Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 10
182 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS INDVERSKAR KENNINGAR um fortilveru og endurholdgun FRÁ FRÉTTARITARA MORGUNBLAÐSINS í INDLANDI HVAÐ bíður okkar handan grafar og dauða? Er það eilíf myrk nótt gleymsk -unnar, eða önnur og ný tilvera? — Hver er sá sem ekki hefur spurt þess- arar spurningar og leitast við að svara henni? — Öll trúarbrögð heimsins kenna að líf manna sé eilíft. Kristnir menn trúa á annað líf vegna heilagrar ritningar. — Ekki svo að skilja að öll- um höfundum hennar beri saman um þetta atriði. — Salomon segir t. d.: „Haltu leiðar þinnar, ét glaður brauð þitt og drekktu vín þitt með glöðu hjarta.... því það er ekkert starf, né hugsun, né þekking, né vizka í gröf- inni, sem bíður þín.“ — Prédikarinn tekur í sama streng og kveðst heldur meðfram orsök þess að hann varð geðveikur. Listfræðingar telja að með van Gogh hefjist ný stefna í list, sem enn hafi ekki verið rannsökuð til fulls. En myndir hans hljóta að vekja athygli allra með einföldum björtum litum, sterkum útlínum og fyrir það hve hiklaust er gripið á viðfangsefninu — hugsjón hans verður blátt áfram skiljanleg öll- um vegna þess að henni er haldið beint að manni. En í þeim má einn- ig finna sálarlíf meistarans, hvern- ig þar togast ó virðingin fyrir list- inni og samúð hans með meðbræðr- um sínum. Hann hefir verið snildar málari. Eldmóður hans, hrifnæmi og við- kvæmni mundi nú löngu gleymt, ef honum hefði ekki tekizt að festa það allt með litum á léreft. vilja vera lifandi hundur en dautt ljón! Fyrst eftir að ísrael var hernumið af Persum 536 f. Kr. komast þeir í kynni við þjóð, sem þróað hafði með sér trúna á upprisu eftir dauðann, á laun og refsingu, og dóm á hinum efsta degi. Saddukear t. d. sem fylgdu hinum gamla rétttrúnaði ísraels trúðu ekki á hina persnesku upprisukenningu. — Fylgjendur Zorostra trúa að sál hins látna yfirgefi líkamann að þrem nótt- um liðnum og hverfi til annars heims um óttubil hinnar þriðju náttar. Rétt- látir fara til himna, ranglátir niður á við. — Á þeim degi er Ahriman (Sat- an) veginn og sálir hinna ranglátu eru hreinsaðar af syndum sínum og beint á veg eilífs þroska. Þetta er hin pers- neska kenning, sem að vísu trúir ekki á upprisu holdsins, heldur aðeins and- ans — og jafnvel það getur Ahura Mazda ekki skýrt öðru vísi en sem kraftaverk. — Kristnir menn nú á dögum kenna að okkar bíði eilíft líf eftir dauðann. Hins vegar halda þeir því fram flestir hverjir að maðurinn byrji að vera til í fæðingunni og að sál mannsins sé jafngömul líkamanum og sköpuð á sama tíma. — Indverjinn sættir sig ekki við þessa hugmynd. — Ef mannssálin ætti sér upphaf hlyti hún einnig að eiga sér endir að hans dómi. Auk þess fellst hann ekki á að sálin geti skyndilega orðið til úr engu. Hvorki efni né andi verður skapaður úr engu að hans áliti. f indverskri heimspeki er því haldið fram að mað- urinn sé ódauðlegur og það, sem er eilíft getur ekki átt sér takmörk í tíma. — Þess vegna trúir Indverjinn á for- tilveru sálarinnar, sem á sér ekkert upphaf. Hann er heldur ekki alls kost- ar ánægður með þá hugmynd, að mað- urinn fari annað hvort til himins eða heljar og dveljist þar um alla eilífð: Náttúran getur ekki staðið kyrr. Kyrr- Gunnar Dal staða væri sama og dauði. Vegna þess að allt í tilverunni er á hreyfingu er líf til. Manninum er því ómögulegt að dvelja um alla eilífð á einhverjum á- kveðnum stað. Lífið verður alltaf að yngja sig upp og aðferð þess er fæð- ing og dauði. Endurfæðingarkenningin (reinkarnation) verður því niðurstaða Indverjans. ★ Plato hinn gríski heimspekingur þekkti vel þessa kenningu og vísar til hennar, þegar hann segir: „Sálin er eldri líkamanum. Ótal sinnum fæðist sálin inn í þennan heim.“ En kenning Platos er þó ekki sama og hin indverska kenning. — Plato trúði því, að menn gætu fæðzt í ótal gerfum manna og dýra. Sú kenning. hefur verið nefnd kenningin um sálna- flakk (Transmigration). Þessum tveim- V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.