Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 10
232 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hús. Sungu skólastúlkurnar ís- lenzka þjóðsönginn á finnsku, eins og í Heinola. Túlkur minn var kona skólastjórans, frú Hanna Valtassari. Þótt ég skilii ekki neitt í finnsku, fann ég að hún var bezti túlkur minn í ferðinni. — Ég var í boði hjá skólastjórahjónunum á eftir ásamt ýmsum öðrum. Þar átti ég ánægjulega stund, og fékk að heyra Kyrjálakonu spila á kantele, sem er karelskt strengjahljóðfæri. Lét hún það liggja á borði fvrir framan sig meðan hún spilaði og söng. M. a. spilaði hún lag, sem ég hevrði oft í æsku, er ég var að al- ast upp austur í Fljótshlíð, en aldrei síðan. Morguninn eftir komst frostið í 22 stig, en það var logn og bjart veður. Skoðaði ég kirkjuna og bæj- arsafnið, er geymir marga merkis- gripi, einkum frá þeim tíma, er Brahestad var sighngabær. Áður en ég fór, fræddi ég skóla- nemendurna um ísland- Virtist hjá þeim mikill áhugi að vita sem mest um það, og spurðu þeir mig því að ýmsu. í hópnum voru nokkrir Kyr- jálar. Sungu þeir fyrir mig þjóð- vísur og átti ég nokkurt viðtal við þá. „Við getum ekki gleymt. Okk- ur dreymir oft þangað austur á nóttinni. Við hljótum að fá Kyrj- álahéruðin aftur, og þá flytjum við samdægurs." — Mikil er trú ykk- ar, óskandi að ykkur verði að henni! Mig langar einnig að lifa þá tíð. — Á ferðum mínum fann ég nokkra Kvrjála, sem héldu, að Rússar myndu skila Kyrjálahéruð- unum aftur. — Enn er kvatt og haldið af stað áleiðis til Jakob- stad, fæðingarbæjar Runebergs skálds. Landið, sem farið er um, er flatt og með strjálingi af skógi. Miklu er hann smávaxnari en inni í Finn- landi og ber þar mest á ljósri björk. Þegar sækir suður eftir, minnkar frostið að mun, en byrjar snjó- koma, er snýst í hríð, þegar líður á kvöldið. Og það er komin blind- hríð þegar ég lendi í Jakobstad. Eftir að mér hefir verið vísað til hótels, geng ég til náða, hvíld feg- inn. — ★ — RUNEBERGSBÆRINN Bærinn Jakobstad var stofnaður á ríkisstjórnarárum Kristínar Svía- drottningar, dóttur Gústafs Adolfs II. Er hann kenndur við ríkis- marskálkinn, Jacob de la Gardie, hinn fræga hershöfðingja. Lengi átti bærinn erfitt uppdráttar, og brann hvað eftir annað í eldsvoð- um, svo að fátt er þar eldri húsa. Segja má, að það hafi einkum ver- ið ein ætt, Malmsættin, er hóf bæ- inn til vegs, bæði hvað snerti at- hafnalíf og menningarlíf. Skáldið Runeberg var í móðurlegg kominn af henni. Jakobstad er nú allstór bær, með rúmlega 12 þúsund manns- Þar er mikill iðnaður. Má þar til nefna tóbaksverksmiðju, sem er stærst í sinni röð á Norðurlöndum, járn- og stálverksmiðju, er framleiðir mest af jarðyrkjuverkfærum Finna. Vefnaður er þar mikill. En frægð hefur Jakobstad hlotið fyr- ir það, að þar fæddist Johann Lud- vig Runeberg, mesta þjóðskáld Finna, að fornu og nýju. Átti hann heimili í Jakobstad þar til hann hafði lokið stúdentsprófi í Ábo. Stytta (brjóstlíkan) allmikið hefur verið reist af honum í bænum, og er hún gjörð af syni hans, Walter Runeberg, er var kunnur mynd- höggvari. Við þessa styttu fara fram mikil hátíðahöld ár hvert á fæðingardegi skáldsins, 5. febrúar. — í bænum er varðveitt lítið rautt timburhús, en þangað átti skáldið sín fyrstu námsspor til gömlu frú Westman. — Úti við hafið, drjúg- an spöl frá bænum, er sumarsetur Runebergs. Er þar dálítið safn til minja um hann. Ekki fékk ég tæki- færi að sjá það sakir óveðurs. Byggði faðir hans það, er Rune- berg var smádrengur. Átti dreng- urinn þar oft skemmtilega daga, ásamt félögum sínum, við fiski- veiðar. Komst hann þó stundum í hann krappann, því að drengurinn var djarfur, áræðinn og athafna- samur, og einu sinni var hann nærri drukknaður. — Faðir hans missti heilsuna um það leyti, sem Rune- berg varð stúdent, og rataði fjöl- skyldan þá í fátækt. Húsið hrörn- aði ár frá ári. Runeberg tók það sárt. Þá hófust íbúar bæjarins handa um að endurbæta það og afhentu það síðan skáldinu að gjöf, sem þeir buðu heim og héldu hátíð- lega veizlu- Meðal viðstaddra var skáldið Zacharis Topelius, frá Ný- karlabæ. — Runeberg var í ágætu skapi, eins og ætla má, tók utan um Topelius, setti hann á hné sér og sagði: „Komdu hingað til mín, Sakarías minn. Þú hlýtur alltaf að játa það, að ég er skáldfaðir þinn, Og þökk áttu skilda fyrir það, að þú hefur ekki orðið eftirapi minn.“ — Utan við þetta sumarsetur á Runeberg einu sinni um sólarlags- bil að hafa ort „Svaninn“, eitt af sínum allra fallegustu kvæðum, er ýmsir íslendingar kannast við, og mikið er sungið í Finnlandi. Jakobstad er í þeim hluta Aust- urbotna, sem kallaðir eru sænsku Austurbotnar, þar sem sænsku- mælandi Finnar eru í miklum meirihluta. Nær þetta svæði frá Gamla Karlabæ í norðri til Krist- inestad í suðri. Þó hefur hinn finnskmælandi hluti sótt mjög á í seinni tíð, og í Vasa, höfuðstað allra Austurbotna, eru Finn-Finn- ar orðnir fleiri. Enn eru sænsku- mælandi menn í verulegum meiri- hluta í Jakobstad. Ég skoðaði Jakobstad minna en vera bar, og olli því vont veður. Þó kom ég í fornminjasafn bæjarins, sem er all stórt og merkilegt, einkum frá f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.