Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 235 BÓFAR VAÐA UPP8 í RÚSSLAMDl GREIN þessi er eftir serbneskan mann, Anton Karlovac að nafni, sem er vel kunnugur í Rússlandi. Hún birtist í blaðinu „The Reporter" fyrir skömmu og sýnir alveg nýa hlið á ástandinu í „sæluríkinu austan járn- tjalds“. ALEXANDER,Vertinsky söngmað- ur flýði Rússland þegar stjórnar- byltingin varð þar og var landflótta í 25 ár. En eftir seinni heimsstyrj- öldina var nokkrum Hvít-Rússum gefið heimfararleyfi og Vertinsky var einn á meðal þeirra. Hann flýtti sér heim til Rússlands, því að hann unni ættjörð sinni heitt og þráði að komast til æskustöðvanna. Auðvitað var margt breytt er hann kom heim. Þegar hann steig út úr járnbrautarlestinni í Moskva, leit hann undrandi í kring um sig og sagði dapurlegur í bragði: „Ó, Rússland, ég þekki þig ekki leng- ur“. Svo ætlaði hann að gríþa ferðatöskur sínar, sem hann hafði sett niður við fætur sér en þá.voru þær horfnar. Þeim hafði verið stol-. ið á meðan hann stundi upp þess- um fáu orðum. Og þá varð honum að orði: „Ó, Rússland, nú kannast ég við þig aftur“. Ég segi þessa sögu í ákveðnum tilgangi. — Ég er orðinn leiður á hræsninni í Rússum og ásökunum þeirra á hendur öðrum þjóðum. Ég hef nú verið hjá þeim í 15 ár, og það sem mér þótti mest áberandi í fari þeirra voru lögbrotin og bófa- mennskan allt frá hinum lægsta til hinna æðstu. Eins og saga Vertinsky ber jneð sér eru gripdeildir þar tíðastar- í hinum þröngt setnu járnbrautar- vögnum og strætisvögnum er fullt af vasaþjófum, því að þar geta þeir matað krókinn. Þremur handtösk- um var stolið af mér. Rán í húsum og gripdeildir í búðum og á mark- aðstorgum er daglegur viðburður. Þetta eru fruntaleg rán. En svo hafa Rússar fundið upp á því að nota rakvélablöð, eða rakvélar- blaðsegg, sem felld er inn í hring svo að enginn tekur eftir því í fljótu bragði. Þeir eru leiknir í því að beita þessu eggjárni. Það er al- vanalegt að konur verði þess varar er þær koma út úr járnbrautar- vögnum eða strætisvagni, að allt bakið er úr fínu loðkápunum þeirra. Með rakvélarblaðsegginni hafa þjófar rist sundur kápurnar og-haft á brott með sér bakið úr þeim. Ekki veit ég hvað þeir gera svo við þetta, líklega geta þeir selt það og svo eru gerð úr því handskjól, eyrnaspeldi eða loðhúf- ur. Þegar ég kom heim til Júgó- slavíu sagði ég vinum mínum frá þessu og helt að þeir mundu verða undrandi. En það fór á annan veg. Rússar höfðu verið hér sem „frels- arar“ og síðan sem „ráðunautar“. Þessir rússnesku hermenn fóru mikið í kvikmyndahús og léku það að skera burt leðrið á sætunum á meðan sýning fór fram. — Þeir stungu leðrinu undir kápur sínar. Og brátt varð það áberandi í Bel- grad hve margir rússneskir her- menn voru á skrautlegum skóm úr rauðu leðri. Þessi hringhnífur Rússanna er ekki hættulaus. Ef þú gerir eitt- hvert veður út úr því að vasaúrinu þínu eða buddunni hefur verið stolið, þá máttu eiga það nokkurn veginn víst að fá eggina beint á augað og skurðurinn blindi þig. — Einu sinni komst ég að því að vasa- þjófur hafði hnuplað frá mér í strætisvagni. Ég vissi hver þjófur- inn var og ég bar það beint upp á hann, því að ég helt að ég mundi ná rétti mínum. En ég var ókunn- ugur í Moskva þá. Ég sá skyndilega að hinir farþegarnir hörfuðu und- an í skelfingu, en vinur minn, sem með mér var, hvíslaði að mér og bað mig blessaðan að hafa mig hægan, því að líf mitt væri í veði. Þetta er eitthvað hið merkileg- asta við bófaskapinn í Rússlandi, hvað alþýða er dauðhrædd við glæpamennina og vill ekki. rísa gegn þeim. Stafar það sennilega af því þjóðskipulagi, sem heldur þegn -unum í sífelldum ótta. Bófarnir vinna stundum einir síns liðs, eða tveir og tveir saman. Næsta stigið er svo bófafélagið, sem Rússar nefna „troika“, en það þýðir þrír, og stafar af því að fyrir hverj- um bófafiokki eru þrír menn, einn foringi og tveir aðstoðarmenn. —í borgunum hafa þessir menn svo undir sér 5—15 „starfsmenn“, en út um landið eru oft 50 í hóp. Kunnastir af þessum óaldarflokk- um í Moskva eru Svarta troika og Dauða troika. Flokkar þessir gefa sig við mörgu. Þeir ræna gangandi menn á götum úti, þeir brjótast inn í hús og þeir víla heldur ekki fyrir sér að fremja bankarán. -Starfsemi þeirra er vel skipulögð. , , ...„ Sums staðar hafa þessir . bófa-. flokkar myndað með sér samband. Kunnast af þeim er „Svarta hönd-. in“, sem hefur d.eildir víðs vega í Kákasus, Úkraniu: Qg Mið-Agíu, Og árið 1947 helt Syarta höndin rneira að segja sambandsþing í- Suður- Rússlandi. . :..v. . . Einkenn.ilegt er hve þes?um bóf-.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.