Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ■■i ...... , -..... m.A„ , 229 Séra Sigurjón Guðjónsson; MJSUINID VATIMA LJÚFA LAMD BEÐIÐ EFTIR LESTINNI ENN er lagt á ókunna stigu, eitt- hvað í áttina til íslands. Heila nótt á ferðalagi. — Klukkan fjögur um nóttina kemur lestin til Piekesi- maki, og allur Savolaks er að baki. Það er dálítill snjór á jörð og frost- ið um 18 gráður. í Piekesimaki er mikil járnbrautarskiptistöð. Mæt- ast þar lestir frá Norður-Karelíu, Norður- og Suður-Finlandi. Og þarna verður að bíða eftir lestinni, sem flytja á mig til Kajana, í 2—3 klukkutíma. — Ónotaleg bið! Ég hraða ferð minni inn í veit- ingaskálann (ravintola). Hann er fullur af fólki, sem bíður, og frem- ur frumstæður. Bekkirnir harðir og baklausir, og borðin flest gróf lang- borð. Það gefur að líta ólíkustu andlit, dökka Kyrjála, ljósa Savola- laksa, svarhærða Lappa í þjóðbún- ingi sínum og móbrúna Sígeauna, pilt og stúlku. Stöku maður er lít- ið eitt hreifur af víni í kuldanum, og sumir með puuko (slíðurhníf) við belti sér- Annars eru þar eng- ar róstur, aðeins dálítill troðningur við kaffiborðið. Allir eru fegnir húsaskjólinu. Sumir sitja þögulir, aðrir eru símalandi. Sumir sofna fram á hendur sér. Aðrir bíða með ólund eftir lestinni, sem hefur taf- izt verulega. — Er þetta. draumur eða vaka, að vera staddur langt norður í Finnlandi fyrir miðjan nó- vember í nær 20° frosti. Ekki skil- ið neinn eða gert sig öðrum skilj- anlegan. Einhverntíma hefði verið gaman að lifa upp svona ævintýr. Vera mitt í hópi Kyrjála, Lappa og Sígeauna. Gróflega eru Sígeaun- arnir laglegir, bæði pilturinn og stúlkan. En eitthvað eru þau óróleg innan um allt þetta fólk og þau hverfa brott, er ég hef setið þarna skamma stund. í Finnlandi er töluvert af Sige- aunum, fjögur til fimm þúsund, og er það mun meira en í nokkru öðru Norðurlandanna. — Yfir þessum þjóðflokki hefur ávallt hvílt ein- hver hula eða töfraslæða. — Fræði- menn vita vart með vissu um upp- runa þeirra. Þó hailast flestir þeirra að því, að þeir séu komnir til Evrópu frá Indlandi, og styðjast þar einkum við máltengsl þeirra við indversk tungumál. Talið er að í Evrópu sé um ein milljón Sígeauna, langflestir í Suðaustur- Evrópu. Oft hafa þeir átt misjafna ævi, haft lítinn þokka hjá þjóð- um þeim, er þeir hafa búið hjá og fyrr á tímum iðulega ofsóttir og hrjáðir. — Enda ber ýmislegt til þess, að menn hafi haft horn í síðu þeirra. Þeir þykja þjófgefnir, ósannsöglir og vekja einkis manns traust- Glæsilegir eru þeir margir á unga aldri, einkum sígeauna- stúlkurnar, en þær eldast fljótt, og um þrítugsaldur líta þær oft út eins og gamlar væru. Þeir eru svarthærðir, móbrúnir í andliti, margir vel vaxnir, limaburðurinn fagur og hreyfingamar dansandi léttar. Það er eins og þeir líði yfir jörðina. Sígeaunarnir hafa mikla ánægju af því að ganga í litklæð- um, en eru mjög hirðulausir um sig, hvað allt hreinlæti snertir. — Ekki hafa þeir fasta bústaði, en eru á sífelldu flakki, og geta hvergi fest rætur. Og nú kann einhver að spyrja: — Á hverju lifir þetta fólk? — Mörgum er það ráðgáta. Sumir gefa sig þó við smíðum, og eru taldir hagir vel. Þá áskotnast þeim oft fé á hestaprangi og eru taldir nokkuð varasamir í viðskiptum. Talsvert gera þeir að því að betla, og ekki eru þeir sagðir lausir við hnupl. — Sígeauni heitir á finnsku mustalainen, þ. e. „hinn svarti", sbr. hið alkunna lag. En annars kalla Finnar þá oft tattara. — Finn- ar hafa gert sér far um að mennta þá, en þar er við ramman reip að draga með þessi náttúrubörn. Ég hitti kennara, sem hafði haft Sige- aunabörn í kennslu, en það var vart tauti við þau komið, og oft hlupu þeir út í miðri kennslustund. Kunn- astir eru Sígeaunar án efa fyrir söng sinn og dans. Þegar þeir syngja og dansa þá eru þeir virki- lega í essinu sínu. Undanþegnir eru þeir herskyldu og ýmsum öðrum borgaralegum skyldum. Alveg má það heita und- antekning, ef þeir giftast utan síns kynflokks. Hjátrúarfullir eru þeir og hafa í frammi ýmsan fordæðu- skap. Ég fæ mér svefnvagn í Pieksi- máki, loksins þegar lestin kemur, og vakna ekki fyrr en nálgast Kaj- ana. Það er kalt veður en bjart. Ævintýraheimur hrímskógarins opnast- Eitt af hinum fegurstu nátt- úrufyrirbrigðum, er mannlegt auga lítur. — ★ — KAJANA OG NÁGRENNI ÉG ER kominn til Austurbotna, sem í víðari merkingu ná yfir þriðja partinn af Finnlandi. En þeg- ar talað er um Austurbotna í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.