á vegi staddír í verkfræðum og tækni, eins og oft- ast er á loft haldið. Húmanistisk fræði eru þar líka víða í blóma og íjör í fögrum bókmenntum. Allt þetta reyna bókasöfnin að gera að frjósamri almenningseign og föst- um þætti í þjóðlífinu. Veiztu þetta? SNYRTISTOFUR voru til i Egypta- landi fyrir 5000 árum. - ★ - RITVÉLJNA fann upp danskur maður, Malling Hunsen að nafni. - ★ - ItOTTUR OG MÝS. Rúmlcga 330 teg- undir af rottum og músum eru til i Norður-Ameríku. - ★ - MJÓLKURKÝR verður að eta rúin- lega 100 pund af heyi til þess að geta framleitt 20—25 pund uf mjólk. - ★ - NEFIÐ á líkneskju frelsisgyðjunnar, sem stendur fyrir u'tan innsiglinguna til Ncw York, er 7 fct og scx þuml- ungar á lengd. - ★ - STÆRSTI GOSHVER í Ameriku er Old Faithful" í Yellówstone þjóð- garðinum. Hann gýs regíufegá á 70 mínútna fresti og goshæðin er 150 íet. En gosin úr Geysi. í Haukadal eru um 200 fet a hæð. - ★ - SÖGN er það að heilagur Antoníus hafi aðems lifað a brauði óg vatm og þó varð hann 105 ara gamall. - ★ - FYRSTI FLUGPÓSTUR sern sögur íara af, var sendur með loftbclg yfir Ernrarsund frá Englandi til Frakk- lands árið 1785. - ★ - FÝRSTI VITINN var reistur á eynni Pharos undan strönd Egyptalands. Ilann var nær 400 fet á hæð og var talinn eitt af sjö furðuverkum forn- aldarinnar. - ★ - í K.ÍNA má ekki gefa klukkur í brúð- argiöf, þvi að það er talið oheilia- jnerki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.