Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 189 dæmi voru til áður. Framleiðsla úraníums þar komst brátt langt fram úr framleiðslu Bandaríkj- anna. Árleg framleiðsla þar varð 40—50 grömm. Árið 1930 náði fram- leiðslan jafnvel 70 grömmum, og þótti það stórkostlegt. Löngu áður en þeir Livingstone og Stanley komu þarna, höfðu frumbyggjarnir tekið eftir einkennilegum steinum „sem lýstu í myrkri“- Nú er þarna talin einhver dýrmætasta náma veraldar. Hún er umgirt af vígjurii og hersveitum og hermenn lialda vörð á öllum vegum, sem þangað liggja. Hér er risin upp borg, inni í sjálfum hitabeltis frumskóginum. Þar eru rafstöð og flugvellir. Þar eru verkfræðingar og efnafræðing- ar. Þar eru stórar rannsóknastofur og óteljandi kofar fyrir hina svörtu verkamenn. Með hinni auknu framleiðslu þarna fell verð á radíum stórum. Árið 1923 kostaði hvert gramm um hálfa milljón króna, en 1933 var verðið komið niður í 300.000 krón- ur. Námafélaginu „Union Miniére du Haut-Katanga“, sem námurnar átti, leizt þá ekki á blikuna. Og til þess að reyna að sporna við frekara verðfalli, helt það eftir nokkru af framleiðslu sinni og hætti að gefa út skýrslur um hve mikið væri framleitt á ári. En þetta dugði ekki. Verðið lækkaði stöðugt og ár-ið 1938 var það komið niður í 125.000 krónur. Ástæðan til þessa var sú, að í Kanada höfðu fundizt radíumnám- ur langt norður í landi, þar sem varla fer klaki úr jörð. Og nú hófst samkeppni milli heimskautslands- ins og frumskógalandsins í hita- beltinu. Hjá Stóra Bjarnarvatni hafði Gilbert La Bine fundið auð- ugar radíumnámur, og þarna reis svo upp á skömmum tíma þorp, sem kallað er Port Radium. Fram- leiðKlan varð þó ekki mikil fyrst í stað, var rumlega 3 gromm arið 1933. En árið 1938 var hún komin upp í 75 grömm, og það var há- marksframleiðsla á þeim tíma. En það var ekki hægt að flytja hrá- efnið frá námunum nema rétt sumarmánuðina, meðan vötn voru skipgeng, en 2400 km voru frá námúnni til næstu járnbrautar- — Þess vegna reistu Kanadamenn vinnslustöð hjá Port Hope í Ont- ario, og þangað var svo hráefnið flutt með flugvélum á veturna. Svo kom ný bylting, miklu meiri en hin sem varð þegar Curiehjónin fundu radíum. Sú bylting hófst 22. desember 1938 í Berlín, nánar tiltekið 1 rann- sóknastofu prófessors Otto Hahn. Ásamt tveimur öðrum, Lise Meitn- er og F. Strassmann, hafði prófess- orinn verið að fást við það síðan 1935 að rannsaka úraníum og gera tilraunir með það. Og á þessum degi bar erfiði hans árangur. Þá tókst honum að kljúfa frumeind- arkjarna og leysa óhemju orku úr læðingi. Vísindamennirnir kipptust við. Og í ótal rannsóknastofum um all- an heim var varla um annað talað en þetta furðulega fyrirbrigði. Svo hófst stríðið. Bandaríkjamenn sáu þegar hve stórkostlegt árásarvopn hér væri um að ræða, ef hægt væri að beita kjarnorkunni gegn óvina- her. Þeir hófust þegar handa. — Óteljandi rannsóknarstofur voru reistar, kjarnorkustöðvar og heilar borgir utan um þær. Úranium varð fyrsta og þýðingarmesta ríkisleynd -armál Bandaríkjanna, því að úr- aníum var frumefnið, sem kjarn- orkunni skyldi náð úr. Með leyni- samningum tryggðu Bandaríkin sér alla úranium-framleiðsluna í frumskógum Kongó. Árið 1944 lagði kanadiska stjórnin námurnar hjá Bjarnarvatni undir ríkið og einnig stöðina hjá Port Hope. Siðan heiur huliðgblæja verið breidd yfir allt, sem lýtur a^ úran- íum framleiðslu, kjarnorkurann- sóknum og kjarnorku-framleiðslu. Ýmislegt hefur þó síazt út og gefur dálitla hugmynd um hvað er á seiði. Það er t- d. kunnugt, að 1950—51 vörðu Bandaríkjamenn 138 milljónum dollara til kjarnorku rannsókna, 1951—52 254 milljón- um dollara og 1952—53 er framlag- ið 341 milljón dollara. Talið var í ársbyrjun 1951 að þau fengi 60% af hráefninu frá Kongó, 25% frá Kanada og 15% heima fyrir. Síðan hefur úraníumþörfin aukizt stór- kostlega, og' henni hefur verið full- nægt með aukinni framleiðslu í Kanada og heima fyrir. Mestu úraníumnámur Bandarikj- anna eru á Colorado hásléttunni, báðum megin við Colorado-ána, í ríkjunum Utah, Colorado, Arizona og New Mexiko. Þessar námur eru að vísu ekki auðugar að úraníum, en framleiðslan er stöðugt aukin með því að greiða hækkandi verð. Kanada býst einnig við því að geta aukið úraníum framleiðslu sína stórum á næstunni. Eins og áður er getið fundust fyrstu nám- urnar hjá Bjarnarvatni. En nú hafa fundizt námur, sem miklu auðveldara er að vinna. Þær eru 100 km sunnar, i norðvesturhluta Saskatchevan. Þar hefur risið upp annað þorp, sem nefnt er Uraníum City, og gert er ráð fyrir að fram- leiðslan þar verði margföld á við það, sem er hjá Bjarnarvatni. Búizt er við því að nýar úran- íumnámur muni finnast bæði i Ástralíu og Suður-Afríku, þai‘ sejn gullnámurnar eru. Og í október s.l. var þegar hafin úraníumvínrsla i gullnámunni hjá Krúgersdori' i Suður-Al’ríku. Jóakimsdalur er nú á valdi Rússa og helztu úraníumnámurmir í Þýzkalandi eru þar umhrertis, i Freiberg, Schneeberg, Marjer.bucl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.