Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 13
T Skrautfjaðrir Al|)ýðuflokksins tók enginn STJÓRNARANDSTAÐAN Ekki má víst gley.ma garminum hon- um Katli — stjórnarandstöðunni. Ekki verður um hana sagt, að hún hafi látið mikið að sér kveða á kjör- tímabilinu og æ minna eftir því sem á hef.ur liðið, enda haft öðrum hnöpp- um að hneppa, þar eð foringjarnir hafa frekar sózt eftir pólitísku lífi hv«rs annars en andstæðinganna. Alþýðuflokksmenn hafa þó verið að bisa við að gagnrýna stjórnina út af gengislækkuninni, bátagjaldeyrinum, verzlunarfrelsinu, útflutningsverzlun- inni o. fl., en þeir hafa ekkert jákvætt lagt til málanna. Þeir hafa ekki sýnt okkur framan í neitt annað en það, sem við höfum horft okkur löngu leiða á, gömlu ljótu myndina, sem við flýð- um undan eins og vofu haustið 1949, — böftin, bönnin, vöruskortinn, verð- lagseftiriitið, fölsuðu vísitöluna, 250 milljón króna nýja skatta, sem enginn þorði þó að benda á, hvernig ætti að að taka o. s. frv. En allt í einu hrukku þó Alþýðu- flokksmenn upp við, að Alþingiskosn- ingar stóðu fyrir dyrum. Þeim brá. Og fjöllin tóku jóðsótt en fæddist lítil mús. Og það sem verst var fyrir þá, var.að músin fæddist andvana. Seint á síðasta þingi burðuðust Al- þýðuflokksmenn við að bera fram bjarg ráð sín. Þeir lögðu fram frumvarp, sem átti að vera allra meina bót. Efni þess var þetta: . , Stofna skyldi eitt allsherjarráð, sem Alþingi átti að velja að meiri hluta. Atti ráð þetta meðal margra annarra verkefna, að rannsaka þörf bátaútvegs- ins fyrir opinbera fjárhagslega aðstoð og síðar þegar aðstoðin var veitt skyldi þessi fimm manna samkunda fá vald til: 1. Að setja á fót einokun varðandi sölu allra afurða bátaútvegsins. 2. Að taka ábyrgð á öllu verðlagi framleiðsluvöru bátanna. 3. Að leggja tolla á allár innfluttar vörur nema „brýnustu nauðsynj- ar“, og svo háa sem ráðið teldi nauðsynlegt til að standa undir fiskábyrgðinni, og loks 4. Að einoka allan innflutning allr- ar hinnar skattlögðu vöru. Hér var engu gleymt. Útflutnings- einokun. Innflutningseinokun. Ábyrgð LESBÓK MORGUNBLAÐSINS á verði allrar bátaframleiðslunnar. Og loks alræði til handa fimm mönnum til að tolla allar þarfir almennings, nema „brýnustu nauðsynjar". Jafnvel þessu síðasta gleymdu ekki þeir menn, sem mest hafa ráðizt á báta- gjaldeyrinn. Enginn tók þetta hátíðlega. Allir skildu, að kisa var aðeins að þvo sér fyrir kosningarnar. Eina „stórmálið“, sem Alþýðuflokkurinn hafði borið fram á kjörtímabiiinu, var ósköp hljóða laust lagt í skjalasafn Alþingis. Það þótti bezt viðeigandi gagnvart flokkn- um, sem eftir síðustu kosningar ákvað að draga sig út úr pólitík. Það virðist sem allt sé nú á huldu um framtíð Alþýðuflokksins. Þegar við héldum síðasta Landsfund okkar haust- ið 1951 var Alþýðuflokkurinn minnsti flokkur þingsins. Síðan hefur hann fyrst minnkað og síðan klofnað út af foringjaskiptum. Fór þar saman dreng- skapur og hyggindi. Flokkurinn er þvi i sárum og sjúkur. Næsta tilkynning um heilsufarið mun væntanlega gefin út að afloknum kosningahitanum, og ler béztá að spá erigu um, h'vo-rt sjúkl- irigurinn verður þá lifandi eða dauður. Enginn þ'arf að óttast þjóðarsorg þótt illa fári, en sagt er þó, að einn auga- steinn muni vökna, þurfi hann að sjá á bak vonum sínum ofan í gröf Alþýðu- flokksins. —★— En enda þótt Alþýðuflokkurinn sé þannig stefnulaust rekald á úthafi stjórnmálanna, verður slíkt ekki með sanni sagt um kommúnista. Leiðtogar þeirra vita vel hvað þeir vilja, eða Öllu heldur, hvað húsbændur þeirra í Moskva vilja og fara, eins og komm- únistar allra landa, skilyrðis- og mögl- unarlaust eftir valdboði þeirra. Menn spyrja að vonum hvernig á því geti staðið, að með íslendingum, sem þó eru pólitískt þroskuð þjóð, þrífist stór flokkur, sem í einu og öllu lýtur fyrivmælum erlends valds og er stað- inn að því að eiga þá ósk heitasta þjóð sinni til handa, að hún kasti sér í faðm þessa erlenda valds og afhendi því til 251 flokkur alvarlega eilífðar eignar frelsi sitt og fullveldi. Það er hægt að ímynda sér að,ein- stakir ofstækismenn séu haldnir þeirri blindu að trúa því að þjóðskipulag kommúnismans megni að hækka þjóð- artekjurnar og koma á jafnari auðskipt ingu. Það er líka hægt að skilja að þess- ir menn telji þarfir líkamans það. æðri andlegum velfarnaði, að þeir vilji kaupa brauðið fyrir frelsið. Hitt gegnir furðu, að erindrekar þessarar hættu- legu villutrúar skuli ná eyra nokkurs hluta almennings á Íslandi, og það eftir að opinberar heimildir liggja fyr- ir bæði um, að með Rússuirf er sk.iþtihg teknanna margfalt óréttlátarí én.í flest- um vestrænum ríkjum, að.ekki se'nú jafpað til fslendinga, þar sem' hvað minnstur er munur eigná og tþkná þjóðfélagsþegnanna, sem hitt, að ovíða á almenningur við verri kjör að búa í ofanálag á frelsissviftinguna, én ein- mitt þar, sem kommúnisminri ræður ríkjum. En hvort sem menn skilja þetta bet- ur eða ver og enda þótt fullvíst þyki, að fylgi kommúnista fari þverrandi, þá stendur þó eítir sú staðreynd, að enn fylgja þeim ótrúlega margir að mál- um. Sennilegasta skýringin er sú, að fram að þessu hafi allur þorri þeirra, sem kommúnistaflokknum fylgja að mál- um, ekki gert sér grein fyrir þeim voða, sem leiðtogar kommúnista myndu leiða yfir þjóðina ef þeir fengju fil þess pólitískt vald. En sumir tceysta kommúnistum bezt í baráttunni fyrir kauphækkunum, sem þó oft leiða til kjararýrnunar. Aðrir sjá þá annrriarka, sem fylgja vörnum íslands,. og geia ekki sætt sig við dvöl erlends heríiðs í landinu. Hafa sumir þessara. manna fest trúnað á óp kommúnista að þeim, sem tekið hafa að sér að verja-frelsi okkar, vegna þess að við. erum .þess sjálfir ómegnugir og þjóðin yirðistauk þess ekki viljá leggja neitt qf. mörk- um í því skyni. Þessir menn sý.na ótrú- legan barnaskap. Með fyigi sínu við kommúnista fela þeir úlfinum að gæta lambanna. Ef nægjanlega. margir kjós- endur landsins sýna svipaða'einfeldni, myndi að visu vera hægt að lósná yið þá menn, sem hingað eru‘kQírini}-rsam-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.