Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 185 s s s s s s s s s } • j : S s V s Cjt'œníand — Hví skortir nú bæði dáð og duff, hví dirfumst við ekki lengur? Ef valnum í norðri förlast flug þá fækkar í veröld um snjallan liug. Nú verður og hlýtur að víkja á bug, það vald sem á réttinn gengur. Hvort búa þeir garmar á Garðarsey að til gamans sér megi þá ræna. Það sannar að Skrælingjar eru þau ei hinn ísvani sveinn og skinnklædda mey er sigla að nýju fögur fley af Fróni til landsins græna. Því nánir frændur á norðurslóð, og niðjar Snælenzkra manna. Þeir eru þó neistar af íslands glóð sem aldrei gat kulnað, sama þjóð. í ættina sver sig hið blandna blóð þess bjartleita jökulgrannai Fyrst Grænland er okkar eignarjörð sá arfur skal heimtur að lögum. v Sú réttarkrafa mun reynast hörð, sem ryður burt kúgun við Eiríksf jörð. Þar hlöðum við aftur í ýms þau skörð, sem eyddust á fyrri dögum. SVEINBJÖRN BENTEINSSON S s s s s s s s s s s s s s s s ) ) s III II. -I. .!■!- ... I I I I leika hans. — Skáldið Rabindra Nath Tagore kemst einhvers staðar svo að orði, að för manna um veröldina sé líkt og sjóferð, þar sem allir ferðist á sama skipi, en þegar í höfn er komið fer hver til síns heima. í geðheimum eru sagðir bæði góðir staðir og vondir, en þar bíður manna engin eilífð, heldur aðeins stundleg tilvera eins og á jörð- inni. Eftir mismunandi langa ævi í geðheimum deyr maðurinn þar einnig og för hans heldur áfram. Sá dauði gerist á sama hátt að eterlíkaminn iosnar úr tengslum við geðlíkamann og maðurinn fæðist til ijósheima eða himnaríkis eins og trúarbrögðin kalla þessi svið tilverunnar. Á þessum svið- um er vitundin skýrust og maðurinfi nýtur þar mestrar hamingju. Hann skynjar þar tímann, sér fortilverur sínar og getur skyggnzt inn í framtíð- ina. Óskir hans og draumar verða þar að veruleika. En þetta er ekki að jafn- aði hin eilífa paradís. — Þróun manns- ins er ekki beinlínis upp á við heldur líkist hún meir hringstiga, þar sem hver hringur er hærri hinum síðasta. ★ Á sama hátt og maðurinn hélt „upp“ á við verður hann aftur að fara „niður“ hinar þrjár veraldir — þó leið hans verði aldrei hin sama. Dauðinn niður á við er kallaður fæðing. Fæðing og dauði helzt alltaf í hendur. Það er ekki hægt að dreya án þess um léið að fæð- ast. Það er sama fyrirbrigðið. Sú hlið þess sem snýr að þeim heimi, sem hann er að kveðja kallast dauði; sú hlið þess sem snýr að þeim heimi sem hann heldur sig kallast fæðing. Þannig fer maðurinn venjulega aftur til jarðar- innar. Á þessari leið tekur hann á sig líkama, sem svarar til þessum veröld- um. Með fæðingu sinni til jarðarinnar tekur hann á sig þriðja líkamann, sem síðan eyðist í dauðanum, og hann held- ur á ný upp til geðheima og þannig heldur hringferð mannsins áfram um aldaraðir. Þó maðurinn hafi í eðli sínu aðeins eina vitund, er þar þó um þrjú vit- undarsvið að ræða, sem líkt og hinir þrír líkamar svara nákvæmlega til hinna þriggja heima. — Skynfæri manns, taugakerfi og skynsemi mynda hina jarðnesku vitund hans. Þau eru tæki til að skynja þann veruleika, sem fyrir hendi er á þessu sviði (sem að vísu er afstæður en ekki algjör). En þar sem hinir æðri heimar eru byggðir upp af öðrum grundvelli yrði hin jarð- neska vitund mannsins þar blind. Þess vegna verða hin æðri vitundarsvið mannsins að koma þar upp á yfirborð- ið og skynja hina nýju og ólíku til- veru. Á jörðinni hefur maðurinn einnig hinar tvær æðri vitundir sínar, en þær eru þar dulvitaðar og bíða birtingar sinnar líkt og líkamar hans þar til komið er til þeirra eigin sviðs. Þessar vitundir eru þó aldrei óvirkar þó þær séu dulvitaðar, heldur vinna þær hver á sínu sviði og safna reynslu og þekk- ingu um árþúsundir. En hver er tilgangur þessarar farar? — Markmið hennar er mannleg full- komnun. En áður en henni er náð verð- ur einstaklingurinn að hafa aflað sér fullkominnar þekkingar á öllum fyrir- brigðum manniífsins. Öll sú reynsla og þekking sem maðurinn aflar sér glat- ast ekki, heldur geymist hún dulvituð í vitund mannsins, og þegar marki háns er náð verður hún eign hans. Skóli mannsins er langur, harður og strahg- ur. Því hærra takmark sem mánnin- um er sett þeim mun erfiðari er ganga hans. Skólinn er því harður og stráng- ur aðeins vegna hinnar háu köllúnar og hins mikla hlutverks, sem mannsins bíður að námi ioknu. Indlandi, jan. 1953, Gunnar Dal. ir Sá er munur á hlébörðum og tígris- dýrum, að hlébarðar veiðá á nótt- unni, en tigrisdýr á daginn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.