Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 257 sönnunar þessu. f marz 1937 skriíaði Einar Olgeirsson í Rétt á þessa leið: „Þegar sjálfstæði íslands og „eilífu hlutleysi" var lýst yfir 1918, þá var litt hugsað um valdið, sem tryggði það, að þetta sjálfstœði yrði meira en á pappírnum. Menn lifðu í vímu „wilsonskra" hugmynda um „rétt" og „eilífan frið". í framhaldi af þessu segir Einar: „Á þessum tímum cr áframhaldandi utanríkispólitísk einangrun íslands glæpur". (Réttur 1937, s. 21—22). 1. dcsember 193?! gerði Einar 01- geirsson nánari grein fyrir, hvernig bæta ætti úr þessum glæp og sagði: „I»vi er það, að íslenzka þjóðin verð- ur að tryggja sér, ef nokkur kostur cr á, að erlend ríki, sem styrkur er að og standa mundu við skuldbind- ingar sínar, tækju einnig ábyrgð á sjálfstæði íslands og verðu það ef á það yrði ráðizt". Meðal þeirra ríkja, sem Einar taldi hér koma til mála, voru Sovétríkin og ncíndi þau þó á eftir öðrum. Komm- únistar bjuggust þá við, að styrjöld mundi brjótast út milli Hitlers-Þýzka- lanris og Sovét-Rússlands. Þeir von- uðu, að Vesturveldin mundu koma Rússum til hjálpar, og vildu umfram allt draga Bandarikin til frekari íhlut- unar um málefni Evrópu, þó ekki væri til annars en að spilla á milli þeirra og Þýzkalands, sem kommúnistar töldu þá að hefði hug á íslandi. Þessvegna skriíaði Einar Olgeirsson 3. febrúar 1939 a þessa leið: „Yfirlýsing Roosevelts sýnir og sannar, að fullur möguieiki er á því, að Bandaríkjastjórn mundi láta ábyrgð á friðhelgi íslands til sín taka. Það cr því fullkomið ábyrgð- arleysi gagnvart sjálfstæði og fram- tíð islenzku þjóðarinnar, að' sinna ekki tillögum vorum. — Við eigum strax að Ieita tryggingar Bandaríkj- amia og annarra ríkja fyrir sjálf- stæði voru og friðhelgi, svo að við séum ekki einangraðir og varnar- lausÍT ofurseldir yfirgangi og ágirnd hins nazistiska Þýzkalands." Með þessu sagði Einar Olgeirsson aðeins mildari orðum hið sama og Brynjólfur Bjarnason sagði um- búðalaust 9. júli 1941, þegar rætt var um herverndarsamninginn við 4 Bandarikin, að „íslendingar mundu ekki telja eftir sér", þó að hér yrði k „skotið 'du alirar miskunnar", ef það yrði til þess, „að veitt yrði virk aðstoð í þeirri baráttu, sem háð væri á austurvígstöðvunum", þ. e. a. s. Rússum væri hjálpað gegn Þjóð- verjum. Óþarft er að rekja að þessu sinni með hverjum hætti ísland var hernumið af Bretum vorið 1940 og herverndar- samningurinn síðan gerður við Banda- ríkin 1941. Þessir atburðir sönnuðu svo áþreifanlega, að ekki verður um villst, að vegna þeirrar hernaðarþýð- ingar, sem landið hefur nú fengið, verða íslendingar ckki síður cn aðrar þjóðir, að tryggja varnir sínar. ER KOMMUNISTAR VILDU AÐ ÍSLENDINGAR GERÐUST ÓFRIÐARAÐILAR 1945 Rétt er þó að minnast á það, að ein- mitt kommúnistar, sem nú láta eins og þessir atburðir hafi í raun og veru ekkert komið okkur við og þjóðin eigi enga lærdóma af þeim að draga, vildu ólmir veturinn 1945, að íslendingar lýstu yfir ófriðar-ástandi við Þjóðverja eða Japani. Fáir urðu til þess að taka undir þá kröfu en því íleiri til að átta sig á, að íslendingar urðu nú aft tryggja varnir sínar betur en með hlutleysisyfirlýsingunni einni. Til að byrja með vonuðu menn, að Sameinuðu þjóðirnar mundu leysa þann vanda, en þær eru í eðli sínu ekki annað en víðtækt hernaðarbanda- iag. Reynslan varð sú, að þær reynd- ust að mestu óvirkar í þessum efnum. Varð þá enn að íhuga hvað ti'. brtgðs skyldi taka. Auðvitað gerðu menn sér fulla grein fyrir þvi, að íslendingar gætu ekki af eigin mætti tryggD varn- ir landsins gegn árás erlendra ríkja. En það mátti ekki ver.ða til þess, að við vörpuðum frá okkur þeirri skyldu hvers sjáifstæðs ríkis að reyna að koma í veg fyrir, að herjað væri á landið. Af því hei'ði óhjákvæmilega leitt, að mcð okkur mundi farið sem hvcrt iinnað stjórnlaust rckald, cr sá hirti, sem fyrstur kæmi til. Þannig fór 1940. Brctar urðu bá fyrstir. Kommúnistar óttuðust, að það yrðu Þjóðverjar og þessvegna vildu þeir þá varnir. Hvcr tyrstur yrði siðar. cf við flytum sof- andi að feigðarósi, cr ckki hægt að' segja. Kb hverjum blandast bu?ur-UH!, að koinmúnistar vilja og voua, að það yrðu Rússar? Þessvegna vilja þeir ckki varnir nú. KOMMÚNISTAR VILJA OPNA LANDIÐ FYRIR RÚSSUM Ef kommúnistar segðu sem er, að það er þetta, sem fyrir þeim vakir, væru þeir að vissu leyti virðingarverð- ir. A. m. k. kæmust þeir þá hjá því að skrökva því upp, að þeir trúi á hlut- leysí landsins og gagnsemi varnar- ieysisins til að haida landinu utnn við ófrið. En kommúnistar sýna aðeins örsjaldan slíka einlæpni o<j fram kom h.iá Brynjólfi Bjarnasyni 9. jú!í ÍMf. Þeir vita, að jafnvel þótt þeir orðuðu hugsanir sinar svo varlegn cö segja, að af tvennu illu vildu þeir heldur, að Rússar tækju landið en Bandaríkja- menn dveldu hér til varnar, þá mundu flestir kjósendur þeirra snúast á móti þeim, hvað þá aðrir. Kommúnistar vita, að íslendingar muni aldrei af eigin vilja eða ákvorð- un, þ. e. ef við höldum sjálfstæði okkar, opna land okkar fyrir hinu rússneska herveldi. Þessvegna reyna þeir að' fá menn til að yfirgefa hugmynd s.iálf- stæðisins og velja í þess stað' vilja- Ieysið' og rekaldshugsjónina, seni mið'- ar að því að' sá geti hremmt landið er hefur mestan árásarhugann. En íslendingar eru ekki aðeins ófús- ir til að varpa frá sér hugsjón sjálf- stæðisins og eigin ákvörðunarrétti, heldur gerum við okkur þess fulla grein, að ef land okkar væri nú opið og óvarið, mundi það' b.jóða árás heim, og e. t. v. verða sá veiki hlekkur, sem leysti úr læðingi öfl ófriðar og árásar. Af þessu mundi leiða íniklu meiri hættu en ella á því, að' barizt yrði uiu landtð og það yrði vígvöllur, )iar sem líf þjóðarinnar tortimdist. HLUTDEILD OKKAK I VARNARSAMTÖKUNLM TRYGGIR OKKUR S.IÁLFSTÆDIÐ Með hví að hindast vamarsamtök- uni við aðrar frjálsar þjóðir höfum við þvi í senn tryggt sjálfstæði íslcnzka ríkisins, lagt fram okkar skcrf til efl- ini;ar heimsfriðarins og rtreKið mjöfi úr hættunni á. að um land okkar vcrð'i hað blóðug; harátta. Þetw er eúia ráðið til atí tryggja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.