Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 249 w- n■ 'Kmm+i***" »r<<i jntnf* 7^ Bezt liefur samstarfið geiigið^á^syiði landbúnaðarrnála Bezt hefur samstarfið gengið á sviði landbúnaðarmálanna. Koma þar í aðal- efnum saman sjónarmið beggja stjórn- arflokkanna. Báðir hafa gert sér fulla grein fyrir, hver höfuðnauðsyn það er íslendingum, að stöðvaður sé flóttinn úr sveitunum og raunar einnig, að það er eitt frumskilyrði fyrir andlegum og veraldlegum velfarnaði íslenzku þjóð- arinnar, að stjórnmálunum sé stýrt með það höfuðsjónarmið fyrir augum, að fólkið í dreifbýlinu jafnt til sjávar og sveita, sæki ekki burt frá stöðvum sínum og störfum. En ef það á að tak- ast, má hið opinbera ekki vanrækja að létta undir, eftir því sem auðið er, í lífsbaráttu þessa fólks og að veita því þau fríðindi og þægindi, sem fjölbýlið á við að búa. Sjálfstæffismenn og Framsóknar- menn gera sér rétta grein fyrir þvi, aff landbúnaður er og á aff vera kjölfestan í atvinnulífi þjóffarinnar. Þeir viffur- kenna báffir rcttmæti orffa eins hins ágætasta búhölds landsins, sem ný- veriff sagði: „Skilvísari viffskiptavin er ekki hægt aff eignast en gróandi jörff“. Báðir þessir flokkar reyna þvi eftir getu að veita fjárstraumi til sveitanna í fullri vissu þess, að með því er unnið að hag allrar þjóðarinnar. Og báðir skilja þeir úrslitagildi sveitalífsins fyr- ir menningu og allt andlegt líf þjóð- arinnar. Samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er því að því leyti heilbrigt, að engir aðrir flokkar eru jafn samhentir í því, að vinna að hags- munamálum sveitanna, enda ber þeim öðrum fremur skylda til þess, því * bændastéttin fylgir þessum flokkum lítt skipt að málum. Bændur kunna al- mennt vel skil á þessu og eru þess- vegna mishrifnir af liðsbónum sumra forystumanna Framsóknarflokksins til hinna svokölluðu vinstri flokka. Úr þessu munu Framsóknarmenn reyna að bæta með því að hvísla í eyru bænd- anna, þar sem það á við, að lítil alvara standi á bak við blíðmælin við vinstri flokkana. Þau séu aðeins viðhaldsfóður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík og annarra svonefndra bæjar-radikala, manna sem stundum hafa þótt standa nær kommúnistum en bændum. Við Sjálfstæðismenn erum vanir þessum vinnubrögðum Framsóknar- manna. Við þekkjum vel slagorðið „Allt er betra en íhaldið“. En einhvern- veginn hafa atvikin hagað því þannig, að til okkar kemur Framsóknarflokk- urinn þegar vandinn steðjar að. Fram- sóknarmenn vita vel, aff Sjálfstæðis flokkurinn hefur ævinlega verið og mun verða reiðubúinn til aff leggja hönd á plóginn þegar unnið er aff hags- munamálum þjóðarinnar, heill og heiffri ættjarffarinnar. Skipta þá gömul og ný slagorð og köpuryrði engu máli og hefur Sjálfstæðisflokkurinn löngu sannað þá staðreynd í samstarfinu við Framsóknarflokkinn. Er okkur því nokkurt vorkurmarmál þótt við göbbumst ^tundum í okkar hóp að baráttuaðferðum Framsóknar- manna. Okkur er stundum skammt þegar við lesum lýsingar Tímans á því hversu vondir menn við séum og eigin- gjarnir. Við höldum að sá ótti, sem þessum skrifum veldur, um að kjósend- ur Framsóknarflokksins muni leita inn- göngu í okkar herbúðir, nema því að- eins, að uppi sé haldið látlausum ó- hróðri um suma helztu foringja okkar, hljóti að vera móðursýki. Málefnalega þykir okkur nokkur fengur í ásókn Framsóknarmanna í vinstri samvinnu. Telja margir að það sé öruggasta og stytzta leiðin til að tryggja varanlegt meirihluta vald Sjálf stæðisflokksins á Alþingi að rætast mættu um stundarsakir draumar til- hugalifs vinstri arms Alþýðuflokksins og bæjarradikala Framsóknarflokksins. —★— Um stjórnarsamstarfið vil ég að lok- um segja þetta: Til þess var stofnað í því skvni aff bera fram til sigurs hiff mikla mál, sem minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins lagði fyrir Alþingi snemma árs 1950, þ. e. a. s. aff skapa jafnvægi í þjóffar- búskapnum til þess meff því móti, aff forffast það allsherjar atvinnuleysi, sem viff blasti. Stjórnarflokkarnir hafa með trú- mennsku unnið sín verk og eftir atvik- um tekizt giftusamlega. Jafnframt er nú langt komið þeim stórframkvæmd- um, sem undirbúnar voru af stjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar, en hrint í framkvæmd af núverandi stjórn. Stjórnin hefur staðið lofsamlega sam an um varnir landsins og utanríkis- stefnuna og margt annað vel unmð. En merkasta framkvæmd kjörtímabilsins er þó án efa víkkun fiskveiðilandhelg- innar. Yfirleitt hefur samstarfið verið gott og þarf því engan að undra, að Fram- sóknarmönnum gangi nú stirðlega að finna þau ágreiningsefni, sem þeir telja sig þurfa á að halda til að geta ■rifizt fyrir kosningarnar. Áður en ég skilst við samstarfsflokk- inn get ég ekki stillt mig um að fara fáum orðum um þá stjórn, sem Sjálf- stæðisflokkurinn myndaði og bar höf- uðábyrgð á, Nýsköpunarstjórnina, vegna þess að svo virðist, sem Fram- sóknarflokkurinn hafi lagt á það meiri áherzlu að ófrægja hana en að verja núverandi stjórn áföllum. NÝ SKÖPUNIN Oft er því haldið fram, að Fram- sóknarflokkurinn sé með öllu sam- vizkulaus í stjórnmálabaráttunni. Ekki kvelur samvizkan þann, sem samvizku- laus er. En við sem bárum gæfu til að leggja nýjan grundvöll að atvinnulífi þjóðarinnar og vörnuðum því að ís- lenzka þjóðin kæmi örsnauð úr pen- ingaveltu stríðsáranna og yrði að heyja hina nýju lífsbaráttu svo að kalla vopnlaus og án allrar nytsemi nýrrar tækni gerum okkur fulla grein fyrir því, að Framsóknarflokkurinn hefur samvizkubit. Um það vitna látlausar ádeilur Framsóknarflokksins á þjóðnýt störf nýsköpunarstjórnarinnar. — Það er líka mála sannast, að hefði Fram- sóknarflokkurinn þá ■ ráðið förinni, mundu fjármunir þjóðarinnar hafa eyðst í langar kaupdeilur og eyðslu- eyri. En nýsköpunarstjórnin tryggði, að mestum hluta stríðsgróðans var varið til þess að tvöfalda fiskveiðiflotann, fjórfalda kaupskipaflotann, byggja upp nýjan iðnað í landinu og efla ræktun og afköst á sviði landbúnaðarins. Þetta metur þjóðin mikils. Það skilur og ótt- ast Framsóknarflokkurinn. Af því staf- ar óhróðurinn. Mega menn gerst skilja haldleysi þessara ádeilna á því, að ýmist heldur Framsóknarflokkurinn því fram, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.