Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 4
242 LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS Framsóknarþinoið smánar vilja leiðtoga sinna upp, að nýverið gerðist nokkuð ein- stæður atburður í sambandi við með- ferð dómsmálanna. A nýafstöðnu flokksþingi Framsókn- arflokksins var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Flokksþingið vítir harðlega þá með- ferð, er dómsmál hafa sætt af hendi þess ráðherra, er nú fer með þessi mái. Telur þingið brýna nauðsvn bera til að bættari og réttlátari skipan verði komið á þau í framtíðinni". Við skulum alveg láta það liggja milli hluta að tillaga þessi er runnin undan rifjum manns, sem liggur undir opinberri ákæru. Við skulum líka láta Framsóknarflokkinn sjálfan um að ákveða hvern sinna manna hann telur hæfastan til að marka stefnuna varð- andi dómsmál og réttarfar í landinu þannig að hún mótist í samræmi við siðferði og innræti fLokksins. En það sem okkur áhorfendunum þykir merk- ast við þessa tillögu, er hversu góða innsýn hún opnar i kærleiksheimili Framsóknar. Enginn neitar því, að núverandi ráð- herrar Framsóknarflokksins eru a. m. k.' meðal Hinna mikilhæfustu leiðtoga þess ftokks. Eftir að einn þeirra hefir í 6 ár átt sætí með Bjarna Benedikts- syni í ríkisstjórn og lotið þar forvstu hans í dómsmálunum, en hinir tveir hafa í ró og næði og að vitrustu manna vfirsýn, einnig með mestu ánægju, bú- ið við það hlutskipti í 3 ár, er ofan- nefnd tillaga samþykkt á þingi þess flókks, sem þeir sjálfir stjórna. í þessu sambandi má í rauninhi segja að þáð skiþti ekki aðalmáli hvernig dómsmálastjöfhin hefir farið úr h«--ndi. Sé ðómsmáraf&ðherra ekki ámælisverð- ur, hlýtur þáð að vera samstarfsmönnn- um háns í ríkisstjórn úr liði Framsókn- ar þung ráún að þurfa að bera kinn- roða fyrir rangar sakargiftir síns eig- in flökksþings á hendur ágætum sam- starfsmanni. En sé hinsvegar dóms- málastjórnin nrreð þeim endemum sem flokksþingið telur, hvernig í ósköpun- um fá þá ráðherrar Framsóknar varið það, að þeir skuli ekki fvrir löngu hafa sagt.skilið við svo „forhertan" dóms- málaráðherra. Nei, hér er um ekkert að villast. Leið- asti lýðurinn á flokksþingi Framsókn- ar héfir með þessu á áberandi hátt viljað smána lelðtoga sína. Um réttmæti og sannleiksgildi til- lögunnar þurfum við Sjálfstæðismenn auðvitað ekki að spyrja. En þeir, sem minna þekkja til mála, geta haft það að leiðarvísi að andstæðingar Bjarna Benediktssonar í ríkisstjórninni, hika ekl?i við að ómerkja ummæli síns eigin flokksþings með áframhaldandi sam- starfi, og það enda þótt kosningahitinn sé nú farinn að setja blæ á þjóðlifið. FJÁRMÁLIN Um fjármálin þykir mér rétt að fara örfáum orðum. í hinni ítarlegu greinargerð, sem f.vlgdi gengislagafrumvarpi Sjálfstæð- isflokksins, var með ljósum rökum sannað, að frumskilvrði þess, að geng- islækkun kæmi að tilætluðum notum, væri það, að stöðvaður yrði sá halla- rekstur, sem verið hafði á ríkisbú- skapnum allt frá árinu 1947. Sjálfstæð- isflokkurinn gerði því stöðvun þessa greiðsluhalla að höfuðskilyrði fvrir þátttöku sinni í ábyrgð á stjórn lands- ins. Hefur því verið fullnægt i verki af núverandi stjórn, svo sem kunnugt er. Nam greiðsluáfgangur áranna 1950, 1951 og 1952 alls milli 50—60 millj. kr. Er það út af fyrir sig gleðiefni, en gef- ur ekki rökstudda ástæðu til að vænta tilsvarandi afkomu á næstu árum, vegna þess að tekjur ríkissjóðs hafa á þessu tímabili vaxið um marga mill- jónatugi, að ekki sé fastar að kveðið, vegna óvenjulegra fyrirbrigða sem ekki endurtaka sig nema að litlu levtí. Nefni ég þar til m. a. stórauknar tolltekjur þegar rýmkað var um verzlunarfrelsið. Framsóknarmenn hafa mjög miklast af þessari afkomu • ríkissjóðs. Ekki er þeim það of gott, því eitthvað verða Framsóknarmenn að hafa sér til ágætis. Sannleikurinn er sá, að báðir stjórnar- flokkarnir geta að því leyti þakkað sér óvenjulegar tekjur ríkissjóðs, að þær stafa af sérstökum stjórnarað- gerðum svo sem verzlunarfrelsinu og þeim þrem miklu fyrirtækjum, sem verið er að koma á fót fyrir atbeina stjórnarflokkanna. Og báðir hafa þeir unnið sér það til ágætis að halda út- gjöldunum í skefjum þrátt fyrir tekju- aukninguna. Hefur góð afkoma rikis- sjóðs treyst álit íslands út á við og eflt aðstöðu stjórnarinnar til fjáröfl- unar til nauðsynlegra framkvæmda í landinu, svo sem þeirra þriggja stór- virkja, sem ríkið hefir orðið að bera allan þunga af fjáröflun til. En það er um þátt okkar Sjálfstæðismanna í rík- isbúskapnum að segja, að við þykjumst fyrir það maklegri lofsins, að undir skeleggri forvstu okkar manna í f jár- veitingarnefnd höfum við sýnt sömu varfærni í samþykkt útgjalda-tillagna á Alþingi eins og við gerðum meðan fjármálaráðherrann var úr okkar flokki. En svo hefur virzt, sem Fram- sóknarmenn teldu afkomu ríkissjóðs minnu skipta þótt þeir ættu sæti í ríkisstjórn, meðan þeir ekki sjálfir áttu fjármálaráðherrann. Vildi ég með þess- um orðum ekki gera lítið úr núverandi fjármálaráðherra né heldur flokks- bræðrum hans í ríkisstjórninni. Þeir eru allir miklir málsvarar sinnar stefnu. En ég þykist vita, að f jármála- ráðherranum sé ekki að skapi, fremur en flestum öðrum að vera tileinkaður meiri heiður en honum ber, enda sagði hann sjálfur nýverið í ágætri útvarps- ræðu, sem hann flutti frá Alþingi, þessi sönnu orð: „Vald fjármálaráðherra vfir fjárlögunum er mjög takmarkað" ■ Ég vil svo aðeins árétta það, að stjórnarflokkarnir eru lofs maklegir fyrir að hafa haft hemil á útgjalda- hlið fjárlaganna. Allir þekkja hinar há- væru kröfur á hendur ríkissjóði, og allir þekkja hinar aðkallandi og mörgu þarfir í okkar fátæka þjóðfélagi. Verð- leikar stjórnarflokkanna í þessum efn- um liggja í því, að þe.ir hafa borið gæfu til að láta sér skiljast, og vera þeim skilningi trúir, að af öllu mikilsverðu í þessum efnum var það mikilsverð- ast, að forðast áframWSIdandi greiðslu- halla á fjárlögunum, enda mundi hafa sannazt að ef það boðorð hefði verið brotið, myndi refsingin hafa bitnað á öllum almenningi í landinu, míklu harðar en menn almennt gera sér grein fyrir. SKATTAMÁL Um skattamálin hefir verið mikið talað og skrifað, en aðgerðir hafa ver- ið minni. Þó fengu Sjálfstæðismenn á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.