Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 6
244 LESBÓK MORCUNBLAÐSINS Frjáls félugssamtök S.Í.F. eru skjólgarður útgerðarinnar íremur ber Sjálfstæðisflokknum að vernda einkaframtakið, bæði á þessu sviði og öðrum. enda hefur flokkurinn æfinlega leitazt við að gera það, bótt hann hafi nevðst til að gera vms afvik. ÚTFLUTNINGSVER7LUNIN Kunnara er en frá þurfi að seeia, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur barizt fvr- ir verzlunarfrelsi. Það er því ef til vill ekki óeðlilegt, að reynt hafi verið að stefna að flokknum, og ekki sízt mér persónulega. nokkurri gagnrýni f\TÍr að fylgja margra ára eða áratuga for- dæmi fyrirrennara minna í embættinu, um vernd til handa þeim samtökum, sem framleiðendur við siávarsíðuna hafa komið á með sér í því skyni að halda uppi verðlagi á útflutningsvöru sinni. Ég finn því hiá mér hvöt til að skýra það mál nokkuð hér á Landsfundinum, ekki sízt vegna þess, að samstarfs- flokkurinn — flokkur samvinnumanna. Framsóknarflokkurinn — hefur hert árásir gegn mér af þessu tilefni að und- anförnu, og jafnvel gefið í skyn, að persónulegir hagsmunir fárra manna kunni einhverju að valda um gerðir mínar. Tæmandi skil get ég ekki gert þessu máli hér. Ef rekia ætti alia bræði þess myndi til þess þurfa lengri tima en ræðu minni er ætlað að standa. En ég þarf að koma viða við oe verð þvi í þessu máli að stikla á þvi allra stærsta. —★— Samkvæmt lögum, sem sett voru á timum stiórnar Framsóknarflokksins og Alþvðuflokksins, og síðar saman- dregin í eina allsherjar heimild ríkis- stjórninni til handa með löeum frá 1M9. er bannað að bjóða til sölu eða selja úr landi útflutningsvöru lands- manna án þess að samþykki stjórnar- valdanna komi til. I núverandi ríkisstjórn fer viðskipta- deild utanríkismálaráðunevtisins með það vald. en undir minni yfirstjórn og á mína ábyrgð. Sem kunnugt er nemur andvirði út- flutningsvöru siávarútvegsins 90—95% af andvirði útflutningsvöru lands- manna. Ríkir í reyndinni mikið trelsi um útflutning þessarar vöru, að síld, saltfiski og hraðfrystum fiski undan- skildum, enda er gagnrýninni stefnt að þeim útflutningi, einkum þó að salt- fiskinum. —★— Varðandi síldina er það að segja, að með sölu hennar fer Síldarútvegsnefnd. Er hún kosin af Alþingi, útvegsmönn- um og Alþýðusambandi íslands. Sildar- útvegsnefnd heldur árlega fund síldar- saltenda og lýsir eftir skoðun þeirra um sölu-fyrirkomulagið. Hefur reyndin verið sú, að menn hafa nær alltaf verið að heita má sammála um, að beat fari á að Síldarútvegsnefndin hafi ein á hendi sölu alirar saltsiidar landsmanna. Verður og að viðurkenna að nefndinni hefur farizt starf sitt vel úr hendi og hún firrt landsmenn með því miklu fjár tjóni. Fyrirrennarar mínir í ráðherra- embættinu hafa þess vegna veitt nefnd- inni einkaumboð til síldarsölunnar og hef ég fylgt fordæmi þeirra, fullviss þess, að með því væri bezt borgið hags- munum þjóðarinnar. —★— Kem ég þá næst að saltfisksölunni og mun um hana verða fjölorðastur, bæði veena þess að á henni hef ég mesta þekkingu og hins að að þeirri skipan hefur gagnrýninni mest verið stefnt. Með saltfisksöluna fer Sölusamlag ísl. fiskframleiðenda, S.Í.F., en það eru fr.iáls félagssamtök, opin öllum sem saltfisk framleiða eða eiga. Félagið var stofnað 1932 og hefur síðan farið með sölu á allri saltfiskframleiðslu lands- manna nema fvrstu árin, að smá afvik voru gerð, en það þótti nauðsvnlegt til að skapa einingu um stofnun félagsins. —★— Mér er vel kunnugt um aðdraganda þeirrar félagsstofnunar og vík nú stutt- lega að honum í því skyni að kasta skýrara ljósi yfir málið. Um og eftir 1930 átti saltfisksala fs- lendinga við mikla örðugleika að stríða. Útflytjendur voru þá margir og sam- keppni af hendi sumra þeirra misk- unnarlaus, fávís og hörð. Höfðu sumir það eitt sjónarmið að græða sjálfir á fisksölunni alveg án hliðsjónar af hags- munum fiskframleiðenda. Ég vTann um þessar mundir hjá h.f. Kveldúlfi, sem þá var í senn stærsta útgerðarfélag landsins og langstærsti fiskútflyjandinn. Flutti félagið þegar bezt lét út 3 fiska af hverjum fimm, sem voru á land dregnir. Við þóttumst kunna góð skil á fisksölu og man ég aldrei til að við töpuðum fé á henni. En þar kom þó að við töldum okkur nauðsynlegt, að afjala okkur gróða fiskverzlunarinnar til þess með þeim hætti að forðast hin miklu og sívaxandi töp útgerðar okkar, töp, sem stöfuðu af þVí, að vegna heimskulegrar og ófyrirleitinnar samkeppni um fisksöl- una af hendi þeirra, sem engra beinna útgerðarhagsmuna höfðu að gæta, lækkaði fiskverðið iangt umfram nauð- syn með óhóflegum undirboðum. Og að sjálfsögðu keyptu erlendir fiskkaup- menn að öðru jöfnu af þeim, sem lægst bauð. Ég ætla ekki að gera okkur, sem Kveldúlfi stjórnuðum verri en rétt er. Ég viðurkenni þess vegna að okkur sveið sárlega hversu farið var með fjár- muni fátækra útvegsmanna og sjó- manna, vegna þess glundroða, sem ríkti í fisksölunni. Ég ætla heldur ekki að skreyta okkur með fölskum fjöðrum og geri því ráð fyrir að mestu hafi valdið um viðbrögð okkar, að útgerð okkar fékk ekki staðizt hið óvissa og lága fiskverð. Þetta skiptir þó ekki máli, heldur hitt, að við hófumst handa um að koma á allsherjar samtökum um saltfisksölu íslendinga. Áttum við um það fyrst samræður við bankastjóra Landsbankans en síðar við ríkisstjórn íslands og tóku báðir aðilar vel á málinu. Hétu þeir málinu stuðningi sínum og áttu í því mikla hlutdeild, að hugmynd okkar komst 1 framkvæmd. Nefni ég þar til alveg sérstaklega Magnús heitinn Sigurðsson, banka- stjóra, sem tók að sér formennsku S.Í.F. og jafnan studdi þetta þarfa mál með ráði og dáð. Ég vil nú staldra við og spyrja: Dettur nokkrum í hug að stærsti fisksali landsins hefði að þarflausu átt að því frumkvæði að svifta sjálfan sig •frelsi til fisksölu, sem hann æfinlega hafði rekið með hagnaði? Heldur nokkur maður, að stjórn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.