Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 16
390 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VOkHUUUK — Vorið var komið unl miðjan marz, og þó hafði enginn vetur verið. Tún fóru grænkandi, brum þrútnaði á greinum og tók að springa út, en í húsagörðum höfðu marglit vorblóm teygt upp kollana og breitt úr blöðum sínum. Alls staðar var vorhugur í náttúrunnar ríki og vorhugurinn greip börn- in. L'm Reykjavikurbörnin á það ekki við að þau leiki að skeljum á hól, en fyrsti útileikur þeirra er tíglaleikur, sem þau kalla „parís“. Á þurrar stéttir teikna þau ferhyminga með krít og hoppa þar og skoppa eftir föstum reglum. Hér sjást skólabörn, sem iðka þennan leik í frímínútum. — (Ljósm. Ól. K. M.) Ann^þerg, Johangeorgenstadt og víðar. Árið 1947 var námarekstur þarna falinn útbúi frá ríkisnám- unum í Moskva, og það er auðvitað algert leyndarmál hve mikið kem- ur þaðan af úraníum. En talið er að 300.000 manna vinni þarna að námagrefti, og þykir það benda til þess að eftirtekjan sé ekki mikil, úr því að svo marga menn þarf til vinnunnar. Nú er gert ráð fyrir því, að hægt sé að vinna úraníum þótt ekki sé nema 0,3% af því í grjótinu- En Rússar lúta að því þar sem ekki er meira úraníum en 0,05%, en Banda -ríkin telja að sú náma sé óvinn- andi þar sem úraníum-magnið er ekki meira en 0,1%. Rússar hafa einnig verið að leita að úraníum í Harz og Riesengebirge. Sjálfir eiga þeir nokkrar úraníumnámur, en það veit enginn hvernig þær eru, né hvar þær eru. Þess vegna er ekki gott að segja hve mjög þeir verða að styðjast við þýzku nám- urnar. Maður veit hvar helztu kjarn- orkustöðvar Bandaríkjanna eru. Þær eru í Oak Ridge í Tennessee, Hanford í Washington, en aðalstöð kjarnasprengjanna er í Los Alamos og New Mexiko. Og nú er verið að reisa eina nýa kjarnorkustöð í Kentucky og á hún að kosta 500 milljónir dollara. Þessar kjarnorku -stöðvar byggja allar á framleiðslu úr úraníum og plutoníum. En svo kemur vetnis-kjarnorkustöðin, sem kostað hefur 900 milljónir dollara og hún er í Suður-Karolína. Og enn er verið að reisa nýa stöð hjá Ohio- fljóti og er gert ráð fyrir að hún muni kosta 1200 milljónir dollara. (Úr „Lies mit“) NÆSTA LESBÓK kemur út sunnudaginn eftir páska. Fyrir 150 árum. Það hafði lengst verið í landi hér, að fyrirmenn báru kjóla og bændur höfðu mussuföt, en konur flestar hempur yfir klæðum, og falda, en þær, er mikilsháttar voru, skjöldu og knappa og belti og annan silfurbúnað á skartklæðum sínum. En síðan um aldamót tók sá búningur mjög að breytast. Tóku konur margar upp hatt og treyu og frakka, á danskan hátt, og seldu silfur sitt, en þó varð það eigi mjög almennt. En fyrirmenn marg- ir tóku upp treyur að jafnaði, og höfðu eigi kjóla nema til viðhafnar, og þá stutta, og margir bændur tóku það eftir þeim, og enn minni háttar menn og lausingjar, að búast treyum. En um þetta leyti, er nú segir frá (1803) og svo siðan, hófst það, og kom frá Danmörku, að konur færðu mittið á frökkum eða treyum nær upp und- ir hendurnar, og karlmenn styttu einn- ig treyurnar og höfðu buxur bæði miklar og víðar að ofan, en klipptu sér koll. Þó var það tíðast i Reykja- vík og höndlunarstöðum. (Árb. Esph.) TRÚVILLA Svo bar til á Alþingi, þá til samans voru í tjaldi séra Gunnar Pálsson, séra Einar Þórðarson og séra Benedikt Hannesson, að til þeirra kom lögréttu- maður Ólafur á Lundum, gráklæddur, settist niður og hóf svolátandi tal: „Ég þvingast oft af philosophia (heimspeki), sem kemur fyrst í fótinn og síðan legg- ur hana um líkamann og fyrir brjóstið. Ekkert held ég af kenningu ykkar al- mennilegri prestanna; ég hef lesið miklu þægilegri bækur: Manichæum, Gottched og Bayle; þessara lærdómur hefur inntekið mitt hjarta, og við hann blíf eg“. Prestarnir mölduðu nokkur orð á móti, en fengu ekki umvent manninum (J. Sig. 273 4to). — Síðan orkti séra Gunnar Pálsson kvæði um þetta, er hann kallaði Kreddublendi eða Ofvitavísur. (Gunnar Pálsson var f. 1714, d. 1791).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.