Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 12
250 -7 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Við iiöium ré hálíur stríðsgróðinn hafi runnið út í sandinn eða hinu, að sjávarútvegurinn eða iðnaðurinn hafi gleypt allan striðs- gróðann, en landbúnaðurinn með öllu farið várhíuta. Þykir fyrri kenningin hagkvæmafi þegar sanna á óreiðu ný- sköpunarstjórnarinnar, en hin síðari þcgar alið er á öfund, stétt egnd gegn stétt, og sanna á óvild nýsköpunar- stjórnarinnar i garð landbúnaðarins. Um húg nýsköpunarstjórnarinnar í garð bænda liggja fyrir margar og skjallegar sannanir. Er sú fyrst, að þegar nýbyggingarráðið var skipaö, var þáverandi búnaðarmálastjóri, nú- verandi hæstvirtur forsaetisráðherra, skipaður í það. Mundi engin stjórn hafa scilzt til búnaðarmálastjóra i þá miklu valdastöðu hafi hún viljað gera bændur afskipta. Þá er það annað, að þar sem flokkar nýsköpunarstjórnarinnar réðu, þ. e. a. s. á Alþingi, kom ljóst fram rétt- úr skilningur á gildi landbúnaðarins I þjóðlífi_ íslendinga, því þá voru sett hin þýðimgarmestu lög landbúnaðinum til framdráttar, sem enn gilda á íslandi. Nefni ég þar bæði lög um nýbýli og landnám og lög um raforkuveitur rík- isins. Og cnn minni cg á, að oftlega flutti ég i nafni nýsköpunarstjórnarinnar hvatningarorð og áskoranir til bænda. Má þar meðal annars vitna til ræðu þeirrar, sem ég fiutti á Alþingi í byrj- un desember 1945, en þar segir m. a.: ..Sannleikurinn er sá, að bændur eru nú í mciri hættu en nokkur önnur stétt þjoðfélagsins. Málefnum þeirra hefir að undanförnu verið illa stýrt og þeir standa þegar af þeirri ástæðu höllum fæti í lífsbarattunni. Eðli málsins er auk þess það, að í landi, sem liggur við ríkustu fiskimið heimsins, hiýtur iand- búnaðurinn að eiga örðugt uppdráttar, ekki sizt meðan ræktunin ekki kemst á hærra stig en enn er orðið. Það er satt frá sagt, að af hinum mörgu vándasömu viðfangsefnum, sem stjórnin er nú að glima \nð, er það eitt hið allra erfiðasta, hversu takast megi að forðast að landbúnaðurinn heltist úr iestinm, eimnitt nú, þegar nýsköpun út\ egsins færir mönnum ný og betri afkofnuskilyrði við sjávarsiðuna. Ég teí alveg vonlaust að taftast megi að 'leýsá hennan vanda án forystu sjálíra baendanna ’: vmsamiegu sanistarL við váldbaiana.'' ttan skílning á gildi landbúnaðarins Og ennfremur segir: „Þetta verða islenzkir baendur að láta sér skiljast. Ég aðvara þá meðan enn er tími og býð bændum, hvar í flokki sem þeir standa, alla aðstoð, sem stjórnar- flokkarnir megna að láta í té, aðeins ef þeir eru reiðubúnir til samstarfsins'*. Hér er skýrt að kveðið og aftekin öll tvimæli um réttan skilning nýsköpun- arstjórnarinnar á gildi landbúnaðarins og góðhug hcmiar i garð bænda. En, spyrja menn, hversvegna er þá veitt meira fé til sveitanna nú en i tíð nýsköpunarstjórnarinnar? Þvi er auðsvarað. Ástæðurnar eru tvær. I fyrsta lagi: Framsóknarflokkurinn snerist öndverður gegn nýsköpuninni og tókst með þvi að vekja tortryggni og draga svo kjark úr bændum að þeir fengust ekki til að hagnýta sér tæki- færið, sém nýsköpunin bauð, ncma að litiu leyti. í öðru lagi: Af þessu leiddi, að meira fé varð til ráðstöfunar öðrum atvipnu- vegum þjóðarinnar. Var þá svo vcl fyrir þeim séð, ekki sízt sjávarútvegn- um, að minna þarf nú að verja til þeirra, og þessvegna hægara að sinna þörfum landbúnaðarins. ■ Ég hef talið mér skylt að mmna á þessa höfuðdrætti, vegna þess bversu mikla áherzlu Framsóknarflokkurinn leggur á að ófrægja nýsköpunarstjórn- ina í þeim tvöfalda tilgangi, að friða sina iilu samvizku, en einkum þó til að ófrægja Sjálfstæðismenn i augum bændanna og skreyta jafnframt sjálfa sig með lánuðum eða stolnum fjöðrum. Mér þvkir rétt, áður en eg skilst við nýskopumna að víkja orfaum orðum að kommúnistúm. Þeir vita eins og flestnr aðrir, að þjoðm kanr. \el að meta hvílík gæfa það val að stríðsgróð- anum var að mestu varið til að efla at- vinnulífið, og láta því einskis ófreistað til að telja þjóðinni trú um að þeir séu frumkvöðlar og feður nýsköpunarinn- ar. Er því til sönnunar vitnað í að í ræðu sem Einar Olgeirsson flutti á Alþingi hafi hann lýst því yfir að rétt væri að verja stríðsgróðanum til kaupa á nýjum atvinnutækjum. „Ræða þessi var flutt í maímánuði 1944 en nýsköpunarstjórnin ckki mynd- ud fyrr cn 5 mánuðum siðar. Hvað þarf þá frekari vitna við“, segja konunúnistar. Hið sanna er, að um þessar mundir létust jaínvel Framsóknarmenn hafa áhuga fyrir nýsköpun. Og við Sjálf- stæðismenn höfðum löngu éður markað þessa stefnu. Þannig sagöi t. d. ég sjálfur í grein sem birtist i Morgun- blaðinu árinu áður, á þessa leið: „Af öllum viðfangsefnum atvinnu- Iífsins er það langsamlega veigamest, að tafarlaust sé hafinn undirbúningur að því að nema land íslendingum til handa í þessum heimi framtiðarinnar. Við verðum að gera okkur ljóst allt sem kring um okkur gerist, og við verðum að viðhafa þann hraða i orðum og at- liöfn, sem nauðsynlegut- er til þcss að íslcndingar geti haldið áfram að lifa menningarlífi sjálfstæðrar þjóðar. Okkur hafa borizt upp í hendur þeir fjármunir sem nauðsynlegir eru til þess að sctja bú okkar að nýju.“ Scgi ég siðan að við megum „ekkert afrækja né vanrækja" heldur „hag- nýta hina nýju tækni“ og gæta þess að verða ekki ,.of seinir til mótsins“ til þe^s „að aðrir hafi ekki sezt. i okkar sess“ og tryggt sér tækin meðan þau vgeru fáahleg. iíér er nýsköpunarstefnan skýrt mörkuð, ekki árið 1944, eins og Einar Olgeirsson gerði, heldur árið 1943. og getur þó vel verið að aðrir hafi mark- að þessa stefnu fyrr en ég. En þótt það sé þannig augljóst að kommúnistar cru engir frumkvöðlar nýsköpunarinnar, hafa þeir þó tengt nafn sitt við hana svo að ekki gleym- ist. Þeir hafa frá ondverðu verið í fararbroddj um kröfugerð á hendur nýsköpuninni og hert þvi fastar þræla- takið sem hagur at\únnurekstursins liefur verjð bágari. Verðskulda þeir því fremur he:t:ð bóðlar en feður nýskcp- unarínnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.