Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 237 SJÓMAÐUR í FYRIR mörgum árum kom Svein- björn heitinn Egilsson til min með þessa grein, sem hann hafði þýtt að gamni sínu úr dönsku blaði. A. Ó. Danska blaðið „Sjömannen“ birtir eftirfarandi sögu: Sjómaðurinn halti Jónas slagar að grindunum fyrir framan dómarann. og með honum lögregluþjónn, sem úkær- ir Jónas halta fyrir illa meðferð á dýr- um. Hann skýrir frá því, að Jónas halti hafi bundið stóran stein í taglið á hesti, sem hann reið á um göturnar. — Hvers vegna gerðirðu það? spurði dómarinn. — Eg bið yður afsökunar, herra stór- aðmíráll, mælti Jónas halti. Það var ekki ill meðferð á hestinum, eins og bátsmaðurinn þarna skýi-ir frá. Ég hafði leigt þennan gamla „Plimsollara" til rannsóknarferðar á landi, en þegar ég var kominn um borð og hafði dreg- ið inn festar, þá reyndist svo, að ó- mögulegt var að stýra þessum gamla pramma. Hann tók sjó á sig að framan og fór þvert yfir götuna þrátt fyrir IMýunrgar k Ný þurrkunaraðferð NOKKURN tima tekur það jafnan að þurrka hluti, sem eru málaðir, lit- aðir eða lakkbornir. En nú er fundin upp ný aðferð í Bandarikjunum til þess að þurrka þá á svipstundu, eða 2—20 sekundum, eftir því hvert efnið er og hvort málað hefur verið á pappir, tré, vefnað, málm, gler eða plast. Þessi nýa aðferð er nefnd „Chem-dry“ og er fólgin i þvi að hinum nýmáluðu hJut- um er stungið inn í *klefa, þar sem efnaguíur cru, og þorna þeir þá sam- stundis svo að málningin verður gler- hörð. Taiið er að þessi aðferð muni auka afköst á vinnustofum og spara lnisnæði, þvi að alltaf þarf talsvert rúm til þess að láta hluti standa þar á meðan þeir eru að þorna. ÚTREIÐATÚR liðugan vind. Það var sama hvernig ég hagaði seglum, að stjórn lét hann ekki og rak jafnt til stjórnborða og hann dreif til bakborða. Hann hlýtur að vera of framhlaðinn, hugsaði ég, því slundum lyftist skuturinn upp og snerust þá lappirnar eins og skrúfa á gufuskipi, þegar hún missir sjó í stórviðri. Það þarf meiri seglfestu í skútuna, hugsaði ég með sjálfum mér. Í þessum vandræðum keyrði ég beint á gamlan skipsfélaga. sem þarna var mcð bökkuðum seglum og bað hann að hjálpa mér til aö kasta akkeri, því að ég vildi lcggjast á meðan ég gengi frá seglfestu aftur í skut, svo að hún yrði mátulega afturhlæð. Þegar ég hafði komið þessu fyrir, sá ég að hér var skúta, sem gat siglt, það megið þér vera vissir um, herra aðmíráll. Hún stýrði sem snælda þangað til þessi sverðdansari, sem hjá mér stendur, kom og skipaði mér að hala inn að bólverkinu. Dómarinn lét málið falla niður, þeg- ar halti Jónas hafði lofað að losa segl- festuna og fá dráttarbát til að koma skútunni í höfn — sem á máli okkar, sem á landi búum heitir að skila hest- inum til eigandans. «——' Molar Hjónm höfðu slegið skarpa brýnu, en á eftir vildi hún sættast. — Góði, við skulum jafna þetta, sagði hún, og mætast á miðri leið. Ég er fús að viðurkenna að ég hafi haft rangt fyrir mér, ef þú vilt svo viður- kenna að ég hafi haft rétt fyrir mér. 'k -k Gvendur fíni þóttist sjá kunningja sinn á undan sér á götu. Hann greikk- aði sporið, náði honum og sló hrana- lega á öxlina á honum. Maðurinn leit, við og þá sá Gvendur að þetta var ekki sá, sem hann ætlaði, heldur bráð- óluinnugur maður. — Fyrirgefið þér, sagði Gvendur fini, ég hélt að þer væruð hann Björn vindbelgur. Maðurinn var með andköf og svar- aði stamandi: — Ekki þurftuð þér að berja mig svona fast fyrir það. — Hvað kemur yður það við hve fast ég ber hann Björn vindbelg, sagði Gvendur. kr ~k Það var verið að ræða um harð- skeyttan og mælskan stjórnmála- mann, og þá sagði einn: — Ég segi ykkur það satt að þótt hann fengi taugaveiki, þá mundi hon- um batna, þótt hann fengi lungna- bólgu, þá mundi honunr batna, þótt hann fengi heilablóðfall, þá mundi honuin batna. En ef hann fengi gin- klofa, þá mundi hann springa. Háttsettur embættismaður var á ferð um vetur norður í Yukon-héraði og gamall gúllnemi var fenginn til þess að aka honum á sleða. Áður en þeir lögðu á stað breiddi gullneminn feld af villinauti yfir kné þeirra. — 'Þú átt að snúa hárinu inn, sagði embættismaðurinn. Veiztu ekki að það er langtum hlýrra. Gamli maðurinn sneri feldinum við og hló. — Að hverju ertu að hlæa? spurði embættismaðurinn. — Ég var að hugsa um vesalings villinautin, sagði sá gamli, hvílíkir dauðans bjálfar þau eru að hafa aldrei uppgötvað þetta. *k 'k Kona nokkur hafði farið búð úr búð og þegar hun kom heim saknaði hún peningabuddunnar sinnar, og vissi þegar að hún mundi hafa skilið hana eftir í einhverri búðinni. Lagði hún svo á stað aftur og gekk búð úr búð og spurði um budduna. Þegar hún kom i tíundu búðina, þá var buddan þar. Konan varð ákaflega glöð og vildi láta í ljós þakklæti sitt út af ráðvendni búðarmannsins: — Já, munrn- er nú á mönnum, sagði hún, og sannarlega er það gleðilegt að hitta einn ráðvandan mann. Ég skal trúa yður fyrir því, að ég hafði verið i níu búðum áður en ég kom hingað, og enginn þar þóttist hafa orðið var við peningabudduna. 'k MALAJISKA er eitlhvert auðlæröasta tungumál á jörðinni. í þvi eru mjög fáar sagnir og epgar óreglulegur, enginn greinir, engar forsetningar — og engin málfræði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.