Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 6
' 228 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS en ekki beint óþægilegt. — Rödd sam- vizkunnar ónáðar hann ekki lengur. — Sjálfur Jaimini Rishi mundi að lík- indum ekki geta kennt honum neitt. Árangurslaust mundi hann biðja hann að semja skrá yfir sínar skað- legu venjur og reyna síðan að sigrast á þeim einni af annarri. Hann mundi brýna fyrir honum að nota hvern dag til einhverra góðra og nytsamlegra at- hafr.a (orð og hugsanir eru einnig tald- ar athafnir samkvæmt karmaheim- spekinni) og hindra á þann hátt illar hugsanir í að ná tökum á sér. Hann mundi ráðleggja honum að umgangast aðeins sér betri menn. Og loks gæti hann sagt honum fyrir hin myrku forlög sín, sem hann skap- ar sér með framferði sínu. — En árang- urslaust! Lífsvenjur hans eru honum of sterk- ar og hann hefur engan innri leiðar- vísi meir um hvernig hann geti lifað í sátt og samræmi við hin óskráðu lög allrar tilveru. Hann brýtur þau og heldur áfram að brjóta þau og valda umhverfi sínu þjáningar. En þar sem geta heimsfræðarans þrýtur tekur lífið sjálft við. Hinn skilningsdaufi og vanþroskaði maður brýtur lögmál lífshamingjunn- ar vegna fáfræði sinnar og skammsýni. — Afleiðing þessara afbrota hlýtur samkvæmt þessum fræðum að hitta hanr. sjálfan fyrr eða síðar og valda honum hinnar sömu þjáningar og hann olli öðrum. En þessar þjáningar, sem óhjákvæmilega biða hans eru ekki refs- ingar reiðrar forsjónar, heldur eitt af töfrabrögðum framþróunarinnar. — Aðeins vegna þessara þjáninga er hon- um unnt að læra hið fyrsta stafróf þess lífsskilnings, sem er lykillinn að dyrum hamingjunnar. En Róm var ekki reist á einum degi. — Jafnvel eftir aldaraðir kemst hann hægt og hægt upp á næsta stig hinnar miklu leitar að lífshamingju. — Þján- ingarnar hafa kennt honum að hafa samúð með þeim, sem eiga við sams konar aðstæður að búa og hann sjálf- ur og þvi, sem honum er skyldast. Enn er hans eigin persóna miðdepiil alheimsins. — Góðvild hans er bundin við þröngan hóp vina og vandamanna. Fyrst kemur hann sjálfur, því næst fjölskylda hans, þá hreppur og sýsla. Hann eignast sinn stjórnmálaflokk, sinn söfnuð ,sitt íþróttafélag og sína stétt. — Allt þetta nýtur samúðar hans vegna þess að hans eigin persóna er hluti þess. Allt, sem stendur utan þess hrings, sem hann kallar ég og mitt kem- ur honum ekki við og hann er oft ill- viljaður í garð óvina sinna og á I sífelld um erjum við póitíska andstæðinga sína eða þá, sem tilheyra annarri sókn og söfnuði. Karma hans er því bæði gott og illt, hamingja hans hverful og í molum en á sér þó sínar björtu hliðar. Loks eftir langa og erfiða reynslu lærist honum að leyndardómar lífs- hamingjunnar er ekki að taka heldur að gefa. Allt, sem hann vann fyrir sjálfan sig í eigingjörnum tilgangi, varð honum að engu. Aðeins það, sem honum tókst að gefa öðrum, urðu honum eigur, sem hvorki mölur né ryð- fengu eytt. — Að gefa er að öðlast. — Þegar hann hefur gert sér fulla grein fyrir þessum sann- indum breytist öll afstaða hans til um- hverfis síns og samfélags. í stað þess að safna peningum sjálfum sér til handa, lærist honum að verja þeim viturlega til styrktar öðrum mönnum og þjóðfélagi sínu til góðs. En peningar eru það fátæklegasta, sem hægt er að gefa. — Betra er að gefa öðrum mönnum þekkingu og lífs- skilning og þó bezt að gefa þeim góð- vild og samúð. — Honum hefur skil- izt að þetta er leiðin til lífshamingju. Þegar hann vinnur fjrrir aðra er hann í raun og veru að vinna fyrir sjálfan sig. Segja má því út frá vissu sjónar- miði, að hann sé ennþá eigingjarn. En i þessum skilningi er rétt að vera eig- ingjarn. Hver einstaklingur ber fyrst og fremst ábyrgð á sínum eigin þroska. Ef honum tekst að eignast sanna and- lega fjársjóði, sem gera hann að betri og hamingujsamari manni, hefur hon- um um leið tekizt að lyfta þróun alls mannkynsins, því hann er hluti þess. Og þó skerfur hans kunni að vera smár er hann þó kornið, sem að lok- um fyllir mælinn. Eigingirni í þessum skilningi er rétt, því bæði fyrir einstaklinginn og mann- kynið í heild er hún spor fram á við til hærra og betra lífs. Karma manns, sem öðlast hefur þennan lífskilning verður því gott og öll gæði lífsins taka smám saman að berast til hans að því er virðist fyrir- hafnarlaust. Framtíð hans er heið og björt og hann nýtur mikillar haming.ju bæði í þessu lífi og þó einkum í hinu næsta eftir dauða sinn. En þetta er ekki bezta stig karmaheimspekinnar. í raun og veru nær karma aðeins til hinnar lægri náttúru mannsins, en ekki til hins innri manns (sjálfsins). Sjálfið er máttugra karma, því það er algerlega frjálst. Enda takmark karmaheimspek- innar eins og allrar annarrar ind- verskrar heimspeki, er sjálfsþekking- in. Með fullkomnum athöfnum er hægt að ná þessu marki. Hin æðsta tegund karma er algjörlega óeigingjarnt starf í þjónustu mannkynsins. Þeir sem færir eru um að fram- kvæma hinn fullkomna verknað verða að vera ósnortnir af þjáningum sjálfra sín og annarra en þó um leið fúsir til að fórna öllu jafnvel lífinu mönn- um til hjálpar. Líkt og móðir, sem hjálpar börnum sínum og huggar þau, án þess þó að verða snortin af þeirra smáu sorgum. Þeir hafa öðlast skiln- ing á mannlífinu og vegna reynslu sinnar og innsæis kæra þeir sig e. t. v. ekki um að höggva af greinar þján- ingarinnar, heldur leitast þeir við að skera á rætur hennar. Þeir vita að hver maður verður að vinna að sinni eigin sóluhjálp. — Því eins og maðurinn sáir svo mun upp- skorið verða. Indlandi, jan. 1953. Gunnar Dal. Veðurspá HINN frægi stjörnufræðingur, Her- bert F. Morrison sat nótt eftir nótt við stjörnusjána, því að hann þóttist í þann veginn að uppgötva nýa stjörnu. Umhverfis hann stóðu aðstoðarmenn hans, nokkrir vísindamenn og blaða- menn og horfðu með eftirvæntingu á hinn mikla mann, sem starði út í geim- inn. Allt í einu tók hann til máls og sagði lágt. — Nú fer hann að rigna. — Hvers vegna hgldið þér það, pró- fessor? spurði einn blaðamaðurinn og var að springa af forvitni. — Mig verkjar i likþornin, sagði pró- fessorinn. i ★ Þrír af forsetum Bandarikjanna dóu á þjóðhátíðardaginn 4. júlí, John Adams, Thomas Jefferson og James Monroe. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.