Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 2
224 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hann hafi gert uppgötvun, er geti orðið mjög þýðingarmikil fvrir föðurland hans. Hann segist hafa fundið upp vél, er geti knúið skip áfram án segla og reiða, og jafnvel gegn straumi og vindi“. Hér er átt við Francois Blane- hard, sem er kunnur fyrir tilraunir sínar með smíði loftfara. Það varð ekkert meira úr þessari gufuskips uppgötvun hans, því að hann var of önnum kafinn við flugbelgi sína. Og það komu ekki fleiri fréttir af gufuskipinu hans. En um miðjan septembermánuð 1803 birtist eftir- farandi fregn frá París og hafði hún þá verið hálfan mánuð á leið- inni: „París 30 ág. 1803. Ameríski vél- fræðingurinn Fulton hefur gert til- raun með skip, sem knúið er áfram með gufuafli og hjóli. Hann var við þriðja mann á því og tvö önnur skip voru bundin við það, en samt sem áður tókst honum að sigla því upp eftir ánni álíka hratt og maður gengur rösklega“. Það var ekki verið að senda langar fréttir á þeim árum, og meira var svo ekki sagt um þessa tilraun. Fyrirrennarar Fultons Robert Fulton var upphaflega málari, og hann fór til Englands til þess að fullkomna sig í þeirri hst. Það var árið 1786. En hann lagðí listina brátt á hylluna og tók að fást við vélfræði. Þá komst hann í kynni við mann, sem W. Sym- ington hét, skozkan vélfræðing. — Þessi Symington hafði útvegað sér skip árið 1788 og sett gufuvél í það. En hann var þó ekki sá íyrsti, er þetta reyndi. Hugmyndina hafði hann fengið hjá Ameríkumanni, scm John Fitch hét. Þessi Fitch hafði smíðað furðulegt gufuskip. Það var með hjall-lagaðri yfir- byggmgu og við hjallrárnar voru bundnar sex árar, sem hreyíðar voru af gufuvél þannig að þær ým- ist lyftust eða þeim laust í sjó. Með þessu furðulega skipi hafði þó Fitch tekizt að komast yfir Delaware- fljótið í Ameríku, en það var eina ferð þess. Síðan var það rifið. Svmington tókst betur. Hann smíðaði nokkur gufuskip og var hið kunnasta þeirra „Charlotte Dun- das“, er hljóp af stokkunum 1802. Þetta var þó mesti kassi, smíðaður utan um gufuvélina. í skutnum var skófluhjól. Um sömu mundir voru og fleiri að fást við gufuskip Má þar nefna þá Miller og Bell. Miller bjó sér til gufuskip á þann hátt, að hann festi saman tvo báta og setti þilju- pall á þá. í öðrum bátnum var gufuvélin, í hinum gufuketillinn, en milli þeirra var skófluhjól. — Seinna hvarf Miller þó frá þessu lagi á skipinu og notaði einn skips- skrokk, með hjóli innbyggðu í skut. Fulton kynnti sér þessar tilraun- ir. Hann hafði þegar 1793 gert teikningu að gufuskipi, en nú breytti hann henni eftir því sem reynslan sýndi að hentara var. — Enginn vildi þó líta við uppgötvun hans í Englandi og þess \regna fór liann til Frakklands og helt að sér mundi ganga betur þar. En þar var sama sagan, menn höfðu ekki áhuga fyrir uþpfinningu lians og cnginn vildi leggja fram fé til þcss að smfða skipið. Fckkst liann þá um hríð við aðrnr uppfinningar. En svo kom Robert Livingstone, sendiherra Bandaríkjanna honum til hjálpar og hvatti hann til þess að halda áfram með gufuskipið. Árið 1803 hafði svo P’ulton látið smiða skip, en það reyndist svo veikbyggt að það Hðaðist sundur undan átökum vélarinnar, þegar átti að reyna það. En Fulton var fljótur að láta smiða annað skip handa sér, og það var þetta skip, sem sagt var írá í fréttum sænuka blaðsins. Nú hafði Fulton þó gert þá breytingu, að hann hafði tvö hjól á skipinu, sitt á hvort borð, og með því hafði hann leyst mesta vandann. „Loddaraskapur", sagði Napoleon Fulton gerði fyrstu tilraun sína með þetta skip á ánni Signu. En eins og fyr er á drepið vakti til- raunin ekki mikinn áhuga. Sjálfur Napoleon Bonaparte var þarna viðstaddur og með sjálísvissu hers- höfðingjans felldi hann þann dóm, að þetta væri loddaraleikur. Hann var þá að hugsa um stór herskip, til þess að gera innrás í England og honum sýndist' þessi litla og ein- kennilega fleyta Fultons ekki vera líkleg að geta komið þar að gagni. Sumir sagnfræðingar segja að það hafi bjargað Englandi hvað Napo- leon var glámskyggn á kosti gufu- skipsins, og að saga hans og Norð- urálfunnar mundi hafa orðið önn- ur, ef hann hefði skilið hverja yfir- burði gufuskip hafa fram yfir segl- skip. , En þetta varð nóg til þess, að Fulton yfirgaí Evrópu og hvarf aftui heim til Bandaríkjanna. FulCon smíðar fljótaskip Hann hlaut enn stuðning Roberts Livingstone og þegar eftir heim- komu sina byrjaði hann á að smíða nýtt gufuskip. — Það var kallað „Clermont“ og var með 18 hesta gufuvél. Og í októbermánuði 1807 lór skip þetta reynsluför sína á Hudson-fljóti. En til þess að sýna nú hvert áht samtimamenn hans höfðu á þessari nýlundu, er rétt að birta hér kafla úr grein, sem birt- ist þá í amerísku blaði: „Þrát-t fyrir það að skipið hafði bæði atraum og vind á móti sér, sáu menn á öðrum íljótaskipum sér til mikillar undrunar, að það nálgaðist óðum, Og þegar það var komrð svo nærri, að þeir gátu heyrt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.